Einkaneysla hefur aukist undanfarið 15. júlí 2011 04:00 Jón Bjarki Bentsson Kringlan Aukning einkaneyslu bendir til þess að hagvöxtur hafi aukist síðustu mánuði.Fréttablaðið/anton EfnahagsmálMyndarlegur vöxtur virðist hafa orðið á einkaneyslu á öðrum ársfjórðungi ársins. Greining Íslandsbanka telur að vöxturinn hafi ekki verið jafn hraður frá því fyrir hrun. „Við byggjum þetta mat á þróun kortaveltu. Það hefur sýnt sig að það er býsna sterkt og stöðugt samband á milli raunþróunar kortaveltu og einkaneyslu. Kortaveltan hefur aukist verulega síðustu mánuði og okkur þykir einsýnt að það sé ávísun á verulegan vöxt einkaneyslunnar,“ segir Jón Bjarki Bentsson, sérfræðingur hjá Greiningu Íslandsbanka. Seðlabankinn birti nýverið tölur um kreditkortaveltu í júní. Þær leiddu í ljós tæplega 6 prósenta aukningu að raungildi milli ára. Samantekin raunaukning kreditkortaveltu og innlendrar debetkortaveltu þykir gefa góða mynd af þróun einkaneyslu. Sé litið á báðar stærðir fæst sú niðurstaða því að einkaneysla hafi aukist um 5 til 7 prósent að raungildi á öðrum ársfjórðungi borið saman við sama ársfjórðung í fyrra. Sé þetta mat Greiningar Íslandsbanka rétt er það hraðasta aukning einkaneyslu frá því á fyrsta ársfjórðungi ársins 2008. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs jókst einkaneysla um 1,5 prósent borið saman við sama tímabil í fyrra. Því benda ofangreindar tölur til þess að vöxtur einkaneyslu á fyrri helmingi ársins hafi verið á bilinu 3 til 4 prósent. Einkaneysla er einn þáttur landsframleiðslu og því vaknar sú spurning hvort sama þróun sé að eiga sér stað með hagvöxt. „Við höfum ekki eins góðar vísbendingar um þróun annarra hluta landsframleiðslunnar. Við teljum okkur þó hafa nasasjón af því hvað er að henda þá. Við til dæmis vitum að innflutningur er að vaxa heldur hraðar en útflutningur sem dregur úr hagvexti. Á hinn bóginn er fjárfesting væntanlega að vaxa. Því bendir flest til þess að hagvöxtur verði töluverður á öðrum ársfjórðungi,“ segir Jón Bjarki og bætir því við að vonandi smiti vaxandi einkaneysla út frá sér í aðra atvinnuvegi. „Hins vegar mætti hagvöxturinn vera í ríkari mæli grundvallaður á auknum útflutningi og fjárfestingu. Það má segja að það sé til lengri tíma litið sjálfbærari vöxtur,“ segir Jón Bjarki að lokum. magnusl@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Kringlan Aukning einkaneyslu bendir til þess að hagvöxtur hafi aukist síðustu mánuði.Fréttablaðið/anton EfnahagsmálMyndarlegur vöxtur virðist hafa orðið á einkaneyslu á öðrum ársfjórðungi ársins. Greining Íslandsbanka telur að vöxturinn hafi ekki verið jafn hraður frá því fyrir hrun. „Við byggjum þetta mat á þróun kortaveltu. Það hefur sýnt sig að það er býsna sterkt og stöðugt samband á milli raunþróunar kortaveltu og einkaneyslu. Kortaveltan hefur aukist verulega síðustu mánuði og okkur þykir einsýnt að það sé ávísun á verulegan vöxt einkaneyslunnar,“ segir Jón Bjarki Bentsson, sérfræðingur hjá Greiningu Íslandsbanka. Seðlabankinn birti nýverið tölur um kreditkortaveltu í júní. Þær leiddu í ljós tæplega 6 prósenta aukningu að raungildi milli ára. Samantekin raunaukning kreditkortaveltu og innlendrar debetkortaveltu þykir gefa góða mynd af þróun einkaneyslu. Sé litið á báðar stærðir fæst sú niðurstaða því að einkaneysla hafi aukist um 5 til 7 prósent að raungildi á öðrum ársfjórðungi borið saman við sama ársfjórðung í fyrra. Sé þetta mat Greiningar Íslandsbanka rétt er það hraðasta aukning einkaneyslu frá því á fyrsta ársfjórðungi ársins 2008. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs jókst einkaneysla um 1,5 prósent borið saman við sama tímabil í fyrra. Því benda ofangreindar tölur til þess að vöxtur einkaneyslu á fyrri helmingi ársins hafi verið á bilinu 3 til 4 prósent. Einkaneysla er einn þáttur landsframleiðslu og því vaknar sú spurning hvort sama þróun sé að eiga sér stað með hagvöxt. „Við höfum ekki eins góðar vísbendingar um þróun annarra hluta landsframleiðslunnar. Við teljum okkur þó hafa nasasjón af því hvað er að henda þá. Við til dæmis vitum að innflutningur er að vaxa heldur hraðar en útflutningur sem dregur úr hagvexti. Á hinn bóginn er fjárfesting væntanlega að vaxa. Því bendir flest til þess að hagvöxtur verði töluverður á öðrum ársfjórðungi,“ segir Jón Bjarki og bætir því við að vonandi smiti vaxandi einkaneysla út frá sér í aðra atvinnuvegi. „Hins vegar mætti hagvöxturinn vera í ríkari mæli grundvallaður á auknum útflutningi og fjárfestingu. Það má segja að það sé til lengri tíma litið sjálfbærari vöxtur,“ segir Jón Bjarki að lokum. magnusl@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira