Verðbólga skýrist af verðþróun erlendis 21. apríl 2011 07:00 Arnór Sighvatsson og Már Guðmundsson Í máli Arnórs Sighvatssonar aðstoðarseðlabankastjóra kom fram að fundir sem stjórnvöld hefðu átt með matsfyrirtækjum um helgina hefðu verið gagnlegir, jafnvel þótt þau kynnu að lækka lánshæfi landsins. Komið hefði verið á framfæri upplýsingum sem ykju líkur á betra mati síðar.Fréttablaðið/Stefán Misvísandi hagvísar og óvissa um efnahagsþróun í kjölfar atkvæðagreiðslu um Icesave gera að verkum að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum. Vextirnir eru þeir sömu og ákveðnir voru í febrúar. Vöxtum var ekki heldur breytt í mars. Í rökstuðningi nefndarinnar er bent á að verðbólguhorfur hafi versnað, að minnsta kosti til skamms tíma, auk þess sem raunvextir Seðlabankans hafi lækkað umtalsvert. Þá hafi niðurstaða atkvæðagreiðslunnar um Icesave aukið hættu á veikara gengi krónunnar. Á móti komi þættir sem kalli fremur á slökun í stjórn peningamála, svo sem að hagvaxtar- og atvinnuhorfur hafi versnað. Hætta er sögð á að hagvöxtur verði enn minni vegna niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar um Icesave. Í kynningu á niðurstöðu peningastefnunefndar sagði Már Guðmundsson horfur á að mæld verðbólga færi yfir þrjú prósent þegar liði á árið. Væntingar heimila til verðbólgu lægju í kringum fjögur prósent og mælingar á verðbólguálagi skuldabréfa langt fram í tímann sýndu svipaða tölu. Um leið benti Már á að þótt skammtímaraunvextir væru undir einu prósenti hefði sú slökun í aðhaldsstigi peningastefnunnar ekki skilað sér nema að hluta til heimila og fyrirtækja. Í Peningamálum, efnahagsriti bankans sem út kom í gær, segir að hnökrar í miðlun peningastefnunnar endurspegli meðal annars óvissu um fjárhagslegan styrk fjármálafyrirtækja, gæði eigna þeirra og auknar álögur á bankarekstur. Aðgengi að lánsfé sé því enn erfitt og útlánsvextir tiltölulega háir. Már áréttaði að verðbólga sem verið hefði og von væri á stafaði að töluverðu leyti af verðhækkunum á olíu og hrávöru erlendis. „Það er vitanlega mikið álitamál hversu varanlegar þessar hækkanir verða, en að því marki sem þær verða tímabundnar mun þetta ganga til baka og er eitthvað sem við þurfum ekki beinlínis að taka tillit til við ákvörðun peningastefnunefndar, svo lengi sem þetta hefur ekki varanleg áhrif á verðbólguvæntingar og smitast inn í launamyndanir.“ Seðlabankinn gerir því ráð fyrir að verðbólgumarkmið bankans náist aftur á næstu ári, þó með þeim fyrirvara að hækkanir sem felist í drögum að nýjum kjarasamningum virðist meiri en svo að samrýmist verðbólgumarkmiði til lengri tíma. „Þar með segjum við ekki að kjarasamningar á þeim nótum ógni verðbólgumarkmiðinu. Það fer eftir því hvað annað gerist, svo sem með gengi krónunnar,“ bætti Már við. olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira
Misvísandi hagvísar og óvissa um efnahagsþróun í kjölfar atkvæðagreiðslu um Icesave gera að verkum að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum. Vextirnir eru þeir sömu og ákveðnir voru í febrúar. Vöxtum var ekki heldur breytt í mars. Í rökstuðningi nefndarinnar er bent á að verðbólguhorfur hafi versnað, að minnsta kosti til skamms tíma, auk þess sem raunvextir Seðlabankans hafi lækkað umtalsvert. Þá hafi niðurstaða atkvæðagreiðslunnar um Icesave aukið hættu á veikara gengi krónunnar. Á móti komi þættir sem kalli fremur á slökun í stjórn peningamála, svo sem að hagvaxtar- og atvinnuhorfur hafi versnað. Hætta er sögð á að hagvöxtur verði enn minni vegna niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar um Icesave. Í kynningu á niðurstöðu peningastefnunefndar sagði Már Guðmundsson horfur á að mæld verðbólga færi yfir þrjú prósent þegar liði á árið. Væntingar heimila til verðbólgu lægju í kringum fjögur prósent og mælingar á verðbólguálagi skuldabréfa langt fram í tímann sýndu svipaða tölu. Um leið benti Már á að þótt skammtímaraunvextir væru undir einu prósenti hefði sú slökun í aðhaldsstigi peningastefnunnar ekki skilað sér nema að hluta til heimila og fyrirtækja. Í Peningamálum, efnahagsriti bankans sem út kom í gær, segir að hnökrar í miðlun peningastefnunnar endurspegli meðal annars óvissu um fjárhagslegan styrk fjármálafyrirtækja, gæði eigna þeirra og auknar álögur á bankarekstur. Aðgengi að lánsfé sé því enn erfitt og útlánsvextir tiltölulega háir. Már áréttaði að verðbólga sem verið hefði og von væri á stafaði að töluverðu leyti af verðhækkunum á olíu og hrávöru erlendis. „Það er vitanlega mikið álitamál hversu varanlegar þessar hækkanir verða, en að því marki sem þær verða tímabundnar mun þetta ganga til baka og er eitthvað sem við þurfum ekki beinlínis að taka tillit til við ákvörðun peningastefnunefndar, svo lengi sem þetta hefur ekki varanleg áhrif á verðbólguvæntingar og smitast inn í launamyndanir.“ Seðlabankinn gerir því ráð fyrir að verðbólgumarkmið bankans náist aftur á næstu ári, þó með þeim fyrirvara að hækkanir sem felist í drögum að nýjum kjarasamningum virðist meiri en svo að samrýmist verðbólgumarkmiði til lengri tíma. „Þar með segjum við ekki að kjarasamningar á þeim nótum ógni verðbólgumarkmiðinu. Það fer eftir því hvað annað gerist, svo sem með gengi krónunnar,“ bætti Már við. olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Sjá meira