Tæp milljón hjá þremur ráðuneytum 15. júlí 2011 06:00 vigdís hauksdóttir Fréttablaðið leitaði fanga hjá öllum ráðuneytum til að fá dæmi um þann kostnað sem einstök fyrirspurn getur haft í för með sér og þá vinnu sem liggur að baki svarinu. Fyrir valinu varð fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, sem sendi öllum ráðuneytum eftirfarandi fyrirspurn: 1. Hvað fóru starfsmenn ráðuneyta og embættismenn í undirstofnunum þeirra oft til útlanda á árunum 2007-2010? Til hvaða lands var farið og í hvaða erindum? 2. Hver er heildarkostnaður við ferðirnar með dagpeningum, sundurliðað eftir árum, ráðuneyti og undirstofnunum? Tölur bárust einungis frá þremur ráðuneytum: forsætis-, fjármála- og efnahags- og viðskipta. Samanlagður kostnaður þessara þriggja ráðuneyta við vinnslu svarsins nam 700 til 900 þúsund krónum og í hana fóru 197 til 223 vinnustundir. Einnig bárust svör frá umhverfisráðuneytinu, efnahags- og viðskiptaráðuneytinu og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Í því fyrstnefnda fór 2 til 3 daga vinna eins starfsmanns í svarið, en kostnaður hefur ekki verið tekinn saman. Í svari efnahags- og viðskiptaráðuneytisins kemur fram að tímanum hafi ekki verið haldið til haga. Hann mælist þó í dögum en ekki klukkustundum. Í svari hins síðasttalda segir að verkið hafi verið unnið af starfsmönnum ráðuneytisins samhliða öðrum störfum og kostnaður og umfang ekki verið tekið saman. Forsætisráðuneytið: Kostnaður 150 til 200 þúsund krónur. Tími 42 til 48 vinnustundir. Fjármálaráðuneytið: Kostnaður 270 til 350 þúsund krónur. Tími um 45 vinnustundir. Mennta- og menningarmálaráðuneytið: Kostnaður 280 til 350 þúsund krónur. Tími 80 til 100 vinnustundir. Ljóst er að ofansögðu að kostnaður við þessa einu fyrirspurn hefur hlaupið á milljónum, sé gert ráð fyrir því að hann sé svipaður hjá öllum ráðuneytum. Fréttir Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Rafræn skilríki í farsíma virka ekki eins og vera ber Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Fleiri fréttir Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Rafræn skilríki í farsíma virka ekki eins og vera ber Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Sjá meira
Fréttablaðið leitaði fanga hjá öllum ráðuneytum til að fá dæmi um þann kostnað sem einstök fyrirspurn getur haft í för með sér og þá vinnu sem liggur að baki svarinu. Fyrir valinu varð fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, sem sendi öllum ráðuneytum eftirfarandi fyrirspurn: 1. Hvað fóru starfsmenn ráðuneyta og embættismenn í undirstofnunum þeirra oft til útlanda á árunum 2007-2010? Til hvaða lands var farið og í hvaða erindum? 2. Hver er heildarkostnaður við ferðirnar með dagpeningum, sundurliðað eftir árum, ráðuneyti og undirstofnunum? Tölur bárust einungis frá þremur ráðuneytum: forsætis-, fjármála- og efnahags- og viðskipta. Samanlagður kostnaður þessara þriggja ráðuneyta við vinnslu svarsins nam 700 til 900 þúsund krónum og í hana fóru 197 til 223 vinnustundir. Einnig bárust svör frá umhverfisráðuneytinu, efnahags- og viðskiptaráðuneytinu og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Í því fyrstnefnda fór 2 til 3 daga vinna eins starfsmanns í svarið, en kostnaður hefur ekki verið tekinn saman. Í svari efnahags- og viðskiptaráðuneytisins kemur fram að tímanum hafi ekki verið haldið til haga. Hann mælist þó í dögum en ekki klukkustundum. Í svari hins síðasttalda segir að verkið hafi verið unnið af starfsmönnum ráðuneytisins samhliða öðrum störfum og kostnaður og umfang ekki verið tekið saman. Forsætisráðuneytið: Kostnaður 150 til 200 þúsund krónur. Tími 42 til 48 vinnustundir. Fjármálaráðuneytið: Kostnaður 270 til 350 þúsund krónur. Tími um 45 vinnustundir. Mennta- og menningarmálaráðuneytið: Kostnaður 280 til 350 þúsund krónur. Tími 80 til 100 vinnustundir. Ljóst er að ofansögðu að kostnaður við þessa einu fyrirspurn hefur hlaupið á milljónum, sé gert ráð fyrir því að hann sé svipaður hjá öllum ráðuneytum.
Fréttir Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Rafræn skilríki í farsíma virka ekki eins og vera ber Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Fleiri fréttir Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Rafræn skilríki í farsíma virka ekki eins og vera ber Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Sjá meira