Undirstrika hinn evrópska anda 10. maí 2011 02:30 Timo summa Sendiherra ESB á Íslandi flutti tölu á Evrópudeginum sem haldinn var hátíðlegur í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Fréttablaðið/Stefán Evrópudagurinn var haldinn hátíðlegur í gær og hélt sendinefnd Evrópusambandsins (ESB) meðal annars hóf í Þjóðmenningarhúsinu í tilefni dagsins. Evrópudagurinn er haldinn ár hvert til að minnast þess að hinn 9. maí árið 1950 markaði Robert Schuman, utanríkisráðherra Frakklands og einn af frumkvöðlum Evrópusamstarfs, upphaf þess sameiningarferlis sem síðar gat af sér ESB eins og við þekkjum það nú. Í samtali við Fréttablaðið sagði Timo Summa, sendiherra ESB á Íslandi, að dagurinn væri táknmynd um evrópskan samruna og samvinnu. „Þjóðríkin hafa sinn dag, en þetta er dagur Evrópu þegar við fögnum og hömpum evrópskri menningu. Þannig undirstrikum við hinn evrópska anda.“ Summa bætti þvi við aðspurður að Evrópudagurinn og athöfnin í gær tengdist ekki aðildarviðræðum Íslendinga við ESB. Summa sagði að íslensk menning hefði einnig verið í forgrunni á athöfninni þar sem barnakór hefði sungið íslensk lög, meðal annars. „En það er auðvitað líka hluti af evrópskri menningu.“- þj Fréttir Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Fleiri fréttir Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Sjá meira
Evrópudagurinn var haldinn hátíðlegur í gær og hélt sendinefnd Evrópusambandsins (ESB) meðal annars hóf í Þjóðmenningarhúsinu í tilefni dagsins. Evrópudagurinn er haldinn ár hvert til að minnast þess að hinn 9. maí árið 1950 markaði Robert Schuman, utanríkisráðherra Frakklands og einn af frumkvöðlum Evrópusamstarfs, upphaf þess sameiningarferlis sem síðar gat af sér ESB eins og við þekkjum það nú. Í samtali við Fréttablaðið sagði Timo Summa, sendiherra ESB á Íslandi, að dagurinn væri táknmynd um evrópskan samruna og samvinnu. „Þjóðríkin hafa sinn dag, en þetta er dagur Evrópu þegar við fögnum og hömpum evrópskri menningu. Þannig undirstrikum við hinn evrópska anda.“ Summa bætti þvi við aðspurður að Evrópudagurinn og athöfnin í gær tengdist ekki aðildarviðræðum Íslendinga við ESB. Summa sagði að íslensk menning hefði einnig verið í forgrunni á athöfninni þar sem barnakór hefði sungið íslensk lög, meðal annars. „En það er auðvitað líka hluti af evrópskri menningu.“- þj
Fréttir Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Fleiri fréttir Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Sjá meira