Hafna kröfu landeiganda á Vatnsenda 19. maí 2011 07:00 Kópavogsbær áformaði mikla uppbyggingu við Vatnsenda og tók 864 hektara lands eignarnámi vegna hennar. Lítið hefur hins vegar orðið af uppbyggingu á svæðinu eftir bankahrunið haustið 2008.Fréttablaðið/Valli Kópavogsbær hafnar alfarið kröfu landeiganda á Vatnsenda, sem vill um 6,9 milljarða króna í bætur vegna eignarnáms. Lögmaður bæjarins segir algeran forsendubrest hafa orðið í málinu. Þorsteinn Hjaltested, landeigandi á Vatnsenda, hefur stefnt Kópavogsbæ eftir áralangar samningaviðræður sem hann telur engu hafa skilað. Stefnan verður þingfest næstkomandi miðvikudag. Kópavogsbær gerði árið 2006 eignarnám á 864 hektörum lands við Vatnsenda. Landið var í eigu Þorsteins. Í kjölfarið var samið um bætur vegna eignarnámsins. Matsnefnd eignarnámsbóta komst að þeirri niðurstöðu árið 2007 að verðmæti sáttargerðarinnar væri á bilinu 6,5 til 8 milljarðar króna. Þorsteinn fékk 2.250 milljóna króna bætur greiddar frá bænum. Auk þess hélt hann eftir 35 hektara lóð og samþykkti bærinn að skipuleggja þar íbúðabyggð. Þá átti Þorsteinn að fá nálægt tíunda hluta af íbúðum og atvinnuhúsnæði sem úthluta átti á svæðinu. Ekkert hefur hins vegar orðið af framkvæmdum á þessu svæði. Samkvæmt upplýsingum frá Sigurbirni Þorbergssyni, lögmanni Þorsteins, hefur Kópavogsbær ekki sýnt fram á að bærinn geti eða vilji efna skuldbindingar sínar aðrar en þá greiðslu sem þegar hafi verið innt af hendi. Þorsteinn telur að þar sem bærinn hafi ekki staðið við áform um uppbyggingu beri honum að efna samninginn með því að borga fyrir landið. Þorsteinn krefst nú ríflega 6,9 milljarða króna í bætur, auk dráttarvaxta frá árinu 2007.„Þarna hefur orðið allsherjar forsendubrestur,“ segir Karl Axelsson, lögmaður Kópavogsbæjar í málinu. Hann bendir á að ekkert hafi orðið af skipulagi byggðar á umræddu landsvæði af tveimur orsökum. Annars vegar hafi eftirspurn eftir lóðum hrunið í kjölfar bankahrunsins árið 2008. Hins vegar segir Karl að hluti landsins sé á vatnsverndarsvæði og ekki hafi tekist að fá þeirri vernd aflétt. Það eigi við um það svæði sem Þorsteinn hafi haldið eftir. Þorsteinn hafi vitað af þeirri áhættu þegar samningurinn hafi verið undirritaður. Hann hafi ákveðið að taka þá áhættu, og eigi því sjálfur að sitja uppi með tjón vegna þess.Karl segir að samningaviðræður hafi verið í gangi vegna málsins árum saman, og þeim verði eflaust haldið áfram þó að Kópavogsbæ verði stefnt fyrir dómstóla vegna þess. brjann@frettabladid.is Deilur um Vatnsendaland Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Kópavogsbær hafnar alfarið kröfu landeiganda á Vatnsenda, sem vill um 6,9 milljarða króna í bætur vegna eignarnáms. Lögmaður bæjarins segir algeran forsendubrest hafa orðið í málinu. Þorsteinn Hjaltested, landeigandi á Vatnsenda, hefur stefnt Kópavogsbæ eftir áralangar samningaviðræður sem hann telur engu hafa skilað. Stefnan verður þingfest næstkomandi miðvikudag. Kópavogsbær gerði árið 2006 eignarnám á 864 hektörum lands við Vatnsenda. Landið var í eigu Þorsteins. Í kjölfarið var samið um bætur vegna eignarnámsins. Matsnefnd eignarnámsbóta komst að þeirri niðurstöðu árið 2007 að verðmæti sáttargerðarinnar væri á bilinu 6,5 til 8 milljarðar króna. Þorsteinn fékk 2.250 milljóna króna bætur greiddar frá bænum. Auk þess hélt hann eftir 35 hektara lóð og samþykkti bærinn að skipuleggja þar íbúðabyggð. Þá átti Þorsteinn að fá nálægt tíunda hluta af íbúðum og atvinnuhúsnæði sem úthluta átti á svæðinu. Ekkert hefur hins vegar orðið af framkvæmdum á þessu svæði. Samkvæmt upplýsingum frá Sigurbirni Þorbergssyni, lögmanni Þorsteins, hefur Kópavogsbær ekki sýnt fram á að bærinn geti eða vilji efna skuldbindingar sínar aðrar en þá greiðslu sem þegar hafi verið innt af hendi. Þorsteinn telur að þar sem bærinn hafi ekki staðið við áform um uppbyggingu beri honum að efna samninginn með því að borga fyrir landið. Þorsteinn krefst nú ríflega 6,9 milljarða króna í bætur, auk dráttarvaxta frá árinu 2007.„Þarna hefur orðið allsherjar forsendubrestur,“ segir Karl Axelsson, lögmaður Kópavogsbæjar í málinu. Hann bendir á að ekkert hafi orðið af skipulagi byggðar á umræddu landsvæði af tveimur orsökum. Annars vegar hafi eftirspurn eftir lóðum hrunið í kjölfar bankahrunsins árið 2008. Hins vegar segir Karl að hluti landsins sé á vatnsverndarsvæði og ekki hafi tekist að fá þeirri vernd aflétt. Það eigi við um það svæði sem Þorsteinn hafi haldið eftir. Þorsteinn hafi vitað af þeirri áhættu þegar samningurinn hafi verið undirritaður. Hann hafi ákveðið að taka þá áhættu, og eigi því sjálfur að sitja uppi með tjón vegna þess.Karl segir að samningaviðræður hafi verið í gangi vegna málsins árum saman, og þeim verði eflaust haldið áfram þó að Kópavogsbæ verði stefnt fyrir dómstóla vegna þess. brjann@frettabladid.is
Deilur um Vatnsendaland Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira