Með kærleika gegn hatri Steinunn Stefánsdóttir skrifar 25. júlí 2011 11:00 Sorgin yfir fórnarlömbum hryðjuverkanna í Noregi lamar norsku þjóðina. Nágrannaþjóðirnar kenna hennar einnig sárt. Ef farið er út meðal fólks eða rennt yfir þanka íslenskra netverja sést glöggt hversu ofarlega voðaverkin eru í hugum fólks. Við höfum verið á það minnt hversu mikið ógnarafl getur falist í hatri. Ummælin sem lögmaður hryðjuverkamannsins hefur eftir honum um að voðaverkin hafi verið grimm en nauðsynleg eru lýsandi fyrir það hvert blint hatur getur leitt huga fólks. Myndin af manni sem lifir og hrærist í öfgafullum hugmyndaheimi, að einhverju leyti í samfélagi við skoðanabræður en að einhverju leyti einn, er smám saman að skýrast. Hann segist vera hægrimaður og kristinn en er þó fyrst og fremst maður sem hatar. Hann er á móti stefnu stjórnvalda í málefnum innflytjenda, hann er á móti íslam, hann er á móti samkynhneigðum og hann er á móti kvenréttindum. Hann er heiftúðugt á móti flestum þeim gildum sem þróast hafa í evrópskum og þá ekki síst norrænum lýðræðisríkjum undanfarna áratugi, gildum sem norrænt fólk er alla jafna stolt af og telur til marks um opið samfélag, víðsýni og lýðræði. Það er einföldun að kalla manninn fjöldamorðingja þótt vissulega sé hann það. Hann er nefnilega fyrst og fremst hryðjuverkamaður, maður sem hefur pólitíska sýn sem hann notar til að færa rök fyrir ódæði sínu. Hryðjuverkamaðurinn hatar hugmyndina um samfélag þar sem allir njóta virðingar óháð uppruna sínum, kyni, kynhneigð, fötlun og áfram mætti telja, samfélag sem mörgum þykir vera of langt undan meðan hryðjuverkamanninum þótti þróunin í átt til þess vera komin allt of langt. Þess vegna beindust aðgerðir hans að ungliðum Verkamannaflokksins. Norski forsætisráðherrann hefur svarað hryðjuverkamanninum með þeim eina hætti sem hægt er og skynsamlegt er að svara. „Ef einn maður getur alið með sér svo mikið hatur, hugsið ykkur þá hversu mikinn kærleik við getum sýnt öll saman,“ sagði Jens Stoltenberg í ræðu sinni við minningarguðsþjónustu í dómkirkju Óslóarborgar í gærmorgun. Ummælin hafði hann eftir stúlku úr ungliðahreyfingu norska verkamannaflokksins en þau höfðu fallið í viðtali við sjónvarpsstöðina CNN. Í áhrifaríkri ræðu sinni ítrekaði Stoltenberg einnig að tilræðinu yrði mætt með lýðræði, með opinni umræðu og með mannúð. Þannig leggur forsætisráðherra Noregs áherslu á að mæta ekki hatri með hatri heldur þvert á móti með því að styrkja enn frekar þau grunngildi sem ráðið hafa ferð í norsku samfélagi fram til þessa. Við búum í samfélagi sem rúmar ólíkar skoðanir. Það er mikilvægt að viðhalda þeim eiginleika. Lykilatriði þar er að hlusta á og bera virðingu fyrir skoðunum annarra en ekki úthúða þeim sem andstæðar skoðanir hafa. Það er mikilvægt að næra kærleikann en ekki hatrið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun
Sorgin yfir fórnarlömbum hryðjuverkanna í Noregi lamar norsku þjóðina. Nágrannaþjóðirnar kenna hennar einnig sárt. Ef farið er út meðal fólks eða rennt yfir þanka íslenskra netverja sést glöggt hversu ofarlega voðaverkin eru í hugum fólks. Við höfum verið á það minnt hversu mikið ógnarafl getur falist í hatri. Ummælin sem lögmaður hryðjuverkamannsins hefur eftir honum um að voðaverkin hafi verið grimm en nauðsynleg eru lýsandi fyrir það hvert blint hatur getur leitt huga fólks. Myndin af manni sem lifir og hrærist í öfgafullum hugmyndaheimi, að einhverju leyti í samfélagi við skoðanabræður en að einhverju leyti einn, er smám saman að skýrast. Hann segist vera hægrimaður og kristinn en er þó fyrst og fremst maður sem hatar. Hann er á móti stefnu stjórnvalda í málefnum innflytjenda, hann er á móti íslam, hann er á móti samkynhneigðum og hann er á móti kvenréttindum. Hann er heiftúðugt á móti flestum þeim gildum sem þróast hafa í evrópskum og þá ekki síst norrænum lýðræðisríkjum undanfarna áratugi, gildum sem norrænt fólk er alla jafna stolt af og telur til marks um opið samfélag, víðsýni og lýðræði. Það er einföldun að kalla manninn fjöldamorðingja þótt vissulega sé hann það. Hann er nefnilega fyrst og fremst hryðjuverkamaður, maður sem hefur pólitíska sýn sem hann notar til að færa rök fyrir ódæði sínu. Hryðjuverkamaðurinn hatar hugmyndina um samfélag þar sem allir njóta virðingar óháð uppruna sínum, kyni, kynhneigð, fötlun og áfram mætti telja, samfélag sem mörgum þykir vera of langt undan meðan hryðjuverkamanninum þótti þróunin í átt til þess vera komin allt of langt. Þess vegna beindust aðgerðir hans að ungliðum Verkamannaflokksins. Norski forsætisráðherrann hefur svarað hryðjuverkamanninum með þeim eina hætti sem hægt er og skynsamlegt er að svara. „Ef einn maður getur alið með sér svo mikið hatur, hugsið ykkur þá hversu mikinn kærleik við getum sýnt öll saman,“ sagði Jens Stoltenberg í ræðu sinni við minningarguðsþjónustu í dómkirkju Óslóarborgar í gærmorgun. Ummælin hafði hann eftir stúlku úr ungliðahreyfingu norska verkamannaflokksins en þau höfðu fallið í viðtali við sjónvarpsstöðina CNN. Í áhrifaríkri ræðu sinni ítrekaði Stoltenberg einnig að tilræðinu yrði mætt með lýðræði, með opinni umræðu og með mannúð. Þannig leggur forsætisráðherra Noregs áherslu á að mæta ekki hatri með hatri heldur þvert á móti með því að styrkja enn frekar þau grunngildi sem ráðið hafa ferð í norsku samfélagi fram til þessa. Við búum í samfélagi sem rúmar ólíkar skoðanir. Það er mikilvægt að viðhalda þeim eiginleika. Lykilatriði þar er að hlusta á og bera virðingu fyrir skoðunum annarra en ekki úthúða þeim sem andstæðar skoðanir hafa. Það er mikilvægt að næra kærleikann en ekki hatrið.