Pistillinn: Ekkert stress, þetta er bara boltaleikur Hlynur Bæringsson skrifar 19. maí 2011 06:00 Hlynur Bæringsson og Jakob Örn Sigurðarson. Mynd/Valli Ég hef mikið keppnisskap og sigurvilja. Stundum svo mikið að það mætti halda að það eina sem skipti máli í heiminum væri hvort ég og mitt lið ynnum næsta leik eða titil. Ég finn fyrir pressu að standa mig og vinna. Ef það tekst ekki er allt ómögulegt. Baráttan er svo mikilvæg að hún verður að vinnast. En stundum kynnist maður fólki sem setur hlutina í samhengi og kennir manni hvað alvöru barátta er. Við í Sundsvall Dragons fengum heimsókn nýverið frá ungri hetju sem heldur mikið upp á okkur. Við vorum að berjast við Norrköping í úrslitum, það var erfiður andstæðingur en hans barátta er við hvítblæði. Hann hefur verið mest á sjúkrahúsum undanfarin ár, verið alveg frá skóla og lítið kynnst jafnöldrum sínum í venjulegu, áhyggjulausu og saklausu umhverfi barna sem okkur þykir sjálfsagður hluti af lífinu. Á sama tíma hef ég mestar áhyggjur af því að standa mig í körfubolta, sem er bara leikur þegar öllu er á botninn hvolft. Við erum hetjurnar hans, það er ekki rökrétt. Okkar barátta er ekki upp á líf og dauða, það er enginn sérstaklega snortinn af okkar sögu, hvort okkur takist að vinna eða ekki. Lífið mun halda áfram, hvernig sem fer. Bara leikur. Hann er sannkölluð hetja. Hann og faðir hans skrifuðu okkur bréf eftir að þeir heimsóttu okkur eftir einn leikinn. Ég ætla að deila hluta af því.„Nýverið buðuð þið son minn velkominn í búningsklefann eftir sigur ykkar gegn Norrköping, þið leyfðuð honum að taka þátt í ykkar gleði, það gaf honum orku. Orku sem hann mun nota til að berjast við veikindin sem hrjá hann, orku sem mun hjálpa honum að hafa betur í þeirri baráttu. Flestir hafa val í lífinu, val um að taka áskorunum eða forðast þær, vera öruggir. Sonur minn hafði ekki þetta val, hann varð að taka slaginn. Það var spurning um líf eða dauða. Fyrir ykkur er þetta ekki spurning um líf eða dauða heldur um stolt, sigurvilja og viðurkenningu. Um að standa ykkur vel í frábæru starfi sem margir vildu hafa. Þetta er tækifæri til að sigrast á áskorun." Frábær skilaboð frá þessum unga dreng, og ég lít á þetta sem hvatningu til að njóta augnabliksins. Ég mun reyna allt sem ég get til að vinna, ekki vegna þess að ég verð að vinna, heldur vegna þess að mig langar að sigra, það er tilfinning sem ég sækist eftir. Ekkert stress, þetta er bara boltaleikur. Íslenski körfuboltinn Körfubolti Pistillinn Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Sjá meira
Ég hef mikið keppnisskap og sigurvilja. Stundum svo mikið að það mætti halda að það eina sem skipti máli í heiminum væri hvort ég og mitt lið ynnum næsta leik eða titil. Ég finn fyrir pressu að standa mig og vinna. Ef það tekst ekki er allt ómögulegt. Baráttan er svo mikilvæg að hún verður að vinnast. En stundum kynnist maður fólki sem setur hlutina í samhengi og kennir manni hvað alvöru barátta er. Við í Sundsvall Dragons fengum heimsókn nýverið frá ungri hetju sem heldur mikið upp á okkur. Við vorum að berjast við Norrköping í úrslitum, það var erfiður andstæðingur en hans barátta er við hvítblæði. Hann hefur verið mest á sjúkrahúsum undanfarin ár, verið alveg frá skóla og lítið kynnst jafnöldrum sínum í venjulegu, áhyggjulausu og saklausu umhverfi barna sem okkur þykir sjálfsagður hluti af lífinu. Á sama tíma hef ég mestar áhyggjur af því að standa mig í körfubolta, sem er bara leikur þegar öllu er á botninn hvolft. Við erum hetjurnar hans, það er ekki rökrétt. Okkar barátta er ekki upp á líf og dauða, það er enginn sérstaklega snortinn af okkar sögu, hvort okkur takist að vinna eða ekki. Lífið mun halda áfram, hvernig sem fer. Bara leikur. Hann er sannkölluð hetja. Hann og faðir hans skrifuðu okkur bréf eftir að þeir heimsóttu okkur eftir einn leikinn. Ég ætla að deila hluta af því.„Nýverið buðuð þið son minn velkominn í búningsklefann eftir sigur ykkar gegn Norrköping, þið leyfðuð honum að taka þátt í ykkar gleði, það gaf honum orku. Orku sem hann mun nota til að berjast við veikindin sem hrjá hann, orku sem mun hjálpa honum að hafa betur í þeirri baráttu. Flestir hafa val í lífinu, val um að taka áskorunum eða forðast þær, vera öruggir. Sonur minn hafði ekki þetta val, hann varð að taka slaginn. Það var spurning um líf eða dauða. Fyrir ykkur er þetta ekki spurning um líf eða dauða heldur um stolt, sigurvilja og viðurkenningu. Um að standa ykkur vel í frábæru starfi sem margir vildu hafa. Þetta er tækifæri til að sigrast á áskorun." Frábær skilaboð frá þessum unga dreng, og ég lít á þetta sem hvatningu til að njóta augnabliksins. Ég mun reyna allt sem ég get til að vinna, ekki vegna þess að ég verð að vinna, heldur vegna þess að mig langar að sigra, það er tilfinning sem ég sækist eftir. Ekkert stress, þetta er bara boltaleikur.
Íslenski körfuboltinn Körfubolti Pistillinn Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Dagskráin í dag: Heimir gegn Ronaldo, stórleikur og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Sjá meira