Nær að fjölga hreindýrum en hækka veiðileyfin 12. maí 2011 07:00 Elvar Árni Lund Mörgum þykir þegar nóg um greiðan aðgang útlendinga að hreindýraveiðum á Íslandi, segir formaður Skotveiðifélags Íslands. Mynd/Engilbert Hafsteinsson „Það er algjör firra að hér verði seld þúsund hreindýraveiðileyfi á uppsprengdu verði,“ segir Elvar Árni Lund, formaður Skotvís, um fullyrðingar tveggja háskólamanna á Akureyri um að hægt verði að fá mun meiri tekjur af hreindýrum með því að selja leyfin hæstbjóðanda í stað þess að úthluta þeim á föstu verði. Elvar segir Skotveiðifélag Íslands – Skotvís hafa átt stóran þátt í því að sala á hreindýraveiðileyfum var opnuð fyrir almenningi á sínum tíma. „Fram að því höfðu aðeins fáir útvaldir leyfi til að veiða hreindýr á Íslandi,“ segir Elvar og bendir á að hreindýrin séu í eigu þjóðarinnar. Um þau gildi það sama og um fugla að enginn landeigandi eða annar geti gert sérstakt tilkall til þeirra. Elvar kveðst telja að hreindýraveiðar á hóflegu verði séu forréttindi sem almenningur eigi að fá að njóta. Erlendir veiðimenn standi jafnfætis Íslendingum varðandi möguleika á að sækja um veiðileyfi. „Mörgum þykir þegar nóg um og má benda á að víða erlendis eru erlendir veiðimenn krafðir um hærra verð fyrir veiðileyfi en heimamenn,“ segir hann. Þá segir Elvar Íslendinga geta án mikillar fyrirhafnar gert sér mun meiri mat úr hreindýrastofninum en nú sé gert. „Sú hugmynd byggist á því að fjölga hreindýrum um norðanvert landið og jafnvel vestur á firði,“ segir formaður Skotvís. Hann bendir á að fjölgi hreindýrum þannig að núverandi eftirspurn sé mætt megi sjá fyrir sér að ferðaþjónustunni verði úthlutað veiðileyfum. Þau verði jafnvel hægt að bjóða ár fram í tímann og þá á hærra verði en almenningur væri krafinn um enda væri þeim leyfum úthlutað mun seinna. „Þangað til á verðið alls ekki að hækka enda eiga hreindýraveiðar að vera búsetutengd forréttindi sem allir íslenskir veiðimenn eiga að hafa tök á að stunda.“ Skotveiðimaðurinn Magnús Ársælsson segir hreindýraveiðina vera munað sem hann og félagar hans leyfi sér af takmörkuðum efnum. „Háskólamenntaðir á Akureyri segja að almúginn eigi ekkert að rembast þetta því þeir geti selt leyfin til útlendinga á þotum og til bankastjóra, stjórnarformanna og útrásarvíkinga. Það á ekki að gera hreindýraveiðar að útlendingasnobbi, þær eiga að vera fyrir hinn almenna Íslending,“ segir Magnús. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
„Það er algjör firra að hér verði seld þúsund hreindýraveiðileyfi á uppsprengdu verði,“ segir Elvar Árni Lund, formaður Skotvís, um fullyrðingar tveggja háskólamanna á Akureyri um að hægt verði að fá mun meiri tekjur af hreindýrum með því að selja leyfin hæstbjóðanda í stað þess að úthluta þeim á föstu verði. Elvar segir Skotveiðifélag Íslands – Skotvís hafa átt stóran þátt í því að sala á hreindýraveiðileyfum var opnuð fyrir almenningi á sínum tíma. „Fram að því höfðu aðeins fáir útvaldir leyfi til að veiða hreindýr á Íslandi,“ segir Elvar og bendir á að hreindýrin séu í eigu þjóðarinnar. Um þau gildi það sama og um fugla að enginn landeigandi eða annar geti gert sérstakt tilkall til þeirra. Elvar kveðst telja að hreindýraveiðar á hóflegu verði séu forréttindi sem almenningur eigi að fá að njóta. Erlendir veiðimenn standi jafnfætis Íslendingum varðandi möguleika á að sækja um veiðileyfi. „Mörgum þykir þegar nóg um og má benda á að víða erlendis eru erlendir veiðimenn krafðir um hærra verð fyrir veiðileyfi en heimamenn,“ segir hann. Þá segir Elvar Íslendinga geta án mikillar fyrirhafnar gert sér mun meiri mat úr hreindýrastofninum en nú sé gert. „Sú hugmynd byggist á því að fjölga hreindýrum um norðanvert landið og jafnvel vestur á firði,“ segir formaður Skotvís. Hann bendir á að fjölgi hreindýrum þannig að núverandi eftirspurn sé mætt megi sjá fyrir sér að ferðaþjónustunni verði úthlutað veiðileyfum. Þau verði jafnvel hægt að bjóða ár fram í tímann og þá á hærra verði en almenningur væri krafinn um enda væri þeim leyfum úthlutað mun seinna. „Þangað til á verðið alls ekki að hækka enda eiga hreindýraveiðar að vera búsetutengd forréttindi sem allir íslenskir veiðimenn eiga að hafa tök á að stunda.“ Skotveiðimaðurinn Magnús Ársælsson segir hreindýraveiðina vera munað sem hann og félagar hans leyfi sér af takmörkuðum efnum. „Háskólamenntaðir á Akureyri segja að almúginn eigi ekkert að rembast þetta því þeir geti selt leyfin til útlendinga á þotum og til bankastjóra, stjórnarformanna og útrásarvíkinga. Það á ekki að gera hreindýraveiðar að útlendingasnobbi, þær eiga að vera fyrir hinn almenna Íslending,“ segir Magnús. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira