Fólk í Þverholti telur húsgrunn slysagildru 20. apríl 2011 06:00 Byggingareitur við Þverholt 15 Eins og sjá má safnast mikið vatn í grunninn. Börn sækja inn fyrir girðinguna og er óttast að slys geti orðið, þar sem vatnið verður mjög djúpt.fréttablaðið/valli „Ég horfi á krakkana leika sér á svæðinu og hef af því þungar áhyggjur að hérna verði slys fyrr en seinna. Í grunninn safnast mikið vatn og verður því best lýst sem stöðuvatni innan bæjarmarkanna,“ segir Þórleifur V. Friðriksson, prentsmiðjustjóri Hjá GuðjónÓ í Þverholti 13. Við Þverholt 15 stendur svæði eins og það var þegar jarðvinnu lauk árið 2008 en Byggingafélag námsmanna hugðist reisa 400 stúdentaíbúðir á lóðum við Þverholt og Einholt. Svæðið er nú í eigu Landsbankans. Böðvar Jónsson, framkvæmdastjóri Byggingafélags námsmanna, segir félagið annast svæðið fyrir Landsbankann en hann sér ekki í fljótu bragði hvað er hægt að gera til að gera svæðið öruggara en nú er. Svæðið hafi verið girt af og dælur settar upp til að dæla vatni úr grunninum þegar það hafi safnast upp. Þórleifur segir að þrátt fyrir að dælt sé upp úr grunninum dugi það ekki til. Grunnurinn fyllist hraðar en dælt sé og fyrr en varir séu komin börn til að leika sér. Að því hafi hann ítrekað orðið vitni. Þórleifur segir ástandið á svæðinu bagalegt því vegna framkvæmdanna á sínum tíma hafi meirihluta Þverholtsins verið breytt í einstefnugötu. Það geri rekstur fyrirtækis eins og stórrar prentsmiðju ekki auðveldari. Hann spyr hvort ekki megi taka til á svæðinu; loka grunninum og gera Þverholtið þannig úr garði að auðveldara sé fyrir fólk og fyrirtæki að sinna sínum daglegu störfum. Magnús Sædal Svavarsson, byggingafulltrúi Reykjavíkurborgar, tekur undir að óviðunandi sé hvernig skilið hafi verið við svæðið. „Það er ekki hægt að fullyrða hvað þetta mun bíða svona lengi en það kostar líklega tugi milljóna að koma þessu í eitthvert nothæft ástand; fylla holuna og ganga frá þessu.“ Hvað hættur varðar á byggingarsvæðinu segir Magnús að hann sé „sæmilega rólegur yfir þessu, en ekki meira en það. En það er niðurdrepandi að þetta þurfi að vera svona og þetta væri betur eini staðurinn. Þeir eru því miður miklu fleiri.“ Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, segir bankann hafa reynt að fá samstarfsaðila til að byggja svæðið upp. Komið hafi til greina að halda áfram með verkefnið eins og það var hugsað en hingað til hafi sú leit verið árangurslaus. Reginn, dótturfélag Landsbankans sem fer með umsýslu og ráðstöfun fasteigna og fasteignafélaga, tekur sennilega við svæðinu, að sögn Kristjáns. Reginn mun reyna að þróa verkefnið áfram undir sínum hatti. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
„Ég horfi á krakkana leika sér á svæðinu og hef af því þungar áhyggjur að hérna verði slys fyrr en seinna. Í grunninn safnast mikið vatn og verður því best lýst sem stöðuvatni innan bæjarmarkanna,“ segir Þórleifur V. Friðriksson, prentsmiðjustjóri Hjá GuðjónÓ í Þverholti 13. Við Þverholt 15 stendur svæði eins og það var þegar jarðvinnu lauk árið 2008 en Byggingafélag námsmanna hugðist reisa 400 stúdentaíbúðir á lóðum við Þverholt og Einholt. Svæðið er nú í eigu Landsbankans. Böðvar Jónsson, framkvæmdastjóri Byggingafélags námsmanna, segir félagið annast svæðið fyrir Landsbankann en hann sér ekki í fljótu bragði hvað er hægt að gera til að gera svæðið öruggara en nú er. Svæðið hafi verið girt af og dælur settar upp til að dæla vatni úr grunninum þegar það hafi safnast upp. Þórleifur segir að þrátt fyrir að dælt sé upp úr grunninum dugi það ekki til. Grunnurinn fyllist hraðar en dælt sé og fyrr en varir séu komin börn til að leika sér. Að því hafi hann ítrekað orðið vitni. Þórleifur segir ástandið á svæðinu bagalegt því vegna framkvæmdanna á sínum tíma hafi meirihluta Þverholtsins verið breytt í einstefnugötu. Það geri rekstur fyrirtækis eins og stórrar prentsmiðju ekki auðveldari. Hann spyr hvort ekki megi taka til á svæðinu; loka grunninum og gera Þverholtið þannig úr garði að auðveldara sé fyrir fólk og fyrirtæki að sinna sínum daglegu störfum. Magnús Sædal Svavarsson, byggingafulltrúi Reykjavíkurborgar, tekur undir að óviðunandi sé hvernig skilið hafi verið við svæðið. „Það er ekki hægt að fullyrða hvað þetta mun bíða svona lengi en það kostar líklega tugi milljóna að koma þessu í eitthvert nothæft ástand; fylla holuna og ganga frá þessu.“ Hvað hættur varðar á byggingarsvæðinu segir Magnús að hann sé „sæmilega rólegur yfir þessu, en ekki meira en það. En það er niðurdrepandi að þetta þurfi að vera svona og þetta væri betur eini staðurinn. Þeir eru því miður miklu fleiri.“ Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, segir bankann hafa reynt að fá samstarfsaðila til að byggja svæðið upp. Komið hafi til greina að halda áfram með verkefnið eins og það var hugsað en hingað til hafi sú leit verið árangurslaus. Reginn, dótturfélag Landsbankans sem fer með umsýslu og ráðstöfun fasteigna og fasteignafélaga, tekur sennilega við svæðinu, að sögn Kristjáns. Reginn mun reyna að þróa verkefnið áfram undir sínum hatti. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira