Getum hætt í Schengen-samstarfinu 14. maí 2011 03:00 Ögmundur Jónasson Ráðherra segist ánægður með áform innanríkisráðherra ESB um framtíð Schengen-samstarfsins og vill að þjóðríkin geti haft frjálsari hendur til að sinna landamæraeftirliti gagnvart glæpagengjum og dæmdum mönnum.Fréttablaðið/stefán „Íslendingar geta náttúrlega sagt sig úr Schengen,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. Hann svarar þannig spurningu blaðsins um hvaða úrræði íslensk stjórnvöld hafi til að hafa áhrif á þær ákvarðanir sem innanríkisráðherrar Evrópusambandsþjóðanna eru að taka þessa dagana um framtíð Schengen-samstarfsins. Ögmundur sat ekki fund ráðherranna á fimmtudag. Hann tekur fram að ekki sé víst að úrsögn úr Schengen sé eina leið Íslendinga til að hafa áhrif á gang mála, né leggur hann til að sú leið verði farin að óathuguðu máli. Hann minnir á andstöðu sína við þátttöku Íslands í Schengen-samstarfinu á sínum tíma en er ánægður með hugmyndir innanríkisráðherranna um að aðildarríki Schengen fái rýmri heimildir til að sinna landamæraeftirliti. „Það sem mér sýnist menn vera að gera núna er að opna á þá hugsun að nýta kostina sem fylgja Schengen, sem felast í samvinnu lögreglu- og dómsyfirvalda í baráttu gegn glæpagengjum. Það eru ótvíræðir kostir. Hitt er ókostur að geta ekki fylgt eftir ákvörðunum sem teknar eru í einstökum ríkjum með virku eftirliti. Þessi mál virðast vera að komast í endurmat og það tel ég mjög gott,“ segir hann. Almennt segir Ögmundur að aukinn þrýstingur hafi verið á endurskoðun Schengen-samstarfsins á Íslandi og þingmenn hafi meðal annars viljað gera úttekt á kostum og göllum þess. Þar hafi verið viðraðar áhyggjur af því að innlend yfirvöld hafi ekki nægilegt svigrúm til að sinna gæslunni. „Þessar áhyggjur eru ekki bundnar við Ísland og þessi ákvörðun innanríkisráðherra Evrópusambandsins endurspeglar það. Ég tel hana vera mjög til góðs,“ segir Ögmundur. Hann telur að Ísland geti tekið undir með fundinum. klemens@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
„Íslendingar geta náttúrlega sagt sig úr Schengen,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. Hann svarar þannig spurningu blaðsins um hvaða úrræði íslensk stjórnvöld hafi til að hafa áhrif á þær ákvarðanir sem innanríkisráðherrar Evrópusambandsþjóðanna eru að taka þessa dagana um framtíð Schengen-samstarfsins. Ögmundur sat ekki fund ráðherranna á fimmtudag. Hann tekur fram að ekki sé víst að úrsögn úr Schengen sé eina leið Íslendinga til að hafa áhrif á gang mála, né leggur hann til að sú leið verði farin að óathuguðu máli. Hann minnir á andstöðu sína við þátttöku Íslands í Schengen-samstarfinu á sínum tíma en er ánægður með hugmyndir innanríkisráðherranna um að aðildarríki Schengen fái rýmri heimildir til að sinna landamæraeftirliti. „Það sem mér sýnist menn vera að gera núna er að opna á þá hugsun að nýta kostina sem fylgja Schengen, sem felast í samvinnu lögreglu- og dómsyfirvalda í baráttu gegn glæpagengjum. Það eru ótvíræðir kostir. Hitt er ókostur að geta ekki fylgt eftir ákvörðunum sem teknar eru í einstökum ríkjum með virku eftirliti. Þessi mál virðast vera að komast í endurmat og það tel ég mjög gott,“ segir hann. Almennt segir Ögmundur að aukinn þrýstingur hafi verið á endurskoðun Schengen-samstarfsins á Íslandi og þingmenn hafi meðal annars viljað gera úttekt á kostum og göllum þess. Þar hafi verið viðraðar áhyggjur af því að innlend yfirvöld hafi ekki nægilegt svigrúm til að sinna gæslunni. „Þessar áhyggjur eru ekki bundnar við Ísland og þessi ákvörðun innanríkisráðherra Evrópusambandsins endurspeglar það. Ég tel hana vera mjög til góðs,“ segir Ögmundur. Hann telur að Ísland geti tekið undir með fundinum. klemens@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira