Leikkonan og prinsessan Grace Kelly þótti sú fegursta og kom það væntanlega fáum á óvart. Rania, drottningin af Jórdaníu, hreppti annað sætið enda þykir hún sérstaklega fögur. Þriðja sætið kom í hlut Kate Middleton og fast á hæla hennar fylgdi Díana prinsessa.
Aðrar prinsessur sem komust á listann voru meðal annars Karlotta af Mónakó, sem er barnabarn Grace Kelly, og sænska prinsessan Madeleine.

Einnig var spurt um ljótasta kóngafólkið og var Evgenía Jórvíkurprinsessa kosin þar í fyrsta sæti.
