Mannhelgisgæslan Guðmundur Andri Thorsson skrifar 30. maí 2011 06:00 Auðlindir samfélagsins er ýmsar: fiskurinn sem sumir telja sig eiga óveiddan; orkan sem við lærum vonandi einhvern tímann að hagnýta okkur á sjálfbæran og arðbæran og frábæran hátt; tign fjallanna svo óumræðileg; öll þekkingin; listin sem gefur okkur ný augu þegar hún tekst og getur verið svo spaugileg og skemmtileg þegar hún tekst ekki; hjálpsemin og náungakærleikurinn; hugvitið, verksvitið, mannvitið – og – síðast en ekki síst – rétturinn til að láta skoðanir sínar í ljós, hversu andstæðar sem þær kunna að vera þeim sem með völdin fara hverju sinni. Þetta er dýrmæt auðlind: Hið almenna samkomulag sem ríkir í samfélaginu um að sannleikurinn sé ekki einn heldur margur, ekki einvíður heldur margræður, ekki í eigu neins heldur sérstakur. Og að hver og einn megi stíga fram nokkurn veginn óáreittur og bera sínum sannleika vitni. Það eru mannréttindi. Það er annars fallegt orð mannréttindi, svolítið þungt og ábúðarmikið. Í orðinu felst sú hugsun líka að við eigum að fá að standa upprétt sem menn en ganga ekki álút eða skríða á vegferð okkar. Það kemur fyrst fyrir árið 1848 í Norðurfara, tímariti sem Gísli Brynjúlfsson gaf út og er þar tengt öðru fallegu orði: mannhelgi. Gísli Brynjúlfsson þótti sérvitur og naumast með öllum mjalla því að hann orti opinskátt um tilfinningar sínar og var ósammála sjálfum Jóni Sigurðssyni í þjóðfrelsismálunum. Hann bar óhræddur sínum sannleika vitni. Skál fyrir frelsinuAmnesty International eru samtök fólks sem finnst því koma við hvernig aðrir menn eru leiknir; það skynjar að það sem gert er einum manni er um leið gert öllu mannkyninu – það finnur til með öðru fólki eins og okkur er af einhverjum ástæðum flestöllum eiginlegt að gera, séum við nokkurn veginn heilbrigð. Þessari mannhelgisgæslu var komið á fót fyrir fimmtíu árum – samtökin urðu fimmtug nú um helgina. Þau urðu til árið 1961 þegar enski lögfræðingurinn Peter Benenson hafði veður af því að tveir portúgalskir stúdentar voru fangelsaðir fyrir að skála fyrir frelsinu – þá ríkti enn í Portúgal einræðisstjórn fasista – raunverulegra fasista. Peter Benenson skrifaði grein í blaðið Observer sem bar heitið „Fangarnir gleymdu" og hratt í kjölfarið af stað alþjóðlegri herferð undir heitinu „Appeal for Amnesty 1961" eða „Ákall um sakaruppgjöf". Sama ár voru síðan formleg samtök stofnuð með þetta markmið og nú er á þriðju milljón manna um heim allan félagar. Æ síðan hafa samtökin notað ákveðið vinnulag við að rétta hjálparhönd samviskuföngum víða um heim, sem hnepptir hafa verið í varðhald vegna skoðana sinna. Aðferðin er einföld, snjöll og áhrifamikil: að skrifa bréf. Að sem flestir skrifi bréf. Að yfir einræðisherrana rigni bréfum sem öll gegna sama hlutverki: Við látum vita af okkur; látum vita að við vitum. Segjum: Við sjáum til þín. Ljós heimsinsEinræðisherrum er illa við ljósið. Þeir þola ekki að láta ljós heimsins skína á sig. Veldi þeirra byggir ekki síst á vandlegum umsnúningi sannleikans og allra gilda; þeir láta sem þeir séu sérstakir varðmenn lýðræðis og hvers kyns réttinda sem séu raunar svo þróuð að ekki verði lengra komist og því séu nú allir á einu máli ágæti þeirra; önnur sjónarmið séu geðbilun og glæpsamleg. Einræðiskerfi 20. aldarinnar, hvort sem þau kenndu sig við kommúnisma eða fasisma eða trúræði af einhverjum toga, áttu það ævinlega sammerkt að vera reist á einhverri einni fremur einfaldri höfuðlygi sem svo gegnsýrði allt þjóðfélagið og allir urðu að taka þátt í svo að öll samskipti og tengsl manna byggðust á stórkostlegum óheilindum: Ég veit að þetta er þvæla sem þú ert að segja og þú veist það að ég veit það – en við skulum samt halda þvælunni áfram því að annars er hægt að fangelsa okkur. Slíkar spilaborgir sem reistar eru á lygum eru merkilega rammgerðar – vegna þess að þrátt fyrir allt geta mennirnir aðlagast ótrúlegustu kringumstæðum og gengist fáránlegustu orðræðu á hönd – og veikbyggðar, því eins og dæmin sanna um þessar mundir í arabalöndunum þarf fólk ekki nema að safnast saman úti á götum og krefjast réttar síns til að allt riði til falls. Stundum þarf ekki annað en að láta ljósið skína inn í skúmaskotin. Amnesty International hefur eitt vopn og aðeins eitt og beitir því kænlega: Kertið, ljós heimsins: upplýsingar. Reglulega senda samtökin frá sér skýrslur um ástand mannréttindamála í einstökum löndum sem byggðar eru á nákvæmri og vandaðri upplýsingaöflun og þessar skýrslur eru þá jafnframt ljóskastari sem beinist að viðkomandi ríkjum: því að ævinlega eru einhverjir sem reiðubúnir eru til að bera sannleika sínum vitni þrátt fyrir allt. Til hamingju með afmælið, fimmtugi ljósberi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Auðlindir samfélagsins er ýmsar: fiskurinn sem sumir telja sig eiga óveiddan; orkan sem við lærum vonandi einhvern tímann að hagnýta okkur á sjálfbæran og arðbæran og frábæran hátt; tign fjallanna svo óumræðileg; öll þekkingin; listin sem gefur okkur ný augu þegar hún tekst og getur verið svo spaugileg og skemmtileg þegar hún tekst ekki; hjálpsemin og náungakærleikurinn; hugvitið, verksvitið, mannvitið – og – síðast en ekki síst – rétturinn til að láta skoðanir sínar í ljós, hversu andstæðar sem þær kunna að vera þeim sem með völdin fara hverju sinni. Þetta er dýrmæt auðlind: Hið almenna samkomulag sem ríkir í samfélaginu um að sannleikurinn sé ekki einn heldur margur, ekki einvíður heldur margræður, ekki í eigu neins heldur sérstakur. Og að hver og einn megi stíga fram nokkurn veginn óáreittur og bera sínum sannleika vitni. Það eru mannréttindi. Það er annars fallegt orð mannréttindi, svolítið þungt og ábúðarmikið. Í orðinu felst sú hugsun líka að við eigum að fá að standa upprétt sem menn en ganga ekki álút eða skríða á vegferð okkar. Það kemur fyrst fyrir árið 1848 í Norðurfara, tímariti sem Gísli Brynjúlfsson gaf út og er þar tengt öðru fallegu orði: mannhelgi. Gísli Brynjúlfsson þótti sérvitur og naumast með öllum mjalla því að hann orti opinskátt um tilfinningar sínar og var ósammála sjálfum Jóni Sigurðssyni í þjóðfrelsismálunum. Hann bar óhræddur sínum sannleika vitni. Skál fyrir frelsinuAmnesty International eru samtök fólks sem finnst því koma við hvernig aðrir menn eru leiknir; það skynjar að það sem gert er einum manni er um leið gert öllu mannkyninu – það finnur til með öðru fólki eins og okkur er af einhverjum ástæðum flestöllum eiginlegt að gera, séum við nokkurn veginn heilbrigð. Þessari mannhelgisgæslu var komið á fót fyrir fimmtíu árum – samtökin urðu fimmtug nú um helgina. Þau urðu til árið 1961 þegar enski lögfræðingurinn Peter Benenson hafði veður af því að tveir portúgalskir stúdentar voru fangelsaðir fyrir að skála fyrir frelsinu – þá ríkti enn í Portúgal einræðisstjórn fasista – raunverulegra fasista. Peter Benenson skrifaði grein í blaðið Observer sem bar heitið „Fangarnir gleymdu" og hratt í kjölfarið af stað alþjóðlegri herferð undir heitinu „Appeal for Amnesty 1961" eða „Ákall um sakaruppgjöf". Sama ár voru síðan formleg samtök stofnuð með þetta markmið og nú er á þriðju milljón manna um heim allan félagar. Æ síðan hafa samtökin notað ákveðið vinnulag við að rétta hjálparhönd samviskuföngum víða um heim, sem hnepptir hafa verið í varðhald vegna skoðana sinna. Aðferðin er einföld, snjöll og áhrifamikil: að skrifa bréf. Að sem flestir skrifi bréf. Að yfir einræðisherrana rigni bréfum sem öll gegna sama hlutverki: Við látum vita af okkur; látum vita að við vitum. Segjum: Við sjáum til þín. Ljós heimsinsEinræðisherrum er illa við ljósið. Þeir þola ekki að láta ljós heimsins skína á sig. Veldi þeirra byggir ekki síst á vandlegum umsnúningi sannleikans og allra gilda; þeir láta sem þeir séu sérstakir varðmenn lýðræðis og hvers kyns réttinda sem séu raunar svo þróuð að ekki verði lengra komist og því séu nú allir á einu máli ágæti þeirra; önnur sjónarmið séu geðbilun og glæpsamleg. Einræðiskerfi 20. aldarinnar, hvort sem þau kenndu sig við kommúnisma eða fasisma eða trúræði af einhverjum toga, áttu það ævinlega sammerkt að vera reist á einhverri einni fremur einfaldri höfuðlygi sem svo gegnsýrði allt þjóðfélagið og allir urðu að taka þátt í svo að öll samskipti og tengsl manna byggðust á stórkostlegum óheilindum: Ég veit að þetta er þvæla sem þú ert að segja og þú veist það að ég veit það – en við skulum samt halda þvælunni áfram því að annars er hægt að fangelsa okkur. Slíkar spilaborgir sem reistar eru á lygum eru merkilega rammgerðar – vegna þess að þrátt fyrir allt geta mennirnir aðlagast ótrúlegustu kringumstæðum og gengist fáránlegustu orðræðu á hönd – og veikbyggðar, því eins og dæmin sanna um þessar mundir í arabalöndunum þarf fólk ekki nema að safnast saman úti á götum og krefjast réttar síns til að allt riði til falls. Stundum þarf ekki annað en að láta ljósið skína inn í skúmaskotin. Amnesty International hefur eitt vopn og aðeins eitt og beitir því kænlega: Kertið, ljós heimsins: upplýsingar. Reglulega senda samtökin frá sér skýrslur um ástand mannréttindamála í einstökum löndum sem byggðar eru á nákvæmri og vandaðri upplýsingaöflun og þessar skýrslur eru þá jafnframt ljóskastari sem beinist að viðkomandi ríkjum: því að ævinlega eru einhverjir sem reiðubúnir eru til að bera sannleika sínum vitni þrátt fyrir allt. Til hamingju með afmælið, fimmtugi ljósberi.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun