66° í New York: Allsherjar landkynning 28. janúar 2011 18:00 Eins og sjá má af myndunum heppnaðist sýningin prýðilega. „Viðtökurnar fóru fram úr björtustu vonum, við erum enn í skýjunum yfir þessu öllu saman," segir Helga Viðarsdóttir, markaðsstjóri 66°Norður. Fyrirtækið efndi á dögunum til tískusýningar í New York þar sem haust- og vetrarlína fyrirtækisins árið 2011 var sýnd. Fullt var út úr dyrum meðan á tískusýningunni stóð og varð að vísa mörgum frá. Þetta er í fyrsta sinn sem 66°Norður stendur fyrir tískusýningu af þessu tagi utan landsteinanna.„Við tjölduðum þarna öllu til, sýndum línuna eins og hún leggur sig, allt frá kuldaúlpum niður í ullarklæðnað," segir Helga og bendir á að undanfarið hafi verið birtast jákvæðar umsagnir um fatalínuna í fjölmiðlum og á tískubloggsíðum ytra. „Einn tók svo skemmtilega til orða að nú væri loks hægt að taka á móti vetrinum vel búinn og flottur til fara, í hátískufatnaði frá 66°Norður," segir Helga. Fjöldi blaðamanna lét sjá sig á sýningunni, þar á meðal frá The Huffington Post og tímaritinu W, sem og stjörnur á borð við Josh Strickland úr raunveruleikaþættinum Holly's World, og stórir endursöluaðilar.Fleira íslenskt var þó á sýningunni en klæðnaður. Boðið var upp á drykki frá Reyka Vodka og mat frá Lava, veitingastað Bláa lónsins og íslenska tónlist. „Þetta var ekki aðeins verið tískusýning heldur allsherjar landkynning," bendir Helga á og segir stefnt að því að endurtaka leikinn að ári. roald@frettabladid.is Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
„Viðtökurnar fóru fram úr björtustu vonum, við erum enn í skýjunum yfir þessu öllu saman," segir Helga Viðarsdóttir, markaðsstjóri 66°Norður. Fyrirtækið efndi á dögunum til tískusýningar í New York þar sem haust- og vetrarlína fyrirtækisins árið 2011 var sýnd. Fullt var út úr dyrum meðan á tískusýningunni stóð og varð að vísa mörgum frá. Þetta er í fyrsta sinn sem 66°Norður stendur fyrir tískusýningu af þessu tagi utan landsteinanna.„Við tjölduðum þarna öllu til, sýndum línuna eins og hún leggur sig, allt frá kuldaúlpum niður í ullarklæðnað," segir Helga og bendir á að undanfarið hafi verið birtast jákvæðar umsagnir um fatalínuna í fjölmiðlum og á tískubloggsíðum ytra. „Einn tók svo skemmtilega til orða að nú væri loks hægt að taka á móti vetrinum vel búinn og flottur til fara, í hátískufatnaði frá 66°Norður," segir Helga. Fjöldi blaðamanna lét sjá sig á sýningunni, þar á meðal frá The Huffington Post og tímaritinu W, sem og stjörnur á borð við Josh Strickland úr raunveruleikaþættinum Holly's World, og stórir endursöluaðilar.Fleira íslenskt var þó á sýningunni en klæðnaður. Boðið var upp á drykki frá Reyka Vodka og mat frá Lava, veitingastað Bláa lónsins og íslenska tónlist. „Þetta var ekki aðeins verið tískusýning heldur allsherjar landkynning," bendir Helga á og segir stefnt að því að endurtaka leikinn að ári. roald@frettabladid.is
Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira