Ástarleikur allra tíma Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 27. júlí 2011 07:15 Í íþróttaleikjum er hægt að krýna menn sigurvegara einungis fyrir það að standa best að vígi á einhverjum ákveðnum tímapunkti. Þannig er það óumdeilt að það lið sem hefur skorað fleiri mörk í fótbolta að 90 mínútum liðnum er sigurvegari. En í lífinu sjálfu gengur þetta ekki eins vel því tíminn stoppar aldrei sama hvaða dómari blæs í flautuna. Menn geta því gengið til náða sem hetjur en vaknað sem skúrkar eða dáið halloka en síðan verið minnst í sögunni sem sigurboga andans. Besta dæmið um þetta er mesta ástarsaga allra tíma. Hún er frá elleftu öld en þá varð Frakkinn Pierre Abélard ástfanginn af henni Heloise. Hún var undir verndarvæng Fulberts frænda sem jafnframt var háttsettur maður innan kirkjunnar. Turtildúfurnar stungu af frá ofurvaldi Fulberts í París og var svo vingott með þeim á flóttanum að Heloise óx á þverveginn. Létu þau svo pússa sig saman á laun. Fulbert frændi brást hinn versti við og lét hafa upp á þeim. Þegar hann kom höndum yfir Abélard vildi hann ráðast að rót vandans svo hann lét gelda hann. Ég er ansi hræddur um að íþróttafréttamaðurinn Henry Birgir Gunnarsson myndi segja að við svo búið væri leik lokið með sigri Fulberts. En í lífinu sjálfu er ekkert sigurmark til. Hvort sem við höfum himin höndum tekið eða misst allt lóðrétt niðrum okkur þá liggja úrslitin enn ekki fyrir. Abélard gengur í klaustur enda fátt um fína drætti þegar hér er komið sögu. Þar sem lífið var búið í brókunum snéri hann sér að bókunum og varð mikill fræðimaður. Þó að Heloise gengi heil til rekkju gekk hún líka í klaustur. Engir urðu endurfundir en þau skrifuðust á til æviloka. Ástarbréf þeirra eru talin með perlum heimsbókmenntanna og rennur tár á hvarmi jafnvel hrjúfustu manna sem þau lesa. Fulbert reyndi hins vegar eins og rjúpa við staur að eigna sér einhver tónverk en fátt skilur hann eftir sig sem heimsbyggðin hefur áhuga á. Sjö öldum eftir andlát þeirra voru menn svo innblásnir af ástarbréfum þessara ólánsömu elskenda að þeir ákváðu að sameina jarðneskar leifar þeirra í sömu gröf. Hvað segir Henry Birgir um það? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir Skoðun
Í íþróttaleikjum er hægt að krýna menn sigurvegara einungis fyrir það að standa best að vígi á einhverjum ákveðnum tímapunkti. Þannig er það óumdeilt að það lið sem hefur skorað fleiri mörk í fótbolta að 90 mínútum liðnum er sigurvegari. En í lífinu sjálfu gengur þetta ekki eins vel því tíminn stoppar aldrei sama hvaða dómari blæs í flautuna. Menn geta því gengið til náða sem hetjur en vaknað sem skúrkar eða dáið halloka en síðan verið minnst í sögunni sem sigurboga andans. Besta dæmið um þetta er mesta ástarsaga allra tíma. Hún er frá elleftu öld en þá varð Frakkinn Pierre Abélard ástfanginn af henni Heloise. Hún var undir verndarvæng Fulberts frænda sem jafnframt var háttsettur maður innan kirkjunnar. Turtildúfurnar stungu af frá ofurvaldi Fulberts í París og var svo vingott með þeim á flóttanum að Heloise óx á þverveginn. Létu þau svo pússa sig saman á laun. Fulbert frændi brást hinn versti við og lét hafa upp á þeim. Þegar hann kom höndum yfir Abélard vildi hann ráðast að rót vandans svo hann lét gelda hann. Ég er ansi hræddur um að íþróttafréttamaðurinn Henry Birgir Gunnarsson myndi segja að við svo búið væri leik lokið með sigri Fulberts. En í lífinu sjálfu er ekkert sigurmark til. Hvort sem við höfum himin höndum tekið eða misst allt lóðrétt niðrum okkur þá liggja úrslitin enn ekki fyrir. Abélard gengur í klaustur enda fátt um fína drætti þegar hér er komið sögu. Þar sem lífið var búið í brókunum snéri hann sér að bókunum og varð mikill fræðimaður. Þó að Heloise gengi heil til rekkju gekk hún líka í klaustur. Engir urðu endurfundir en þau skrifuðust á til æviloka. Ástarbréf þeirra eru talin með perlum heimsbókmenntanna og rennur tár á hvarmi jafnvel hrjúfustu manna sem þau lesa. Fulbert reyndi hins vegar eins og rjúpa við staur að eigna sér einhver tónverk en fátt skilur hann eftir sig sem heimsbyggðin hefur áhuga á. Sjö öldum eftir andlát þeirra voru menn svo innblásnir af ástarbréfum þessara ólánsömu elskenda að þeir ákváðu að sameina jarðneskar leifar þeirra í sömu gröf. Hvað segir Henry Birgir um það?
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun