Réttur eins er skylda annars Þorvaldur Gylfason skrifar 28. apríl 2011 09:00 Það er ekki einkamál búfjáreigenda, hvort þeir beita fé sínu á annarra lönd. Þetta segir sig sjálft. Réttur hvers manns til óspilltrar náttúru felur í sér skyldu okkar allra til að spilla ekki náttúrunni og ganga ekki hvert á annars rétt og ekki heldur á rétt komandi kynslóða. Lausaganga og stjórnarskráinLausagönguvandinn er trúlega einn brýnasti umhverfisvandi Íslands, að minnsta kosti á landi, og hann tengist vinnu stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá með tvennum hætti. Í fyrsta lagi eiga afkomendur okkar rétt á því, að við skilum landinu til þeirra í engu lakara horfi en við tókum við því. Við, sem nú erum uppi, höfum engan rétt til að spilla landinu á kostnað komandi kynslóða. Í þessu ljósi þykir mér eðlilegt að telja rétt hvers manns til að njóta óspilltra landgæða til mannréttinda. Ég lýsti því hér fyrir viku, hvernig hægt væri að koma þessari réttarbót fyrir í mannréttindakafla nýrrar stjórnarskrár líkt og stjórnlaganefnd mælir með í skýrslu sinni (1. bindi, bls. 80) og hvernig hægt væri að stuðla að því, að rétturinn til óspillts umhverfis væri virtur líkt og önnur mannréttindi. Í annan stað er eignarrétturinn friðhelgur samkvæmt stjórnarskrá. Bann við lausagöngu felur í sér, að eigendur beri fulla ábyrgð á búfénaði sínum og hrossum og láti annara manna eignir í friði, nema heimild sé fyrir afnotum. Þetta var rætt á Alþingi fyrir röskum 80 árum. Árið 1929 var lagt fyrir Alþingi þingmannafrumvarp til laga um ágang búfjár, og var þetta fyrsta tilraun 20. aldar til að setja heildarlög um ágang búfjár. Ekki tókst að ljúka málinu á því þingi, og var frumvarpið lagt aftur fyrir þingið óbreytt 1930 og hlaut þá sömu örlög og árið áður. Í frumvarpinu sagði meðal annars: "[g]róður lands er friðhelgur, og er því hver búfjáreigandi skyldur að gæta búfjár síns, að það geri ekki öðrum skaða…" Í athugasemdum í greinargerð með frumvarpinu segir: "Eignarétturinn er friðhelgur eftir stjórnarskránni. Gróður lands er eign þess, sem landið á eða hefir umráð yfir. Af þessu leiðir, að sérhverjum er óheimilt að beita annars manns land. Verður að binda hann þeirri skyldu…" Þannig leiða höfundar frumvarpsins af eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar skyldu búfjáreigenda til að varna því, að búfé gangi á annars manns landi. Verður sú túlkun ekki vefengd. Hugsunin er ættuð úr Jónsbók. Engar hliðstæðurLausaganga búfjár á Íslandi á sér ekki hliðstæður, hvorki í útlöndum né á fyrri tíð hér heima, svo sem dr. Andrés Arnalds, fagmálastjóri hjá Landgræðslu ríkisins, og Sveinbjörn Dagfinnsson, fyrrum ráðuneytisstjóri í landbúnaðarráðuneytinu, hafa lýst í merkum greinum í Sveitarstjórnarmálum 2005 og Ársriti Skógræktarfélags Íslands 2005. Þeir segja: " …núverandi lög og reglur gera mun minni kröfur til búfjáreigenda um vörslu gripa sinna en tíðkaðist fyrr á öldum þegar hin fornu íslensku lög tryggðu ábyrgð búfjáreigenda á fénaði sínum. … Umbætur síðastliðinna ára á lögum og reglum á þessu sviði ganga skammt og staða þessara mála er ófullnægjandi gagnvart þegnum landsins í samfélagi nútímans. Samanburður við önnur lönd sýnir að í lögum þjóða sem við berum okkur oft saman við eru eigendur búfjár skyldaðir með almennum reglum til að hafa það í fullri vörslu og bera jafnframt ábyrgð vegna tjóns af völdum ágangs. Gildir þá einu hvort um er að ræða akuryrkjuþjóðir, eins og Danmörku þar sem sérhver búfjáreigandi er skyldaður til að halda sínu búfé á eigin landi, eða lönd þar sem beitarbúskapur er mikill, eins og í Nýja Sjálandi, þar sem lög um þessi mál fjalla fyrst og fremst um handsömun fjár sem sleppa kann úr vörslu." Andrés Arnalds og Sveinbjörn Dagfinnsson segja enn fremur: "Mikilvægt er að ráðast sem fyrst í gagngera endurskoðun á lögum og reglum er varða vörslu búfjár og skyldur búfjáreigenda til að koma í veg fyrir ágang búfjár í annarra manna lönd. Fjölbreytni í búskap vex stöðugt. Kornrækt og skógrækt eru að verða þýðingarmikill þáttur í landbúnaði, en slíkur ræktunarbúskapur krefst þess að land sé friðað fyrir beit. Sífellt fleiri þéttbýlisbúar setjast auk þess að í sveitum… Margir …stunda ræktun gróðurs á jörðum sínum. Vaxandi gremju gætir meðal fjárlausra landeigenda vegna ágangs frá öðrum jörðum, ekki síst í sveitum þar sem fáir eru eftir með sauðfé." Alþingi hefur ekki sinnt málinu. Það þarf því að koma til kasta stjórnlagaráðs, enda kalla bæði þjóðfundur og stjórnlaganefnd eftir ákvæði um umhverfi í stjórnarskrána. Því kalli þurfum við, í ljósi laganna, að hlýða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun
Það er ekki einkamál búfjáreigenda, hvort þeir beita fé sínu á annarra lönd. Þetta segir sig sjálft. Réttur hvers manns til óspilltrar náttúru felur í sér skyldu okkar allra til að spilla ekki náttúrunni og ganga ekki hvert á annars rétt og ekki heldur á rétt komandi kynslóða. Lausaganga og stjórnarskráinLausagönguvandinn er trúlega einn brýnasti umhverfisvandi Íslands, að minnsta kosti á landi, og hann tengist vinnu stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá með tvennum hætti. Í fyrsta lagi eiga afkomendur okkar rétt á því, að við skilum landinu til þeirra í engu lakara horfi en við tókum við því. Við, sem nú erum uppi, höfum engan rétt til að spilla landinu á kostnað komandi kynslóða. Í þessu ljósi þykir mér eðlilegt að telja rétt hvers manns til að njóta óspilltra landgæða til mannréttinda. Ég lýsti því hér fyrir viku, hvernig hægt væri að koma þessari réttarbót fyrir í mannréttindakafla nýrrar stjórnarskrár líkt og stjórnlaganefnd mælir með í skýrslu sinni (1. bindi, bls. 80) og hvernig hægt væri að stuðla að því, að rétturinn til óspillts umhverfis væri virtur líkt og önnur mannréttindi. Í annan stað er eignarrétturinn friðhelgur samkvæmt stjórnarskrá. Bann við lausagöngu felur í sér, að eigendur beri fulla ábyrgð á búfénaði sínum og hrossum og láti annara manna eignir í friði, nema heimild sé fyrir afnotum. Þetta var rætt á Alþingi fyrir röskum 80 árum. Árið 1929 var lagt fyrir Alþingi þingmannafrumvarp til laga um ágang búfjár, og var þetta fyrsta tilraun 20. aldar til að setja heildarlög um ágang búfjár. Ekki tókst að ljúka málinu á því þingi, og var frumvarpið lagt aftur fyrir þingið óbreytt 1930 og hlaut þá sömu örlög og árið áður. Í frumvarpinu sagði meðal annars: "[g]róður lands er friðhelgur, og er því hver búfjáreigandi skyldur að gæta búfjár síns, að það geri ekki öðrum skaða…" Í athugasemdum í greinargerð með frumvarpinu segir: "Eignarétturinn er friðhelgur eftir stjórnarskránni. Gróður lands er eign þess, sem landið á eða hefir umráð yfir. Af þessu leiðir, að sérhverjum er óheimilt að beita annars manns land. Verður að binda hann þeirri skyldu…" Þannig leiða höfundar frumvarpsins af eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar skyldu búfjáreigenda til að varna því, að búfé gangi á annars manns landi. Verður sú túlkun ekki vefengd. Hugsunin er ættuð úr Jónsbók. Engar hliðstæðurLausaganga búfjár á Íslandi á sér ekki hliðstæður, hvorki í útlöndum né á fyrri tíð hér heima, svo sem dr. Andrés Arnalds, fagmálastjóri hjá Landgræðslu ríkisins, og Sveinbjörn Dagfinnsson, fyrrum ráðuneytisstjóri í landbúnaðarráðuneytinu, hafa lýst í merkum greinum í Sveitarstjórnarmálum 2005 og Ársriti Skógræktarfélags Íslands 2005. Þeir segja: " …núverandi lög og reglur gera mun minni kröfur til búfjáreigenda um vörslu gripa sinna en tíðkaðist fyrr á öldum þegar hin fornu íslensku lög tryggðu ábyrgð búfjáreigenda á fénaði sínum. … Umbætur síðastliðinna ára á lögum og reglum á þessu sviði ganga skammt og staða þessara mála er ófullnægjandi gagnvart þegnum landsins í samfélagi nútímans. Samanburður við önnur lönd sýnir að í lögum þjóða sem við berum okkur oft saman við eru eigendur búfjár skyldaðir með almennum reglum til að hafa það í fullri vörslu og bera jafnframt ábyrgð vegna tjóns af völdum ágangs. Gildir þá einu hvort um er að ræða akuryrkjuþjóðir, eins og Danmörku þar sem sérhver búfjáreigandi er skyldaður til að halda sínu búfé á eigin landi, eða lönd þar sem beitarbúskapur er mikill, eins og í Nýja Sjálandi, þar sem lög um þessi mál fjalla fyrst og fremst um handsömun fjár sem sleppa kann úr vörslu." Andrés Arnalds og Sveinbjörn Dagfinnsson segja enn fremur: "Mikilvægt er að ráðast sem fyrst í gagngera endurskoðun á lögum og reglum er varða vörslu búfjár og skyldur búfjáreigenda til að koma í veg fyrir ágang búfjár í annarra manna lönd. Fjölbreytni í búskap vex stöðugt. Kornrækt og skógrækt eru að verða þýðingarmikill þáttur í landbúnaði, en slíkur ræktunarbúskapur krefst þess að land sé friðað fyrir beit. Sífellt fleiri þéttbýlisbúar setjast auk þess að í sveitum… Margir …stunda ræktun gróðurs á jörðum sínum. Vaxandi gremju gætir meðal fjárlausra landeigenda vegna ágangs frá öðrum jörðum, ekki síst í sveitum þar sem fáir eru eftir með sauðfé." Alþingi hefur ekki sinnt málinu. Það þarf því að koma til kasta stjórnlagaráðs, enda kalla bæði þjóðfundur og stjórnlaganefnd eftir ákvæði um umhverfi í stjórnarskrána. Því kalli þurfum við, í ljósi laganna, að hlýða.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun