Gosrisarnir teiknuðu upp hillurnar hvor fyrir annan 21. apríl 2011 06:00 Svona á að gera þetta Þessi Spaceman-teikning hefur hangið í goskælinum í Hagkaupi á Eiðistorgi. Hún er merkt Ölgerðinni. Eftir að Samkeppniseftirlitið hafði gert húsleit í fyrradag hjá Vífilfelli og Ölgerðinni vegna gruns um ólögmætt samráð kvaðst Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, algjörlega grunlaus um hvað þar byggi að baki. Hjá Vífilfelli virtust menn ögn upplýstari – að minnsta kosti var í yfirlýsingu fyrirtækisins reynt að gera dálitla grein fyrir því um hvað meint brot snerust; uppröðun gosdrykkja í hillur verslana. Það kann að virðast léttvægt – tittlingaskítur mundi einhver segja – en það hvernig vörum er raðað í verslunum, hversu áberandi þær eru og hve mikið pláss þær fá getur haft töluvert að segja fyrir viðskipti. Um þetta hverfast heilu fræðigreinarnar á háskólastigi. Og það sem Samkeppniseftirlitið hefur nú til skoðunar sem mögulegt ólögmætt samráð er í hnotskurn þetta: Um árabil hefur sá háttur verið hafður á að gosdrykkjarisarnir ákveða sjálfir hvernig gosinu og vatnsdrykkjum er raðað í hillur verslana – ekki starfsmenn verslananna. Um þetta fyrirkomulag hafa risarnir tveir á markaðnum – sem jafnan hafa þar verið einráðir – haft með sér samráð. Á því leikur ekki vafi. Vífilfell og Ölgerðin hafa þannig, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, skipt með sér verslunum og skipulagt þar hillumetrana. Þannig hefur til dæmis Vífilfell teiknað upp hillurnar í Melabúðinni – fyrir bæði fyrirtækin – og Ölgerðin í Nóatúni – sömuleiðis fyrir bæði fyrirtækin. Verslanirnar hafa að endingu úrslitavald um það hvað ratar í hillur þeirra og hvernig, en þetta fyrirkomulag hefur fest sig í sessi og verslunum þótt hagræði af, enda hafa ekki aðrir gosdrykkjaframleiðendur verið um hituna síðustu áratugi. Þetta hefur því sparað verslunum rökræður við risana tvo um það hvernig stilla beri upp vörum þeirra. Skipulagið er teiknað í þar til gerðu forriti sem heitir Spaceman og bæði fyrirtæki notast við, og byggist á sölutölum frá AC Nielsen fyrir síðustu tólf mánuði. Það getur, eðli málsins samkvæmt, gert nýliðum á markaði, sem ekkert hafa selt síðustu tólf mánuði, erfitt fyrir. Meðal þeirra eru til dæmis Gosverksmiðjan Klettur og nokkrir vatnsframleiðendur. Ekki hefur beint verið farið með þetta skipulag sem neitt mannsmorð. Alla jafna hangir mynd af því í goskælum verslana, jafnvel merkt öðru hvoru fyrirtækinu. En nú hefur Samkeppniseftirlitið tekið við sér og rannsakar málið sem lögbrot. Fulltrúar stofnunarinnar lögðu hald á talsvert magn gagna hjá báðum fyrirtækjum á þriðjudag og afrituðu tölvupóstsamskipti. Næst þarf að leggjast yfir gögnin og vega þau og meta. Rannsóknin mun, ef að líkum lætur, taka mánuði – jafnvel ár. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Sjá meira
Eftir að Samkeppniseftirlitið hafði gert húsleit í fyrradag hjá Vífilfelli og Ölgerðinni vegna gruns um ólögmætt samráð kvaðst Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, algjörlega grunlaus um hvað þar byggi að baki. Hjá Vífilfelli virtust menn ögn upplýstari – að minnsta kosti var í yfirlýsingu fyrirtækisins reynt að gera dálitla grein fyrir því um hvað meint brot snerust; uppröðun gosdrykkja í hillur verslana. Það kann að virðast léttvægt – tittlingaskítur mundi einhver segja – en það hvernig vörum er raðað í verslunum, hversu áberandi þær eru og hve mikið pláss þær fá getur haft töluvert að segja fyrir viðskipti. Um þetta hverfast heilu fræðigreinarnar á háskólastigi. Og það sem Samkeppniseftirlitið hefur nú til skoðunar sem mögulegt ólögmætt samráð er í hnotskurn þetta: Um árabil hefur sá háttur verið hafður á að gosdrykkjarisarnir ákveða sjálfir hvernig gosinu og vatnsdrykkjum er raðað í hillur verslana – ekki starfsmenn verslananna. Um þetta fyrirkomulag hafa risarnir tveir á markaðnum – sem jafnan hafa þar verið einráðir – haft með sér samráð. Á því leikur ekki vafi. Vífilfell og Ölgerðin hafa þannig, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, skipt með sér verslunum og skipulagt þar hillumetrana. Þannig hefur til dæmis Vífilfell teiknað upp hillurnar í Melabúðinni – fyrir bæði fyrirtækin – og Ölgerðin í Nóatúni – sömuleiðis fyrir bæði fyrirtækin. Verslanirnar hafa að endingu úrslitavald um það hvað ratar í hillur þeirra og hvernig, en þetta fyrirkomulag hefur fest sig í sessi og verslunum þótt hagræði af, enda hafa ekki aðrir gosdrykkjaframleiðendur verið um hituna síðustu áratugi. Þetta hefur því sparað verslunum rökræður við risana tvo um það hvernig stilla beri upp vörum þeirra. Skipulagið er teiknað í þar til gerðu forriti sem heitir Spaceman og bæði fyrirtæki notast við, og byggist á sölutölum frá AC Nielsen fyrir síðustu tólf mánuði. Það getur, eðli málsins samkvæmt, gert nýliðum á markaði, sem ekkert hafa selt síðustu tólf mánuði, erfitt fyrir. Meðal þeirra eru til dæmis Gosverksmiðjan Klettur og nokkrir vatnsframleiðendur. Ekki hefur beint verið farið með þetta skipulag sem neitt mannsmorð. Alla jafna hangir mynd af því í goskælum verslana, jafnvel merkt öðru hvoru fyrirtækinu. En nú hefur Samkeppniseftirlitið tekið við sér og rannsakar málið sem lögbrot. Fulltrúar stofnunarinnar lögðu hald á talsvert magn gagna hjá báðum fyrirtækjum á þriðjudag og afrituðu tölvupóstsamskipti. Næst þarf að leggjast yfir gögnin og vega þau og meta. Rannsóknin mun, ef að líkum lætur, taka mánuði – jafnvel ár. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Sjá meira