Minna umburðarlyndi gegn ofbeldi 12. maí 2011 06:30 Ofbeldi Áttatíu kærur vegna kynferðisbrota hafa borist kynferðisbrotadeild lögreglunnar á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs. myndin er sviðsett Minna umburðarlyndi gagnvart kynferðisbrotum ríkir nú hér á landi en áður og jafnframt minni skömm fyrir þolendur að stíga fram. Þetta segir Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur spurður um hugsanlegar skýringar á þeim mikla fjölda kæra vegna kynferðisbrota sem borist hafa til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu undanfarna fjóra mánuði. „Þessi aukning er einnig að sýna okkur eitthvað sem fór leynt áður og þolendur sátu einir uppi með sársaukann, en gera það ekki lengur,“ bætir Helgi við. „Þá er líklegt að eðli sumra þessara brota hafi breyst á síðustu árum. Fram kom í Fréttablaðinu í gær að nær áttatíu kærur vegna kynferðisbrota hafa borist kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs, samtals 76 mál. Um var að ræða 33 kærur vegna nauðgunar, tuttugu kærur vegna brota gegn börnum, fjögur barnaklámsmál frá Europol og Interpol og nítján blygðunarsemisbrot. Auk þessa bárust nítján mál vegna heimilisofbeldis til deildarinnar. Þetta veldur lögreglu áhyggjum því hún hefur ekki undan þegar mest er. Helgi segir aukningu í kynferðisbrotum ekki fyrst vera að koma fram nú, heldur eigi hún sér lengri aðdraganda eða frá síðustu aldamótum. „Kynferðisbrot er sá málaflokkur sem við sjáum aukningu í, svo og í fíkniefnabrotum, en aukningin er ekki með sama hætti í öðrum brotaflokkum sem hafa verið mun stöðugri milli ára, til dæmis önnur ofbeldisbrot og manndráp. Það er óneitanlega undirligggjandi spenna í samfélaginu sem brýst fram með ýmsum hætti og aukning kynferðisbrota gæti að einhverju leyti endurspeglað sérhyggju og græðgi góðærisáranna sem líkja má við siðrof,“ útskýrir Helgi enn fremur. Hann bendir þó á að annað ofbeldi eins og það birtist í gögnum lögreglu hafi þó ekki fylgt þessu mynstri, sem gangi gegn þeirri skýringu að fjölgun kynferðisbrota bendi til siðrofs í samfélagi. „Annar flötur sem skýrir aukninguna er meiri umræða í fjölmiðlum og vaxandi vitund borgaranna um kynferðisbrot.“ jss@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Minna umburðarlyndi gagnvart kynferðisbrotum ríkir nú hér á landi en áður og jafnframt minni skömm fyrir þolendur að stíga fram. Þetta segir Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur spurður um hugsanlegar skýringar á þeim mikla fjölda kæra vegna kynferðisbrota sem borist hafa til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu undanfarna fjóra mánuði. „Þessi aukning er einnig að sýna okkur eitthvað sem fór leynt áður og þolendur sátu einir uppi með sársaukann, en gera það ekki lengur,“ bætir Helgi við. „Þá er líklegt að eðli sumra þessara brota hafi breyst á síðustu árum. Fram kom í Fréttablaðinu í gær að nær áttatíu kærur vegna kynferðisbrota hafa borist kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs, samtals 76 mál. Um var að ræða 33 kærur vegna nauðgunar, tuttugu kærur vegna brota gegn börnum, fjögur barnaklámsmál frá Europol og Interpol og nítján blygðunarsemisbrot. Auk þessa bárust nítján mál vegna heimilisofbeldis til deildarinnar. Þetta veldur lögreglu áhyggjum því hún hefur ekki undan þegar mest er. Helgi segir aukningu í kynferðisbrotum ekki fyrst vera að koma fram nú, heldur eigi hún sér lengri aðdraganda eða frá síðustu aldamótum. „Kynferðisbrot er sá málaflokkur sem við sjáum aukningu í, svo og í fíkniefnabrotum, en aukningin er ekki með sama hætti í öðrum brotaflokkum sem hafa verið mun stöðugri milli ára, til dæmis önnur ofbeldisbrot og manndráp. Það er óneitanlega undirligggjandi spenna í samfélaginu sem brýst fram með ýmsum hætti og aukning kynferðisbrota gæti að einhverju leyti endurspeglað sérhyggju og græðgi góðærisáranna sem líkja má við siðrof,“ útskýrir Helgi enn fremur. Hann bendir þó á að annað ofbeldi eins og það birtist í gögnum lögreglu hafi þó ekki fylgt þessu mynstri, sem gangi gegn þeirri skýringu að fjölgun kynferðisbrota bendi til siðrofs í samfélagi. „Annar flötur sem skýrir aukninguna er meiri umræða í fjölmiðlum og vaxandi vitund borgaranna um kynferðisbrot.“ jss@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira