Guðrún Gróa skiptir körfunni út fyrir kraftlyftingar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. júní 2011 06:00 Guðrún Gróa hefur skilað körfuboltaskónum og mun nú einbeita sér að því að keppa í kraftlyftingum.fréttablaðið/anton Körfuknattleikskonan Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir hefur ákveðið að söðla um og mun nú einbeita sér að því að æfa og keppa í kraftlyftingum. Hún stefnir á að ná langt á heimsvísu og útilokar ekki að keppa á Ólympíuleikum ásamt systur sinni, frjálsíþróttakonunni Helgu Margréti. „Eins og málin standa núna er ég hætt í körfuboltanum og vonandi gengur mér það vel á nýjum vettvangi að ég verði bara í lyftingunum,“ sagði Guðrún Gróa, sem hefur verið valin besti varnarmaður Iceland Express-deildar kvenna síðustu þrjú ár og orðið bæði Íslands- og bikarmeistari með KR. Síðasta tímabil olli henni hins vegar vonbrigðum. „Ég hef stundum íhugað að skipta yfir í lyftingarnar og í vetur fór ég að gera það af fullri alvöru. Ég var ekki sátt við sjálfa mig og liðið í vetur. Ég var með hugann við lyftingarnar og langaði einfaldlega til að kýla á það,“ sagði hún en í vetur mætti hún til keppni á Íslandsmóti í kraftlyftingum að morgni til en keppti svo með KR í leik í úrslitakeppninni um kvöldið. „Það fór ekki vel saman,“ sagði hún og hló. „Það var alveg skelfilegt. Ég myndi ekki leggja í það aftur. Ég hef reynt að taka þetta saman og það gekk ekki upp. Maður þarf hvíld í sólarhring eftir æfingu í kraftlyftingum enda sást það á spilamennsku minni eftir áramót – ég var þreytt og ekki upp á mitt besta.“ Hún segir að það hafi átt ríkan þátt í ákvörðun sinni hversu langt hún geti náð í kraftlyftingunum. „Ég á enn eitt ár eftir í unglingaflokki og ætla ég að nýta næsta ár til að keppa í þeim flokki, bæði á Heims- og Evrópumeistaramóti,“ sagði hin 22 ára gamla Guðrún Gróa sem ætlar að sleppa heimsmeistaramóti unglinga sem fer fram í Kanada í haust. „Mér fannst það fullsnemmt fyrir mig að keppa á því móti. Ég mun því nota tímann fram að næsta keppnisári til að æfa, styrkja mig og aðlaga mig nýrri íþrótt. Þetta er nefnilega svo ótrúlega mikil breyting,“ segir hún og fagnar því að geta enn keppt í unglingaflokki. „Það er mikill kostur og hefur lengt minn íþróttaferil um mörg ár,“ sagði hún og hló. Hún segir fullar forsendur fyrir því að stefna langt í greininni. „Miðað við mína jafnaldra tel ég að ég geti náð langt á heimsvísu. Ég væri ekki til í að gefa körfuna upp á bátinn ef ég héldi annað.“ Guðrún Gróa segist alltaf hafa verið sterk en að það hafi verið einkaþjálfari hennar, Ingimundur Björgvinsson, sem benti henni á möguleikann á að keppa í kraftlyftingum. „Ég er sterk frá náttúrunnar hendi og hef alltaf verið. Svo benti Ingimundur mér á ýmsar tölur og staðreyndir og þróaðist þetta út frá því.“ Um möguleikann á því að keppa eitt sinn á Ólympíuleikum og þá með systur sinni segir hún að það sé ekki útilokað. „Kraftlyftingar eru eins og er ekki keppnisgrein á Ólympíuleikum vegna þess búnaðar sem notaður er í keppni. Á næsta ári verður hins vegar hætt að nota þennan búnað og gæti því verið að kraftlyftingar fengju aftur inni á Ólympíuleikum árið 2016. Þá er aldrei að vita.“ Innlendar Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sjá meira
Körfuknattleikskonan Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir hefur ákveðið að söðla um og mun nú einbeita sér að því að æfa og keppa í kraftlyftingum. Hún stefnir á að ná langt á heimsvísu og útilokar ekki að keppa á Ólympíuleikum ásamt systur sinni, frjálsíþróttakonunni Helgu Margréti. „Eins og málin standa núna er ég hætt í körfuboltanum og vonandi gengur mér það vel á nýjum vettvangi að ég verði bara í lyftingunum,“ sagði Guðrún Gróa, sem hefur verið valin besti varnarmaður Iceland Express-deildar kvenna síðustu þrjú ár og orðið bæði Íslands- og bikarmeistari með KR. Síðasta tímabil olli henni hins vegar vonbrigðum. „Ég hef stundum íhugað að skipta yfir í lyftingarnar og í vetur fór ég að gera það af fullri alvöru. Ég var ekki sátt við sjálfa mig og liðið í vetur. Ég var með hugann við lyftingarnar og langaði einfaldlega til að kýla á það,“ sagði hún en í vetur mætti hún til keppni á Íslandsmóti í kraftlyftingum að morgni til en keppti svo með KR í leik í úrslitakeppninni um kvöldið. „Það fór ekki vel saman,“ sagði hún og hló. „Það var alveg skelfilegt. Ég myndi ekki leggja í það aftur. Ég hef reynt að taka þetta saman og það gekk ekki upp. Maður þarf hvíld í sólarhring eftir æfingu í kraftlyftingum enda sást það á spilamennsku minni eftir áramót – ég var þreytt og ekki upp á mitt besta.“ Hún segir að það hafi átt ríkan þátt í ákvörðun sinni hversu langt hún geti náð í kraftlyftingunum. „Ég á enn eitt ár eftir í unglingaflokki og ætla ég að nýta næsta ár til að keppa í þeim flokki, bæði á Heims- og Evrópumeistaramóti,“ sagði hin 22 ára gamla Guðrún Gróa sem ætlar að sleppa heimsmeistaramóti unglinga sem fer fram í Kanada í haust. „Mér fannst það fullsnemmt fyrir mig að keppa á því móti. Ég mun því nota tímann fram að næsta keppnisári til að æfa, styrkja mig og aðlaga mig nýrri íþrótt. Þetta er nefnilega svo ótrúlega mikil breyting,“ segir hún og fagnar því að geta enn keppt í unglingaflokki. „Það er mikill kostur og hefur lengt minn íþróttaferil um mörg ár,“ sagði hún og hló. Hún segir fullar forsendur fyrir því að stefna langt í greininni. „Miðað við mína jafnaldra tel ég að ég geti náð langt á heimsvísu. Ég væri ekki til í að gefa körfuna upp á bátinn ef ég héldi annað.“ Guðrún Gróa segist alltaf hafa verið sterk en að það hafi verið einkaþjálfari hennar, Ingimundur Björgvinsson, sem benti henni á möguleikann á að keppa í kraftlyftingum. „Ég er sterk frá náttúrunnar hendi og hef alltaf verið. Svo benti Ingimundur mér á ýmsar tölur og staðreyndir og þróaðist þetta út frá því.“ Um möguleikann á því að keppa eitt sinn á Ólympíuleikum og þá með systur sinni segir hún að það sé ekki útilokað. „Kraftlyftingar eru eins og er ekki keppnisgrein á Ólympíuleikum vegna þess búnaðar sem notaður er í keppni. Á næsta ári verður hins vegar hætt að nota þennan búnað og gæti því verið að kraftlyftingar fengju aftur inni á Ólympíuleikum árið 2016. Þá er aldrei að vita.“
Innlendar Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sjá meira