Biskupinn fékk bréf til andmæla 11. maí 2011 07:00 karl sigurbjörnsson Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, var einn þeirra sem fengu sent bréf til andmæla frá rannsóknarnefnd þjóðkirkjunnar um síðustu mánaðamót. Þetta fékkst staðfest hjá Biskupsstofu í gær. Rannsóknarnefndin sendi út bréf til þeirra sem hún telur að hafi gerst sekir um þöggun, vanrækslu eða mistök í starfi þegar konur leituðu aðstoðar kirkjunnar vegna meintra kynferðisbrota Ólafs Skúlasonar, fyrrum biskups. Bréfin voru send út laust fyrir síðustu mánaðamót og hafa þeir sem þau fengu um tvær vikur til þess að svara þeim. Hugsanlegt er að nefndin breyti niðurstöðum sínum með hliðsjón af andmælunum. Ekki var hægt að fá samband við biskup þegar Fréttablaðið ræddi við Biskupsstofu. Ragnhildur Benediktsdóttir skrifstofustjóri segir málið alfarið vera í höndum rannsóknarnefndarinnar og ekki tengt stofnuninni á nokkurn hátt. Hún staðfestir þó að biskupinn hafi verið einn þeirra sem fengu sent bréf til andmæla. „Já, hann fékk bréf eins og allir aðrir. Það er verið að vinna í að svara því og því er að ljúka,“ segir hún. Ekki hefur fengist uppgefið hversu mörg bréf voru send út. Það eina sem hefur fengist staðfest er að bréfin voru fleiri en eitt og fáeinir einstaklingar hafa svarað nú þegar. Í samtali við Fréttablaðið á laugardaginn sagði Róbert R. Spanó, formaður nefndarinnar, að unnið verði að skýrslugerð þegar öll svör hafa borist. Nefndin stefnir að því að ljúka störfum fyrir miðjan næsta mánuð.- sv Fréttir Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent Fleiri fréttir Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Sjá meira
Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, var einn þeirra sem fengu sent bréf til andmæla frá rannsóknarnefnd þjóðkirkjunnar um síðustu mánaðamót. Þetta fékkst staðfest hjá Biskupsstofu í gær. Rannsóknarnefndin sendi út bréf til þeirra sem hún telur að hafi gerst sekir um þöggun, vanrækslu eða mistök í starfi þegar konur leituðu aðstoðar kirkjunnar vegna meintra kynferðisbrota Ólafs Skúlasonar, fyrrum biskups. Bréfin voru send út laust fyrir síðustu mánaðamót og hafa þeir sem þau fengu um tvær vikur til þess að svara þeim. Hugsanlegt er að nefndin breyti niðurstöðum sínum með hliðsjón af andmælunum. Ekki var hægt að fá samband við biskup þegar Fréttablaðið ræddi við Biskupsstofu. Ragnhildur Benediktsdóttir skrifstofustjóri segir málið alfarið vera í höndum rannsóknarnefndarinnar og ekki tengt stofnuninni á nokkurn hátt. Hún staðfestir þó að biskupinn hafi verið einn þeirra sem fengu sent bréf til andmæla. „Já, hann fékk bréf eins og allir aðrir. Það er verið að vinna í að svara því og því er að ljúka,“ segir hún. Ekki hefur fengist uppgefið hversu mörg bréf voru send út. Það eina sem hefur fengist staðfest er að bréfin voru fleiri en eitt og fáeinir einstaklingar hafa svarað nú þegar. Í samtali við Fréttablaðið á laugardaginn sagði Róbert R. Spanó, formaður nefndarinnar, að unnið verði að skýrslugerð þegar öll svör hafa borist. Nefndin stefnir að því að ljúka störfum fyrir miðjan næsta mánuð.- sv
Fréttir Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent Fleiri fréttir Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Sjá meira