Dómurinn telur ákæruna vera skýra 10. maí 2011 05:00 Krafa Ekki er hægt að kæra niðurstöðu héraðsdóms til Hæstaréttar. Aðalmeðferð í málinu er áformuð í haust.Fréttablaðið/Stefán Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hafnaði í gær frávísunarkröfu verjenda í skattahluta Baugsmálsins. Dómarinn taldi ákæru í málinu ekki svo óskýra að ákærðu gætu ekki varið sig. Í málinu eru þrír einstaklingar ákærðir fyrir skattalagabrot, persónulega og í rekstri fyrirtækja. Ákærðu eru þau Jón Ásgeir Jóhannesson, Kristín Jóhannesdóttir og Tryggvi Jónsson. Verjendur töldu ákæru svo óskýra að ekki væri hægt að átta sig á ákæruatriðunum. Vísuðu þeir einkum til þess að ekki væri sundurliðað hvaða skattar og gjöld hafi ekki verið greidd á því tímabili sem ákært er vegna. Við málflutning um frávísunarkröfuna hafnaði settur ríkislögreglustjóri í málinu þeim málatilbúnaði og sagði ákæruna í fullu samræmi við lög og venjur í slíkum sakamálum. Á það féllst dómarinn í úrskurði sínum. Verjendur vísuðu til dóms sem féll í fyrri hluta Baugsmálsins árið 2005. Þar var málinu vísað frá dómi þar sem Pétri Guðgeirssyni héraðsdómara þótti ekki mega lesa sakagiftir úr ákæru. Pétur er einnig dómari í þeim hluta Baugsmálsins sem nú er fyrir dómi. Ekki er hægt að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. Næsta skref er því aðalmeðferð, sem áformað er að fari fram í haust.- bj Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur hafnaði í gær frávísunarkröfu verjenda í skattahluta Baugsmálsins. Dómarinn taldi ákæru í málinu ekki svo óskýra að ákærðu gætu ekki varið sig. Í málinu eru þrír einstaklingar ákærðir fyrir skattalagabrot, persónulega og í rekstri fyrirtækja. Ákærðu eru þau Jón Ásgeir Jóhannesson, Kristín Jóhannesdóttir og Tryggvi Jónsson. Verjendur töldu ákæru svo óskýra að ekki væri hægt að átta sig á ákæruatriðunum. Vísuðu þeir einkum til þess að ekki væri sundurliðað hvaða skattar og gjöld hafi ekki verið greidd á því tímabili sem ákært er vegna. Við málflutning um frávísunarkröfuna hafnaði settur ríkislögreglustjóri í málinu þeim málatilbúnaði og sagði ákæruna í fullu samræmi við lög og venjur í slíkum sakamálum. Á það féllst dómarinn í úrskurði sínum. Verjendur vísuðu til dóms sem féll í fyrri hluta Baugsmálsins árið 2005. Þar var málinu vísað frá dómi þar sem Pétri Guðgeirssyni héraðsdómara þótti ekki mega lesa sakagiftir úr ákæru. Pétur er einnig dómari í þeim hluta Baugsmálsins sem nú er fyrir dómi. Ekki er hægt að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. Næsta skref er því aðalmeðferð, sem áformað er að fari fram í haust.- bj
Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira