Guðrún Gróa skiptir körfunni út fyrir kraftlyftingar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. júní 2011 06:00 Guðrún Gróa hefur skilað körfuboltaskónum og mun nú einbeita sér að því að keppa í kraftlyftingum.fréttablaðið/anton Körfuknattleikskonan Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir hefur ákveðið að söðla um og mun nú einbeita sér að því að æfa og keppa í kraftlyftingum. Hún stefnir á að ná langt á heimsvísu og útilokar ekki að keppa á Ólympíuleikum ásamt systur sinni, frjálsíþróttakonunni Helgu Margréti. „Eins og málin standa núna er ég hætt í körfuboltanum og vonandi gengur mér það vel á nýjum vettvangi að ég verði bara í lyftingunum,“ sagði Guðrún Gróa, sem hefur verið valin besti varnarmaður Iceland Express-deildar kvenna síðustu þrjú ár og orðið bæði Íslands- og bikarmeistari með KR. Síðasta tímabil olli henni hins vegar vonbrigðum. „Ég hef stundum íhugað að skipta yfir í lyftingarnar og í vetur fór ég að gera það af fullri alvöru. Ég var ekki sátt við sjálfa mig og liðið í vetur. Ég var með hugann við lyftingarnar og langaði einfaldlega til að kýla á það,“ sagði hún en í vetur mætti hún til keppni á Íslandsmóti í kraftlyftingum að morgni til en keppti svo með KR í leik í úrslitakeppninni um kvöldið. „Það fór ekki vel saman,“ sagði hún og hló. „Það var alveg skelfilegt. Ég myndi ekki leggja í það aftur. Ég hef reynt að taka þetta saman og það gekk ekki upp. Maður þarf hvíld í sólarhring eftir æfingu í kraftlyftingum enda sást það á spilamennsku minni eftir áramót – ég var þreytt og ekki upp á mitt besta.“ Hún segir að það hafi átt ríkan þátt í ákvörðun sinni hversu langt hún geti náð í kraftlyftingunum. „Ég á enn eitt ár eftir í unglingaflokki og ætla ég að nýta næsta ár til að keppa í þeim flokki, bæði á Heims- og Evrópumeistaramóti,“ sagði hin 22 ára gamla Guðrún Gróa sem ætlar að sleppa heimsmeistaramóti unglinga sem fer fram í Kanada í haust. „Mér fannst það fullsnemmt fyrir mig að keppa á því móti. Ég mun því nota tímann fram að næsta keppnisári til að æfa, styrkja mig og aðlaga mig nýrri íþrótt. Þetta er nefnilega svo ótrúlega mikil breyting,“ segir hún og fagnar því að geta enn keppt í unglingaflokki. „Það er mikill kostur og hefur lengt minn íþróttaferil um mörg ár,“ sagði hún og hló. Hún segir fullar forsendur fyrir því að stefna langt í greininni. „Miðað við mína jafnaldra tel ég að ég geti náð langt á heimsvísu. Ég væri ekki til í að gefa körfuna upp á bátinn ef ég héldi annað.“ Guðrún Gróa segist alltaf hafa verið sterk en að það hafi verið einkaþjálfari hennar, Ingimundur Björgvinsson, sem benti henni á möguleikann á að keppa í kraftlyftingum. „Ég er sterk frá náttúrunnar hendi og hef alltaf verið. Svo benti Ingimundur mér á ýmsar tölur og staðreyndir og þróaðist þetta út frá því.“ Um möguleikann á því að keppa eitt sinn á Ólympíuleikum og þá með systur sinni segir hún að það sé ekki útilokað. „Kraftlyftingar eru eins og er ekki keppnisgrein á Ólympíuleikum vegna þess búnaðar sem notaður er í keppni. Á næsta ári verður hins vegar hætt að nota þennan búnað og gæti því verið að kraftlyftingar fengju aftur inni á Ólympíuleikum árið 2016. Þá er aldrei að vita.“ Innlendar Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Fleiri fréttir Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Aldarfjórðungs ferli á enda: Öll íþróttafélög landsins orðin aðildarfélög UMFÍ Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Jöfnuðu metin gegn Dortmund Sjá meira
Körfuknattleikskonan Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir hefur ákveðið að söðla um og mun nú einbeita sér að því að æfa og keppa í kraftlyftingum. Hún stefnir á að ná langt á heimsvísu og útilokar ekki að keppa á Ólympíuleikum ásamt systur sinni, frjálsíþróttakonunni Helgu Margréti. „Eins og málin standa núna er ég hætt í körfuboltanum og vonandi gengur mér það vel á nýjum vettvangi að ég verði bara í lyftingunum,“ sagði Guðrún Gróa, sem hefur verið valin besti varnarmaður Iceland Express-deildar kvenna síðustu þrjú ár og orðið bæði Íslands- og bikarmeistari með KR. Síðasta tímabil olli henni hins vegar vonbrigðum. „Ég hef stundum íhugað að skipta yfir í lyftingarnar og í vetur fór ég að gera það af fullri alvöru. Ég var ekki sátt við sjálfa mig og liðið í vetur. Ég var með hugann við lyftingarnar og langaði einfaldlega til að kýla á það,“ sagði hún en í vetur mætti hún til keppni á Íslandsmóti í kraftlyftingum að morgni til en keppti svo með KR í leik í úrslitakeppninni um kvöldið. „Það fór ekki vel saman,“ sagði hún og hló. „Það var alveg skelfilegt. Ég myndi ekki leggja í það aftur. Ég hef reynt að taka þetta saman og það gekk ekki upp. Maður þarf hvíld í sólarhring eftir æfingu í kraftlyftingum enda sást það á spilamennsku minni eftir áramót – ég var þreytt og ekki upp á mitt besta.“ Hún segir að það hafi átt ríkan þátt í ákvörðun sinni hversu langt hún geti náð í kraftlyftingunum. „Ég á enn eitt ár eftir í unglingaflokki og ætla ég að nýta næsta ár til að keppa í þeim flokki, bæði á Heims- og Evrópumeistaramóti,“ sagði hin 22 ára gamla Guðrún Gróa sem ætlar að sleppa heimsmeistaramóti unglinga sem fer fram í Kanada í haust. „Mér fannst það fullsnemmt fyrir mig að keppa á því móti. Ég mun því nota tímann fram að næsta keppnisári til að æfa, styrkja mig og aðlaga mig nýrri íþrótt. Þetta er nefnilega svo ótrúlega mikil breyting,“ segir hún og fagnar því að geta enn keppt í unglingaflokki. „Það er mikill kostur og hefur lengt minn íþróttaferil um mörg ár,“ sagði hún og hló. Hún segir fullar forsendur fyrir því að stefna langt í greininni. „Miðað við mína jafnaldra tel ég að ég geti náð langt á heimsvísu. Ég væri ekki til í að gefa körfuna upp á bátinn ef ég héldi annað.“ Guðrún Gróa segist alltaf hafa verið sterk en að það hafi verið einkaþjálfari hennar, Ingimundur Björgvinsson, sem benti henni á möguleikann á að keppa í kraftlyftingum. „Ég er sterk frá náttúrunnar hendi og hef alltaf verið. Svo benti Ingimundur mér á ýmsar tölur og staðreyndir og þróaðist þetta út frá því.“ Um möguleikann á því að keppa eitt sinn á Ólympíuleikum og þá með systur sinni segir hún að það sé ekki útilokað. „Kraftlyftingar eru eins og er ekki keppnisgrein á Ólympíuleikum vegna þess búnaðar sem notaður er í keppni. Á næsta ári verður hins vegar hætt að nota þennan búnað og gæti því verið að kraftlyftingar fengju aftur inni á Ólympíuleikum árið 2016. Þá er aldrei að vita.“
Innlendar Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Fleiri fréttir Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Aldarfjórðungs ferli á enda: Öll íþróttafélög landsins orðin aðildarfélög UMFÍ Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Dagskráin í dag: PGA-meistaramótið fer af stað Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Jöfnuðu metin gegn Dortmund Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn