Tíska og hönnun

Fara vel við íslenskt sumar

Hilda hefur verið í starfsnámi hjá Peter Jensen og Erdem en einbeitir sér nú að eigin hönnun.
Hilda hefur verið í starfsnámi hjá Peter Jensen og Erdem en einbeitir sér nú að eigin hönnun.
Borghildur Gunnarsdóttir eða Hilda eins og hún er kölluð býr til nælonsokka sem margir hafa heillast af og selur undir merkinu Milla Snorrason.

„Þeir minna svolítið á gamaldags krumpaða ömmunælonsokka og eru sætir við kjóla og pils," segir Borghildur. Hún er búsett í London þar sem hún hefur verið í starfsnámi hjá Peter Jensen og Erdem síðustu mánuði. Nýlega ákvað hún svo að snúa sér alfarið að eigin hönnun.

Milla Snorrason sokkar.
„Ég er svona rétt að byrja að koma mér af stað og hlakka mikið til að byrja á nýju. Ég varð hins vegar vör við eftirspurn eftir sokkunum og ákvað því að gera nokkrar nýjar týpur enda finnst mér gaman að leika mér með ólíkar litasamsetningar."

Borghildur segist aðallega horfa til íslenska markaðarins hvað sokkana varðar eins og er, enda séu flestar stelpur bergleggjaðar í London á sumrin. „Þeir fara betur við íslenskt sumar."

Úrval vara frá Millu Snorrason má skoða á facebook-síðu merkisins, facebook.com/millasnorrason. -ve






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.