Kvótakerfinu breytt í tveimur skrefum 20. apríl 2011 06:45 Til skoðunar er hvort hyggilegt sé að vinna að breytingum á lögum um stjórn fiskveiða í tveimur skrefum í stað eins, eins og að var stefnt. Vinna við nýtt frumvarp hefur tekið mun lengri tíma en áætlað var. Í fyrstu var stefnt að framlagningu þess á haustþingi. Í janúar boðaði Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að frumvarpið yrði lagt fram í febrúar og fyrir helgi lýsti Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra því yfir að það yrði lagt fram í maí. Starfið er að sönnu flókið og viðamikið og – samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins – flóknara og viðameira en talið var. Nú er unnið að hagfræðilegri úttekt á þeim leiðum sem stjórnvöld vilja fara. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar til Samtaka atvinnulífsins sem samtökin hafa birt segir að þau ætli að „brjóta upp forgang núverandi kvótahafa að lokuðu kerfi og reisa skorður við að þeir geti fénýtt þá sameign landsmanna sem fiskimiðin eru með því að leigja eða selja öðrum veiðiheimildir á himinháu verði“. Um leið stefna þau að því að „skapa sjávarútveginum traust rekstrarskilyrði til lengri tíma, auka þjóðhagkvæmni greinarinnar og treysta atvinnufrelsi og jafnræði innan hennar“. Meðal þess sem er til skoðunar er hvort unnt sé að leggja fram frumvarp á næstunni sem miðar að því að uppboðsmarkaður með tilteknar aflaheimildir verði settur á laggirnar þegar nýtt fiskveiðiár hefst 1. september. Beðið yrði með stór álitamál á borð við afnotatíma á aflaheimildum, hlutdeild heildarafla í sérstökum pottum og breytingar á framsali aflamarks þar til í haust. Í sumar gæti hins vegar farið fram umræða um málin á breiðum vettvangi, meðal annars með tilliti til niðurstöðu áðurnefndrar hagfræðilegrar úttektar. Ekki ríkir eining meðal þingmanna stjórnarflokkanna um hve langt eigi að ganga í breytingum á kerfinu. Einstaka þingmenn Samfylkingarinnar vilja ganga langt en innan VG eru sterk öfl sem vilja fara varlega í breytingar.- bþs Fréttir Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Til skoðunar er hvort hyggilegt sé að vinna að breytingum á lögum um stjórn fiskveiða í tveimur skrefum í stað eins, eins og að var stefnt. Vinna við nýtt frumvarp hefur tekið mun lengri tíma en áætlað var. Í fyrstu var stefnt að framlagningu þess á haustþingi. Í janúar boðaði Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að frumvarpið yrði lagt fram í febrúar og fyrir helgi lýsti Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra því yfir að það yrði lagt fram í maí. Starfið er að sönnu flókið og viðamikið og – samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins – flóknara og viðameira en talið var. Nú er unnið að hagfræðilegri úttekt á þeim leiðum sem stjórnvöld vilja fara. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar til Samtaka atvinnulífsins sem samtökin hafa birt segir að þau ætli að „brjóta upp forgang núverandi kvótahafa að lokuðu kerfi og reisa skorður við að þeir geti fénýtt þá sameign landsmanna sem fiskimiðin eru með því að leigja eða selja öðrum veiðiheimildir á himinháu verði“. Um leið stefna þau að því að „skapa sjávarútveginum traust rekstrarskilyrði til lengri tíma, auka þjóðhagkvæmni greinarinnar og treysta atvinnufrelsi og jafnræði innan hennar“. Meðal þess sem er til skoðunar er hvort unnt sé að leggja fram frumvarp á næstunni sem miðar að því að uppboðsmarkaður með tilteknar aflaheimildir verði settur á laggirnar þegar nýtt fiskveiðiár hefst 1. september. Beðið yrði með stór álitamál á borð við afnotatíma á aflaheimildum, hlutdeild heildarafla í sérstökum pottum og breytingar á framsali aflamarks þar til í haust. Í sumar gæti hins vegar farið fram umræða um málin á breiðum vettvangi, meðal annars með tilliti til niðurstöðu áðurnefndrar hagfræðilegrar úttektar. Ekki ríkir eining meðal þingmanna stjórnarflokkanna um hve langt eigi að ganga í breytingum á kerfinu. Einstaka þingmenn Samfylkingarinnar vilja ganga langt en innan VG eru sterk öfl sem vilja fara varlega í breytingar.- bþs
Fréttir Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira