Átök innan tískubransans Sara McMahon skrifar 20. apríl 2011 21:00 Fagstjórinn Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri fatahönnunardeildar LHÍ, segir menn greina á um hvernig koma eigi íslenskri fatahönnun á framfæri. fréttablaðið/vilhelm Linda Björg Árnadóttir segir að nám í fatahönnun sé fyrst og fremst listnám, ekki nám í vöruhönnun. Hún segir að fólk innan tískubransans sé ósammála um hvernig eigi að koma íslenskri fatahönnun á framfæri. Útskriftarsýning fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands fer fram í Hafnarhúsinu á skírdag og munu tveir erlendir prófdómarar dæma lokaverkefni nemenda. Dómararnir eru Emily Harris sem starfar hjá Sonia Rykiel og hin danska Rikke Ruhwald sem hefur meðal annars unnið hjá Rykiel og Lacroix. Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri fatahönnunardeildar, telur mikilvægt að fá hingað hlutlausa aðila til að meta starfið sem fram fer við skólann. „Líkt og hjá öðrum hönnunarskólum er námið hjá okkur listnám og við erum að þjálfa fólk til að vinna á svokölluðu efsta stigi „prêt-à-porter" hönnunar. Árlega fáum við til okkar gestadómara, sem allir eru starfandi hjá bestu hönnunarhúsunum, til að dæma útskriftarverkefnin," segir Linda Björg og bætir við að árgangurinn í ár sé sérstaklega sterkur. Að hennar sögn er áberandi ágreiningur manna á milli innan íslenska tískubransans og fólk ósammála um hvernig eigi að koma íslenskri fatahönnun á framfæri. Því sé gott að fá hingað hlutlausa aðila til að dæma prófverkefni nemenda. „Ég hef meðal annars heyrt að nemendur okkar séu að hanna svo frumleg föt að það sé ekki hægt að ganga í þeim. Það fólk hefur greinilega litla þekkingu á fatahönnunarnámi því það er fyrst og fremst listnám og ekki nám í vöruframleiðslu. Þá þekkingu fá krakkarnir bæði í starfsnámi og starfi. Hér heima er mikið um að fólk hanni fatnað í „massaframleiðslu-gæðum" en kynni hana sem „prêt-à-porter", líkt og sumt af því sem sýnt var á RFF. Það má alls ekki rugla þessum tveimur mörkuðum saman, hönnun í „massaframleiðslu- gæðum" á að kynna á öðrum stöðum og á annan hátt," útskýrir Linda Björg. Útskriftarsýningin fer fram klukkan 20.00 í Listasafni Reykjavíkur. RFF Tíska og hönnun Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
Linda Björg Árnadóttir segir að nám í fatahönnun sé fyrst og fremst listnám, ekki nám í vöruhönnun. Hún segir að fólk innan tískubransans sé ósammála um hvernig eigi að koma íslenskri fatahönnun á framfæri. Útskriftarsýning fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands fer fram í Hafnarhúsinu á skírdag og munu tveir erlendir prófdómarar dæma lokaverkefni nemenda. Dómararnir eru Emily Harris sem starfar hjá Sonia Rykiel og hin danska Rikke Ruhwald sem hefur meðal annars unnið hjá Rykiel og Lacroix. Linda Björg Árnadóttir, fagstjóri fatahönnunardeildar, telur mikilvægt að fá hingað hlutlausa aðila til að meta starfið sem fram fer við skólann. „Líkt og hjá öðrum hönnunarskólum er námið hjá okkur listnám og við erum að þjálfa fólk til að vinna á svokölluðu efsta stigi „prêt-à-porter" hönnunar. Árlega fáum við til okkar gestadómara, sem allir eru starfandi hjá bestu hönnunarhúsunum, til að dæma útskriftarverkefnin," segir Linda Björg og bætir við að árgangurinn í ár sé sérstaklega sterkur. Að hennar sögn er áberandi ágreiningur manna á milli innan íslenska tískubransans og fólk ósammála um hvernig eigi að koma íslenskri fatahönnun á framfæri. Því sé gott að fá hingað hlutlausa aðila til að dæma prófverkefni nemenda. „Ég hef meðal annars heyrt að nemendur okkar séu að hanna svo frumleg föt að það sé ekki hægt að ganga í þeim. Það fólk hefur greinilega litla þekkingu á fatahönnunarnámi því það er fyrst og fremst listnám og ekki nám í vöruframleiðslu. Þá þekkingu fá krakkarnir bæði í starfsnámi og starfi. Hér heima er mikið um að fólk hanni fatnað í „massaframleiðslu-gæðum" en kynni hana sem „prêt-à-porter", líkt og sumt af því sem sýnt var á RFF. Það má alls ekki rugla þessum tveimur mörkuðum saman, hönnun í „massaframleiðslu- gæðum" á að kynna á öðrum stöðum og á annan hátt," útskýrir Linda Björg. Útskriftarsýningin fer fram klukkan 20.00 í Listasafni Reykjavíkur.
RFF Tíska og hönnun Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira