Golfheimurinn syrgir mikinn meistara 12. maí 2011 03:00 Goðsögn Seve Ballesteros verður lengi minnst fyrir afrek sín og frammistöðu á golfvellinum. Hér er hann í sveiflu á Wentworth árið 1978 þar sem hann var nær einráður um árabil á heimsmótinu í holukeppni.NordicPhotos/Getty Einn magnaðasti kylfingur allra tíma, Severiano Ballesteros, var lagður til hinstu hvílu í heimabæ sínum í gær. Hann lést, 54 ára að aldri, aðfaranótt laugardags eftir langvinna baráttu við krabbamein, en verður minnst fyrir afrek sín og hæfileika. Hann var einn dáðasti íþróttamaður sinnar kynslóðar og fyrirmynd kylfinga um allan heim. „Hann var náttúrlega fyrsti Evrópubúinn til að vinna Masters og í raun sá sem kom evrópsku golfi á kortið. Svo var hann frábær kylfingur, skemmtilegur karakter og elskaður af áhorfendum," segir Sigurður Pétursson, afrekskylfingur og golfkennari, í samtali við Fréttablaðið. Seve stökk með miklum látum inn á sjónarsviðið þar sem hann vann sinn fyrsta sigur á Evrópumótaröðinni árið 1976, 19 ára að aldri. Hann lét ekki staðar numið þar, heldur varð hann efstur á tekjulista mótaraðarinnar og það afrek endurtók hann næstu tvö ár. Strax var ljóst að stjarna var fædd, enda hafði Seve mikla útgeislun og lék af sannri ástríðu. Keppnisskapið og sigurviljinn var einstakur hjá honum, auk þess sem stutta spilið hjá honum var óviðjafnanlegt. Tiger Woods lét þau orð falla eftir andlátið að annar eins kylfingur og Seve myndi aldrei aftur koma fram. Lengi mætti telja upp afrek Seves, en til dæmis sigraði hann á fimm risamótum, þrisvar í Ryder-keppninni og alls 50 sinnum á Evrópumótaröðinni, sem eru fleiri sigrar en nokkur annar kylfingur getur státað af. Hann varð sex sinnum tekjuhæstur á mótaröðinni og þrisvar kylfingur ársins og trónaði á toppi heimslistans í 61 viku samtals á níunda áratugnum. Erfið bakmeiðsli settu mark sitt á seinni hluta ferils Seves þar sem hann landaði sínum síðasta sigri árið 1995. Eftir það fór að halla undan fæti og þrátt fyrir margar tilraunir til að snúa aftur hafði hann ekki erindi sem erfiði. Lokaafrekið á ferli hans var þegar hann stýrði Ryder-liði Evrópu til sigurs árið 1997. „Seve var mikill leiðtogi," bætir Sigurður við. „Það sást best í Ryder þegar hann reif liðið upp á rassinum þar." Seve hætti keppni endanlega árið 2007, en í október 2008 veiktist hann alvarlega og gekkst í framhaldinu undir aðgerðir og lyfjameðferð vegna heilaæxlis. Hann náði nokkrum bata um stund og var farinn að reyna sig aftur á golfvellinum, en hrakaði aftur eftir það. Allir helstu kylfingar heims hafa vottað Seve virðingu sína og sóttu margir útförina í gær. Hans verður lengi minnst, og nú er jafnvel talað um að mynd af honum verði sett í merki Evrópumótaraðarinnar. thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Einn magnaðasti kylfingur allra tíma, Severiano Ballesteros, var lagður til hinstu hvílu í heimabæ sínum í gær. Hann lést, 54 ára að aldri, aðfaranótt laugardags eftir langvinna baráttu við krabbamein, en verður minnst fyrir afrek sín og hæfileika. Hann var einn dáðasti íþróttamaður sinnar kynslóðar og fyrirmynd kylfinga um allan heim. „Hann var náttúrlega fyrsti Evrópubúinn til að vinna Masters og í raun sá sem kom evrópsku golfi á kortið. Svo var hann frábær kylfingur, skemmtilegur karakter og elskaður af áhorfendum," segir Sigurður Pétursson, afrekskylfingur og golfkennari, í samtali við Fréttablaðið. Seve stökk með miklum látum inn á sjónarsviðið þar sem hann vann sinn fyrsta sigur á Evrópumótaröðinni árið 1976, 19 ára að aldri. Hann lét ekki staðar numið þar, heldur varð hann efstur á tekjulista mótaraðarinnar og það afrek endurtók hann næstu tvö ár. Strax var ljóst að stjarna var fædd, enda hafði Seve mikla útgeislun og lék af sannri ástríðu. Keppnisskapið og sigurviljinn var einstakur hjá honum, auk þess sem stutta spilið hjá honum var óviðjafnanlegt. Tiger Woods lét þau orð falla eftir andlátið að annar eins kylfingur og Seve myndi aldrei aftur koma fram. Lengi mætti telja upp afrek Seves, en til dæmis sigraði hann á fimm risamótum, þrisvar í Ryder-keppninni og alls 50 sinnum á Evrópumótaröðinni, sem eru fleiri sigrar en nokkur annar kylfingur getur státað af. Hann varð sex sinnum tekjuhæstur á mótaröðinni og þrisvar kylfingur ársins og trónaði á toppi heimslistans í 61 viku samtals á níunda áratugnum. Erfið bakmeiðsli settu mark sitt á seinni hluta ferils Seves þar sem hann landaði sínum síðasta sigri árið 1995. Eftir það fór að halla undan fæti og þrátt fyrir margar tilraunir til að snúa aftur hafði hann ekki erindi sem erfiði. Lokaafrekið á ferli hans var þegar hann stýrði Ryder-liði Evrópu til sigurs árið 1997. „Seve var mikill leiðtogi," bætir Sigurður við. „Það sást best í Ryder þegar hann reif liðið upp á rassinum þar." Seve hætti keppni endanlega árið 2007, en í október 2008 veiktist hann alvarlega og gekkst í framhaldinu undir aðgerðir og lyfjameðferð vegna heilaæxlis. Hann náði nokkrum bata um stund og var farinn að reyna sig aftur á golfvellinum, en hrakaði aftur eftir það. Allir helstu kylfingar heims hafa vottað Seve virðingu sína og sóttu margir útförina í gær. Hans verður lengi minnst, og nú er jafnvel talað um að mynd af honum verði sett í merki Evrópumótaraðarinnar. thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira