Naomi Campbell hannar gallabuxnalínu 29. júní 2011 21:00 Ofurfyrirsætan hefur tekið að sér að hanna gallabuxnalínu fyrir ítalska tískumerkið Fiorucci. Nordicphotos/Getty Ofurfyrirsætan Naomi Campbell hefur verið fengin til að hanna gallabuxnalínu fyrir ítalska tískumerkið Fiorucci. Sögur herma að línan verði frumsýnd á herratískuvikunni í Mílanó sem fram fer um þessar mundir. Fiorucci náði miklum vinsældum á áttunda áratugnum en vinsældir fyrirtækisins hafa dalað síðan þá og mun þetta vera liður í því að blása svolitlu lífi í merkið. Fiorucci var nýverið keypt af ítalska fyrirtækinu Ittierre sem rekur meðal annars tískuhúsin Balmain og Galliano. Mörgum kann þó að þykja undarlegt að Fiorucci hafi valið Campbell til starfsins þar sem fyrirsætan klæðist sárasjaldan gallabuxum. Enn er ekki vitað hvort línan verður á herra eða hvort hún verður fáanleg utan Ítalíu. Campbell reyndi síðast fyrir sér sem hönnuður árið 2008 þegar hún hannaði línu fyrir brasilískt fatamerki. Sú lína var aðeins seld í Brasilíu og vakti ekki mikla athygli. Það verður því forvitnilegt að sjá afrakstur samstarfs Campbell og Fiorucci. -sm Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Ofurfyrirsætan Naomi Campbell hefur verið fengin til að hanna gallabuxnalínu fyrir ítalska tískumerkið Fiorucci. Sögur herma að línan verði frumsýnd á herratískuvikunni í Mílanó sem fram fer um þessar mundir. Fiorucci náði miklum vinsældum á áttunda áratugnum en vinsældir fyrirtækisins hafa dalað síðan þá og mun þetta vera liður í því að blása svolitlu lífi í merkið. Fiorucci var nýverið keypt af ítalska fyrirtækinu Ittierre sem rekur meðal annars tískuhúsin Balmain og Galliano. Mörgum kann þó að þykja undarlegt að Fiorucci hafi valið Campbell til starfsins þar sem fyrirsætan klæðist sárasjaldan gallabuxum. Enn er ekki vitað hvort línan verður á herra eða hvort hún verður fáanleg utan Ítalíu. Campbell reyndi síðast fyrir sér sem hönnuður árið 2008 þegar hún hannaði línu fyrir brasilískt fatamerki. Sú lína var aðeins seld í Brasilíu og vakti ekki mikla athygli. Það verður því forvitnilegt að sjá afrakstur samstarfs Campbell og Fiorucci. -sm
Mest lesið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Fleiri fréttir Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira