Allir bændur með bústofn verða starfsleyfisskyldir 15. júlí 2011 06:00 búfé Krafa um starfsleyfi nær meðal annars til sauðfjárbænda, hrossabænda og þeirra sem reka þjónustu fyrir dýr, svo sem tamningamanna og æfingastöðva fyrir hross, sem sprottið hafa upp á síðustu árum. fréttablaðið/vilhelm Sauðfjárbændur, hrossabændur, og þeir sem stunda þjónustu með dýr, svo sem tamningamenn, verða starfsleyfisskyldir, verði frumvarp til laga um dýravelferð samþykkt í núverandi mynd. Þetta er til samræmis við reglugerðir sem gilda um aðra búfjáreigendur. Frumvarpið, sem unnið var af nefnd á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytsins, gerir ráð fyrir mun einfaldara ferli hvað varðar dýraverndunarmál heldur en verið hefur. Málaflokkurinn mun þá heyra undir eitt ráðuneyti, það er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið í stað tveggja áður. Um hann munu gilda ein lög en ekki tvenn eins og verið hefur. Vörslusvipting dýra verður á hendi Matvælastofnunar (MAST) í stað viðkomandi lögreglustjóra áður, svo dæmi séu nefnd. „Eitt af þeim markmiðum sem sett voru við vinnslu frumvarpsins var að ná betri og skjótari tökum á búum sem lengi hafa verið til vandræða og jafnvel að koma í veg fyrir vanda af því tagi,“ segir Halldór Runólfsson yfirdýralæknir, sem sæti átti í nefndinni er vann frumvarpið. „Ferlið var einfaldað í þeim tilgangi að auðvelda eftirrekstur og þvingunarúrræði til að stöðva dýraníðslu. Nú eru þessi mál alfarið á forræði MAST sem óskar þá eftir aðstoð þar til bærra aðila.“ Frumvarpið tekur á fjölda atriða sem bann verður lagt við, þar sem þau flokkast undir slæma meðferð dýra. Til dæmis verður bannað að dæla mat í gæsir til að fá úr þeim stærri lifur. Þá er ráðherra heimilt að banna innflutning afurða sem orðnar eru til með aðferðum sem flokkast undir illa meðferð. „Þarna er verið að taka þátt í alheimsherferð gegn slæmri meðferð,“ útskýrir Halldór. „Undir þetta myndi einnig falla innflutningur á gæsadún af gæsum sem hafa verið reyttar lifandi, svo fleiri dæmi séu nefnd.“ Hvað varðar framkvæmd veitingar starfsleyfis til þjónustuaðila og bænda segir Halldór að MAST sé komin með gagnagrunna um allan búskap á landinu og leyfisveitingar verði unnar í tengslum við þá grunna. jss@frettabladid.is Fréttir Tengdar fréttir Rafmagnsólar hunda bannaðar Frumvarp til laga um dýravelferð kveður á um að rafmagnsólar til þjálfunar á hundum verði bannaðar. Einnig að einungis fagaðilar megi nota geldingatangir og tjakka til notkunar við burðarhjálp hjá stórgripum, svo dæmi séu nefnd. Ákvæðið er til komið vegna vandamála sem hefur orðið vart við vegna sölu á útbúnaði sem óheimilt er að nota á dýr. 15. júlí 2011 03:00 Bannað að gefa svín sem gjöf Frumvarp til laga um dýravelferð kveður á um að óheimilt sé að selja eða afhenda dýr þegar tilefni er til að ætla að móttakandi hafi ekki getu eða vilja til að annast dýrið á þann hátt sem samræmist ákvæðum frumvarpsins. 15. júlí 2011 05:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Sauðfjárbændur, hrossabændur, og þeir sem stunda þjónustu með dýr, svo sem tamningamenn, verða starfsleyfisskyldir, verði frumvarp til laga um dýravelferð samþykkt í núverandi mynd. Þetta er til samræmis við reglugerðir sem gilda um aðra búfjáreigendur. Frumvarpið, sem unnið var af nefnd á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytsins, gerir ráð fyrir mun einfaldara ferli hvað varðar dýraverndunarmál heldur en verið hefur. Málaflokkurinn mun þá heyra undir eitt ráðuneyti, það er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið í stað tveggja áður. Um hann munu gilda ein lög en ekki tvenn eins og verið hefur. Vörslusvipting dýra verður á hendi Matvælastofnunar (MAST) í stað viðkomandi lögreglustjóra áður, svo dæmi séu nefnd. „Eitt af þeim markmiðum sem sett voru við vinnslu frumvarpsins var að ná betri og skjótari tökum á búum sem lengi hafa verið til vandræða og jafnvel að koma í veg fyrir vanda af því tagi,“ segir Halldór Runólfsson yfirdýralæknir, sem sæti átti í nefndinni er vann frumvarpið. „Ferlið var einfaldað í þeim tilgangi að auðvelda eftirrekstur og þvingunarúrræði til að stöðva dýraníðslu. Nú eru þessi mál alfarið á forræði MAST sem óskar þá eftir aðstoð þar til bærra aðila.“ Frumvarpið tekur á fjölda atriða sem bann verður lagt við, þar sem þau flokkast undir slæma meðferð dýra. Til dæmis verður bannað að dæla mat í gæsir til að fá úr þeim stærri lifur. Þá er ráðherra heimilt að banna innflutning afurða sem orðnar eru til með aðferðum sem flokkast undir illa meðferð. „Þarna er verið að taka þátt í alheimsherferð gegn slæmri meðferð,“ útskýrir Halldór. „Undir þetta myndi einnig falla innflutningur á gæsadún af gæsum sem hafa verið reyttar lifandi, svo fleiri dæmi séu nefnd.“ Hvað varðar framkvæmd veitingar starfsleyfis til þjónustuaðila og bænda segir Halldór að MAST sé komin með gagnagrunna um allan búskap á landinu og leyfisveitingar verði unnar í tengslum við þá grunna. jss@frettabladid.is
Fréttir Tengdar fréttir Rafmagnsólar hunda bannaðar Frumvarp til laga um dýravelferð kveður á um að rafmagnsólar til þjálfunar á hundum verði bannaðar. Einnig að einungis fagaðilar megi nota geldingatangir og tjakka til notkunar við burðarhjálp hjá stórgripum, svo dæmi séu nefnd. Ákvæðið er til komið vegna vandamála sem hefur orðið vart við vegna sölu á útbúnaði sem óheimilt er að nota á dýr. 15. júlí 2011 03:00 Bannað að gefa svín sem gjöf Frumvarp til laga um dýravelferð kveður á um að óheimilt sé að selja eða afhenda dýr þegar tilefni er til að ætla að móttakandi hafi ekki getu eða vilja til að annast dýrið á þann hátt sem samræmist ákvæðum frumvarpsins. 15. júlí 2011 05:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Rafmagnsólar hunda bannaðar Frumvarp til laga um dýravelferð kveður á um að rafmagnsólar til þjálfunar á hundum verði bannaðar. Einnig að einungis fagaðilar megi nota geldingatangir og tjakka til notkunar við burðarhjálp hjá stórgripum, svo dæmi séu nefnd. Ákvæðið er til komið vegna vandamála sem hefur orðið vart við vegna sölu á útbúnaði sem óheimilt er að nota á dýr. 15. júlí 2011 03:00
Bannað að gefa svín sem gjöf Frumvarp til laga um dýravelferð kveður á um að óheimilt sé að selja eða afhenda dýr þegar tilefni er til að ætla að móttakandi hafi ekki getu eða vilja til að annast dýrið á þann hátt sem samræmist ákvæðum frumvarpsins. 15. júlí 2011 05:30