Hvernig ætli það sé? Guðmundur Andri Thorsson skrifar 20. júní 2011 07:00 Hvernig ætli að sé að vera köttur? Smjúga um grasið og inn í myrkviðinn, bíða í sínu bæli, hlusta, sleikja sig, blunda… Eða hundur? Öll skilningarvitin þanin til að þjóna þessu eina markmiði: að finna slóðina, verja svæðið, sækja bráðina. Og hvernig ætli það sé eiginlega að vera kýr? Liggja og horfa á heiminn í allri þessari miklu jórtrandi rósemd … Hvernig ætli það sé að vera hestur? Eða fugl og svífa í heiminum? Við vitum það ekki. Við höfum komið okkur upp hugvitsamlegum aðferðum við að kúga dýr, lifa á þeim sníkjulífi, flá þau og drepa þau til nytja og ónytja – og við höfum líka laðað þau að okkur til að hafa við þau samfélag – en við vitum svo sem ekkert um vitund þeirra, líðan, sálarlíf. Ekki í raun og veru. Við höldum stundum að þau séu öll eins og hugsi eins: séu „dýrin“ og úr því að ánamaðkurinn segir heldur fátt þegar við skerum hann í tvennt sé í lagi að pína ketti. Hvernig ætli það sé að láta flá sig? Að hírast í búri? Vera ófrjáls? Til þess að við þyrftum ekki að gera okkur slíkt í hugarlund var það lengi trúarsetning að dýr hefðu ekki sál en væru vélar og enn er nútíma landbúnaður stundaður með þá hugmynd að leiðarljósi. Guð var þá sagður hafa skapað manninn í sinni mynd og afhent honum jörðina til ráðstöfunar, eins og nokkurs konar útskriftargjöf að loknu námi í Paradís. Descartes taldi að dýrin væru sneydd hugsun – en reyndar ekki skynjun – hann var ekki jafn harður og Íslendingar sem tala um „skynlausar skepnur“, þótt ástin á stuðlasetningu hafi þar kannski eins og víðar ráðið för við útmálun heimskulegrar hugsunar. En Descartes leit sem sé á náttúruna – og dýrin – sem vélar og hlutverk mannsins væri að átta sig á þessum vélbúnaði sér til hagnýtingar. Lærisveinar hans hafa um aldir notað hugmyndir hans til að halda á lofti þeirri bábilju að dýr hafi ekkert sársaukaskyn. Þetta er frumstæð réttlæting firrtra manna á óhæfuverkum og hún birtist í ógeðslegum tilraunum á dýrum og andstyggilegum aðbúnaði á troðnum kjúklingabúum og svínabúum víða um heim. Þessi þankagangur býr raunar almennt að baki umgengni mannanna við gjafir Jarðarinnar, í námugreftri og ekki síður stórkarlalegum aðferðum við að beisla vatnsorku án þess að framkvæmdamenn gefi því gaum hvaða áhrif virkjanirnar hafa á fljótin og vatnafarið almennt þar sem virkjað er: þeir sjá engan reyk og kalla þetta því vistvæna orku. Um þetta allt er nú tekist. Þetta er stóra málið. Við verðum að takast á um þetta allt saman. Við verðum að fá að gera það. Samræmd skoðun þjóðlegÝmsar hættur steðja að litlu og einangruðu samfélagi eins og því íslenska. Ein sú versta er skoðanakúgun – tilteknar skoðanir verða að ríkjandi og óumdeildri og óumdeilanlegri sýn og í kjölfarið eru nánast bannaðar andstæðar hugmyndir. Slíkt ástand upplifði fólk á Austurlandi á sínum tíma: fólk sem andvígt var virkjunum mátti þá sæta ýmiss konar ofsóknum. Við verðum að vera vakandi. Við þurfum að standa vörð um réttindi fólks til að láta í ljós skoðanir sínar á opinberum vettvangi með hverjum þeim hætti sem því þykir áhrifamestur hverju sinni. Við teljum þrátt fyrir allt að við lifum hér í opnu samfélagi þar sem hugmyndirnar að takast á. Fólk á hér líka í þrotlausri samræðu um hvaðeina. Við rífumst um yfirstjórn þjóðkirkjunnar, skipulag fiskveiða, stjórn peningamála, lánamál, samgöngur, Icesave, Evrópusambandið, fótbolta, skipulagsmál – allt milli himins og jarðar – nema eitt virðist ekki mega deila um; í einu skal ríkja ein samræmd skoðun þjóðleg: Hvalveiðar. Þetta er ótrúlegt. Hvalafangarar kvarta til Isavia sem rekur Keflavíkurflugvöll yfir auglýsingum hvalafriðara í Leifsstöð um hvalveiðar. Og Isavia bara hlýðir. Biður auglýsendur um að breyta þessum auglýsingum en fjarlægja ella – hvernig þeim skuli breytt er ekki ljóst: kannski á að lýsa yfir stuðningi við hvalveiðar? Sjálfur get ég sagt þetta: Ég lít ekki á það sem frumburðarrétt minn sem Íslendings að veiða hvali. Mig langar hreinlega ekkert til þess. En mig langar stundum að vita hitt: hvernig ætli það sé að vera hvalur? Maður sér þá lyfta sér upp úr sjónum og eru alveg áreiðanlega miklu mikilfenglegri en svo að eiga að veiðast veiðanna vegna. Hvalararnir eru alltaf að segja okkur að það sé íslensk hugsjón að fá að veiða þessi dýr. Ekki til að selja af þeim kjötið, því það vill enginn og ekki út af lýsinu sem selst ekki og ekki til að búa til sápu eins og einu sinni tíðkaðist – nei, eina ástæðan fyrir því að Íslendingar skuli veiða hvali mun vera sú að láta ekki aðrar þjóðir segja sér fyrir verkum. Er til verri ástæða? Hvernig ætli það sé annars að vera maður? Jú, mennirnir hugsa sjálfstætt, álykta, segja hug sinn, ganga uppréttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun
Hvernig ætli að sé að vera köttur? Smjúga um grasið og inn í myrkviðinn, bíða í sínu bæli, hlusta, sleikja sig, blunda… Eða hundur? Öll skilningarvitin þanin til að þjóna þessu eina markmiði: að finna slóðina, verja svæðið, sækja bráðina. Og hvernig ætli það sé eiginlega að vera kýr? Liggja og horfa á heiminn í allri þessari miklu jórtrandi rósemd … Hvernig ætli það sé að vera hestur? Eða fugl og svífa í heiminum? Við vitum það ekki. Við höfum komið okkur upp hugvitsamlegum aðferðum við að kúga dýr, lifa á þeim sníkjulífi, flá þau og drepa þau til nytja og ónytja – og við höfum líka laðað þau að okkur til að hafa við þau samfélag – en við vitum svo sem ekkert um vitund þeirra, líðan, sálarlíf. Ekki í raun og veru. Við höldum stundum að þau séu öll eins og hugsi eins: séu „dýrin“ og úr því að ánamaðkurinn segir heldur fátt þegar við skerum hann í tvennt sé í lagi að pína ketti. Hvernig ætli það sé að láta flá sig? Að hírast í búri? Vera ófrjáls? Til þess að við þyrftum ekki að gera okkur slíkt í hugarlund var það lengi trúarsetning að dýr hefðu ekki sál en væru vélar og enn er nútíma landbúnaður stundaður með þá hugmynd að leiðarljósi. Guð var þá sagður hafa skapað manninn í sinni mynd og afhent honum jörðina til ráðstöfunar, eins og nokkurs konar útskriftargjöf að loknu námi í Paradís. Descartes taldi að dýrin væru sneydd hugsun – en reyndar ekki skynjun – hann var ekki jafn harður og Íslendingar sem tala um „skynlausar skepnur“, þótt ástin á stuðlasetningu hafi þar kannski eins og víðar ráðið för við útmálun heimskulegrar hugsunar. En Descartes leit sem sé á náttúruna – og dýrin – sem vélar og hlutverk mannsins væri að átta sig á þessum vélbúnaði sér til hagnýtingar. Lærisveinar hans hafa um aldir notað hugmyndir hans til að halda á lofti þeirri bábilju að dýr hafi ekkert sársaukaskyn. Þetta er frumstæð réttlæting firrtra manna á óhæfuverkum og hún birtist í ógeðslegum tilraunum á dýrum og andstyggilegum aðbúnaði á troðnum kjúklingabúum og svínabúum víða um heim. Þessi þankagangur býr raunar almennt að baki umgengni mannanna við gjafir Jarðarinnar, í námugreftri og ekki síður stórkarlalegum aðferðum við að beisla vatnsorku án þess að framkvæmdamenn gefi því gaum hvaða áhrif virkjanirnar hafa á fljótin og vatnafarið almennt þar sem virkjað er: þeir sjá engan reyk og kalla þetta því vistvæna orku. Um þetta allt er nú tekist. Þetta er stóra málið. Við verðum að takast á um þetta allt saman. Við verðum að fá að gera það. Samræmd skoðun þjóðlegÝmsar hættur steðja að litlu og einangruðu samfélagi eins og því íslenska. Ein sú versta er skoðanakúgun – tilteknar skoðanir verða að ríkjandi og óumdeildri og óumdeilanlegri sýn og í kjölfarið eru nánast bannaðar andstæðar hugmyndir. Slíkt ástand upplifði fólk á Austurlandi á sínum tíma: fólk sem andvígt var virkjunum mátti þá sæta ýmiss konar ofsóknum. Við verðum að vera vakandi. Við þurfum að standa vörð um réttindi fólks til að láta í ljós skoðanir sínar á opinberum vettvangi með hverjum þeim hætti sem því þykir áhrifamestur hverju sinni. Við teljum þrátt fyrir allt að við lifum hér í opnu samfélagi þar sem hugmyndirnar að takast á. Fólk á hér líka í þrotlausri samræðu um hvaðeina. Við rífumst um yfirstjórn þjóðkirkjunnar, skipulag fiskveiða, stjórn peningamála, lánamál, samgöngur, Icesave, Evrópusambandið, fótbolta, skipulagsmál – allt milli himins og jarðar – nema eitt virðist ekki mega deila um; í einu skal ríkja ein samræmd skoðun þjóðleg: Hvalveiðar. Þetta er ótrúlegt. Hvalafangarar kvarta til Isavia sem rekur Keflavíkurflugvöll yfir auglýsingum hvalafriðara í Leifsstöð um hvalveiðar. Og Isavia bara hlýðir. Biður auglýsendur um að breyta þessum auglýsingum en fjarlægja ella – hvernig þeim skuli breytt er ekki ljóst: kannski á að lýsa yfir stuðningi við hvalveiðar? Sjálfur get ég sagt þetta: Ég lít ekki á það sem frumburðarrétt minn sem Íslendings að veiða hvali. Mig langar hreinlega ekkert til þess. En mig langar stundum að vita hitt: hvernig ætli það sé að vera hvalur? Maður sér þá lyfta sér upp úr sjónum og eru alveg áreiðanlega miklu mikilfenglegri en svo að eiga að veiðast veiðanna vegna. Hvalararnir eru alltaf að segja okkur að það sé íslensk hugsjón að fá að veiða þessi dýr. Ekki til að selja af þeim kjötið, því það vill enginn og ekki út af lýsinu sem selst ekki og ekki til að búa til sápu eins og einu sinni tíðkaðist – nei, eina ástæðan fyrir því að Íslendingar skuli veiða hvali mun vera sú að láta ekki aðrar þjóðir segja sér fyrir verkum. Er til verri ástæða? Hvernig ætli það sé annars að vera maður? Jú, mennirnir hugsa sjálfstætt, álykta, segja hug sinn, ganga uppréttir.