Átök innan tískubransans Sara McMahon skrifar 20. apríl 2011 21:00 Fagstjórinn Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri fatahönnunardeildar LHÍ, segir menn greina á um hvernig koma eigi íslenskri fatahönnun á framfæri. fréttablaðið/vilhelm Linda Björg Árnadóttir segir að nám í fatahönnun sé fyrst og fremst listnám, ekki nám í vöruhönnun. Hún segir að fólk innan tískubransans sé ósammála um hvernig eigi að koma íslenskri fatahönnun á framfæri. Útskriftarsýning fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands fer fram í Hafnarhúsinu á skírdag og munu tveir erlendir prófdómarar dæma lokaverkefni nemenda. Dómararnir eru Emily Harris sem starfar hjá Sonia Rykiel og hin danska Rikke Ruhwald sem hefur meðal annars unnið hjá Rykiel og Lacroix. Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri fatahönnunardeildar, telur mikilvægt að fá hingað hlutlausa aðila til að meta starfið sem fram fer við skólann. „Líkt og hjá öðrum hönnunarskólum er námið hjá okkur listnám og við erum að þjálfa fólk til að vinna á svokölluðu efsta stigi „prêt-à-porter" hönnunar. Árlega fáum við til okkar gestadómara, sem allir eru starfandi hjá bestu hönnunarhúsunum, til að dæma útskriftarverkefnin," segir Linda Björg og bætir við að árgangurinn í ár sé sérstaklega sterkur. Að hennar sögn er áberandi ágreiningur manna á milli innan íslenska tískubransans og fólk ósammála um hvernig eigi að koma íslenskri fatahönnun á framfæri. Því sé gott að fá hingað hlutlausa aðila til að dæma prófverkefni nemenda. „Ég hef meðal annars heyrt að nemendur okkar séu að hanna svo frumleg föt að það sé ekki hægt að ganga í þeim. Það fólk hefur greinilega litla þekkingu á fatahönnunarnámi því það er fyrst og fremst listnám og ekki nám í vöruframleiðslu. Þá þekkingu fá krakkarnir bæði í starfsnámi og starfi. Hér heima er mikið um að fólk hanni fatnað í „massaframleiðslu-gæðum" en kynni hana sem „prêt-à-porter", líkt og sumt af því sem sýnt var á RFF. Það má alls ekki rugla þessum tveimur mörkuðum saman, hönnun í „massaframleiðslu- gæðum" á að kynna á öðrum stöðum og á annan hátt," útskýrir Linda Björg. Útskriftarsýningin fer fram klukkan 20.00 í Listasafni Reykjavíkur. RFF Tíska og hönnun Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Sjá meira
Linda Björg Árnadóttir segir að nám í fatahönnun sé fyrst og fremst listnám, ekki nám í vöruhönnun. Hún segir að fólk innan tískubransans sé ósammála um hvernig eigi að koma íslenskri fatahönnun á framfæri. Útskriftarsýning fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands fer fram í Hafnarhúsinu á skírdag og munu tveir erlendir prófdómarar dæma lokaverkefni nemenda. Dómararnir eru Emily Harris sem starfar hjá Sonia Rykiel og hin danska Rikke Ruhwald sem hefur meðal annars unnið hjá Rykiel og Lacroix. Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri fatahönnunardeildar, telur mikilvægt að fá hingað hlutlausa aðila til að meta starfið sem fram fer við skólann. „Líkt og hjá öðrum hönnunarskólum er námið hjá okkur listnám og við erum að þjálfa fólk til að vinna á svokölluðu efsta stigi „prêt-à-porter" hönnunar. Árlega fáum við til okkar gestadómara, sem allir eru starfandi hjá bestu hönnunarhúsunum, til að dæma útskriftarverkefnin," segir Linda Björg og bætir við að árgangurinn í ár sé sérstaklega sterkur. Að hennar sögn er áberandi ágreiningur manna á milli innan íslenska tískubransans og fólk ósammála um hvernig eigi að koma íslenskri fatahönnun á framfæri. Því sé gott að fá hingað hlutlausa aðila til að dæma prófverkefni nemenda. „Ég hef meðal annars heyrt að nemendur okkar séu að hanna svo frumleg föt að það sé ekki hægt að ganga í þeim. Það fólk hefur greinilega litla þekkingu á fatahönnunarnámi því það er fyrst og fremst listnám og ekki nám í vöruframleiðslu. Þá þekkingu fá krakkarnir bæði í starfsnámi og starfi. Hér heima er mikið um að fólk hanni fatnað í „massaframleiðslu-gæðum" en kynni hana sem „prêt-à-porter", líkt og sumt af því sem sýnt var á RFF. Það má alls ekki rugla þessum tveimur mörkuðum saman, hönnun í „massaframleiðslu- gæðum" á að kynna á öðrum stöðum og á annan hátt," útskýrir Linda Björg. Útskriftarsýningin fer fram klukkan 20.00 í Listasafni Reykjavíkur.
RFF Tíska og hönnun Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Sjá meira