Viðskipti erlent

Menntamálaráðherra Svía vill kínversku inn í alla skóla

Mynd/AFP
Menntamálaráðherra Svíþjóðar, Jan Björklund, vill að allir nemendur á efstu stigum grunnskólans og allir framhaldsskólanemendur fái að læra kínversku. Í viðtali við sænska blaðið Dagens Industri segir ráðherrann að kínverskan sé að verða miklu mikilvægari en franska og spænska í viðskiptalegu tilliti.

Björklund segir áhuga nemenda vera fyrir hendi. Hins vegar taki það tíma að ráða kennara. Tíu til fimmtán ár geti tekið að finna nægan fjölda. - ibs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×