Pistillinn: Fórnir eða forréttindi? Helga Margrét Þorsteinsdóttir skrifar 4. júní 2011 07:00 Helga Margrét á blaðamannafundi. Ég er oft spurð að því hvort ég þurfi ekki að fórna miklu fyrir íþróttirnar. Þá er oftast verið að vísa í þá staðreynd að líf mitt er töluvert frábrugðið lífi flestra jafnaldra minna. Ég drekk ekki, fer sjaldan út á lífið, ég borða ekki óhollan mat og það er ekki hlaupið að því fyrir mig að skreppa út á kvöldin að hitta vini mína þegar það er morgunæfing daginn eftir og ég þarf að fara snemma að sofa. Þrátt fyrir það svara ég þessari spurningu alltaf neitandi. Í mínum huga eru það gífurlega mikil forréttindi að fá tækifæri til þess að elta og upplifa drauminn minn og fást við það sem ég hef yndi af á hverjum einasta degi. Það er ég sjálf sem vel að haga lífi mínu á þann hátt sem ég geri og ýmislegt sem aðrir myndu álíta mikla fórn er einfaldlega hluti af mínum draumi. Nú er komið að því að ég flytji af landi brott. Ég flyt burt frá fjölskyldunni og bestu vinum mínum. Ég kem til með að sakna margs frá Íslandi og vissulega er eftirsjáin til staðar, enda væri sorglegt ef svo væri ekki. En það er eins með íþróttirnar og margt annað í lífinu, við fáum ekki endalaust af tækifærum. Við verðum að stökkva á þau tækifæri sem okkur bjóðast. Það er oft auðveldast að láta tækifærin renna sér úr greipum. Það getur verið mjög erfitt að þora að taka ákvarðanir sem breyta lífi manns. Þá er það oftast hræðslan við að mistakast sem hindrar okkur í því að taka slaginn, leggja út öll spilin. Íþróttir eru nefnilega í eðli sínu ekki frábrugðnar fjárhættuspili. Við höfum aldrei tryggingu fyrir því að eitthvað muni heppnast. Það eina sem við getum gert er að fylgja eigin sannfæringu og grípa tækifærin sem okkur bjóðast. Þá þurfum við vonandi aldrei að líta til baka og hugsa: „Hvað ef…?" Innlendar Pistillinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Í beinni: KR - Tindastóll | Heimakonur reyna að hefna fyrir ófarir helgarinnar Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Sjá meira
Ég er oft spurð að því hvort ég þurfi ekki að fórna miklu fyrir íþróttirnar. Þá er oftast verið að vísa í þá staðreynd að líf mitt er töluvert frábrugðið lífi flestra jafnaldra minna. Ég drekk ekki, fer sjaldan út á lífið, ég borða ekki óhollan mat og það er ekki hlaupið að því fyrir mig að skreppa út á kvöldin að hitta vini mína þegar það er morgunæfing daginn eftir og ég þarf að fara snemma að sofa. Þrátt fyrir það svara ég þessari spurningu alltaf neitandi. Í mínum huga eru það gífurlega mikil forréttindi að fá tækifæri til þess að elta og upplifa drauminn minn og fást við það sem ég hef yndi af á hverjum einasta degi. Það er ég sjálf sem vel að haga lífi mínu á þann hátt sem ég geri og ýmislegt sem aðrir myndu álíta mikla fórn er einfaldlega hluti af mínum draumi. Nú er komið að því að ég flytji af landi brott. Ég flyt burt frá fjölskyldunni og bestu vinum mínum. Ég kem til með að sakna margs frá Íslandi og vissulega er eftirsjáin til staðar, enda væri sorglegt ef svo væri ekki. En það er eins með íþróttirnar og margt annað í lífinu, við fáum ekki endalaust af tækifærum. Við verðum að stökkva á þau tækifæri sem okkur bjóðast. Það er oft auðveldast að láta tækifærin renna sér úr greipum. Það getur verið mjög erfitt að þora að taka ákvarðanir sem breyta lífi manns. Þá er það oftast hræðslan við að mistakast sem hindrar okkur í því að taka slaginn, leggja út öll spilin. Íþróttir eru nefnilega í eðli sínu ekki frábrugðnar fjárhættuspili. Við höfum aldrei tryggingu fyrir því að eitthvað muni heppnast. Það eina sem við getum gert er að fylgja eigin sannfæringu og grípa tækifærin sem okkur bjóðast. Þá þurfum við vonandi aldrei að líta til baka og hugsa: „Hvað ef…?"
Innlendar Pistillinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Í beinni: KR - Tindastóll | Heimakonur reyna að hefna fyrir ófarir helgarinnar Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Bærinn í Sviss þar sem barinn brann hýsir Ólympíuleikana Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Sjá meira