Mikilvægt að við drögum úr óvissunni 21. apríl 2011 07:00 Árni páll Hálfur sigur er unninn, segir efnahags- og viðskiptaráðherra sem bíður eftir lánshæfismati Standard & Poor‘s.Fréttablaðið/Stefán „Þetta er gott að sjá, nú er hálfur sigur unninn,“ segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. Matsfyrirtækið Moody‘s staðfesti síðdegis í gær lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs. Þær eru Baa3/P-3, einu haki fyrir ofan ruslflokk. Horfur eru enn neikvæðar, að mati fyrirtækisins. Beðið hefur verið eftir nýju mati frá matsfyrirtækjunum Moody‘s & Standard & Poor‘s síðan Icesave-samkomulagið var fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir tæpum hálfum mánuði. Matsfyrirtækið Fitch hefur þegar fært lánshæfismat ríkissjóðs í ruslflokk. Enn er beðið eftir Standard & Poor‘s. Í mati Moody‘s segir að þrátt fyrir að Icesave-samkomulagið hafi verið fellt sé jákvæði þátturinn sá að útlit sé fyrir að stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi fái senn hlutagreiðslu úr þrotabúi gamla Landsbankans. Til viðbótar virðist eignasafn bankans verðmætara en áður var talið. Þá er ekki talið líklegt að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar hafi áhrif á efnahagsáætlun AGS og stjórnvalda þótt fimmta endurskoðun áætlunarinnar muni tefjast. Árni Páll og sendinefnd á vegum íslenskra stjórnvalda fundaði með matsfyrirtækjunum á vorfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um síðustu helgi. Hann telur að fundirnir hafi hjálpað til og skilað betra mati en útlit var fyrir. „Það er gömul saga og ný að matsfyrirtækjum er illa við óvissu og því mikilvægt að við drögum úr áhættunni. Ef okkur tekst að forðast lækkun lánshæfismatsins ættum við að ná betur utan um hlutina á næstu misserum,“ segir Árni Páll. - jab Fréttir Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
„Þetta er gott að sjá, nú er hálfur sigur unninn,“ segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. Matsfyrirtækið Moody‘s staðfesti síðdegis í gær lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs. Þær eru Baa3/P-3, einu haki fyrir ofan ruslflokk. Horfur eru enn neikvæðar, að mati fyrirtækisins. Beðið hefur verið eftir nýju mati frá matsfyrirtækjunum Moody‘s & Standard & Poor‘s síðan Icesave-samkomulagið var fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir tæpum hálfum mánuði. Matsfyrirtækið Fitch hefur þegar fært lánshæfismat ríkissjóðs í ruslflokk. Enn er beðið eftir Standard & Poor‘s. Í mati Moody‘s segir að þrátt fyrir að Icesave-samkomulagið hafi verið fellt sé jákvæði þátturinn sá að útlit sé fyrir að stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi fái senn hlutagreiðslu úr þrotabúi gamla Landsbankans. Til viðbótar virðist eignasafn bankans verðmætara en áður var talið. Þá er ekki talið líklegt að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar hafi áhrif á efnahagsáætlun AGS og stjórnvalda þótt fimmta endurskoðun áætlunarinnar muni tefjast. Árni Páll og sendinefnd á vegum íslenskra stjórnvalda fundaði með matsfyrirtækjunum á vorfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um síðustu helgi. Hann telur að fundirnir hafi hjálpað til og skilað betra mati en útlit var fyrir. „Það er gömul saga og ný að matsfyrirtækjum er illa við óvissu og því mikilvægt að við drögum úr áhættunni. Ef okkur tekst að forðast lækkun lánshæfismatsins ættum við að ná betur utan um hlutina á næstu misserum,“ segir Árni Páll. - jab
Fréttir Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira