Kvótakerfinu breytt í tveimur skrefum 20. apríl 2011 06:45 Til skoðunar er hvort hyggilegt sé að vinna að breytingum á lögum um stjórn fiskveiða í tveimur skrefum í stað eins, eins og að var stefnt. Vinna við nýtt frumvarp hefur tekið mun lengri tíma en áætlað var. Í fyrstu var stefnt að framlagningu þess á haustþingi. Í janúar boðaði Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að frumvarpið yrði lagt fram í febrúar og fyrir helgi lýsti Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra því yfir að það yrði lagt fram í maí. Starfið er að sönnu flókið og viðamikið og – samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins – flóknara og viðameira en talið var. Nú er unnið að hagfræðilegri úttekt á þeim leiðum sem stjórnvöld vilja fara. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar til Samtaka atvinnulífsins sem samtökin hafa birt segir að þau ætli að „brjóta upp forgang núverandi kvótahafa að lokuðu kerfi og reisa skorður við að þeir geti fénýtt þá sameign landsmanna sem fiskimiðin eru með því að leigja eða selja öðrum veiðiheimildir á himinháu verði“. Um leið stefna þau að því að „skapa sjávarútveginum traust rekstrarskilyrði til lengri tíma, auka þjóðhagkvæmni greinarinnar og treysta atvinnufrelsi og jafnræði innan hennar“. Meðal þess sem er til skoðunar er hvort unnt sé að leggja fram frumvarp á næstunni sem miðar að því að uppboðsmarkaður með tilteknar aflaheimildir verði settur á laggirnar þegar nýtt fiskveiðiár hefst 1. september. Beðið yrði með stór álitamál á borð við afnotatíma á aflaheimildum, hlutdeild heildarafla í sérstökum pottum og breytingar á framsali aflamarks þar til í haust. Í sumar gæti hins vegar farið fram umræða um málin á breiðum vettvangi, meðal annars með tilliti til niðurstöðu áðurnefndrar hagfræðilegrar úttektar. Ekki ríkir eining meðal þingmanna stjórnarflokkanna um hve langt eigi að ganga í breytingum á kerfinu. Einstaka þingmenn Samfylkingarinnar vilja ganga langt en innan VG eru sterk öfl sem vilja fara varlega í breytingar.- bþs Fréttir Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fleiri fréttir Ekki hægt að skrá sig inn á island.is Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Sjá meira
Til skoðunar er hvort hyggilegt sé að vinna að breytingum á lögum um stjórn fiskveiða í tveimur skrefum í stað eins, eins og að var stefnt. Vinna við nýtt frumvarp hefur tekið mun lengri tíma en áætlað var. Í fyrstu var stefnt að framlagningu þess á haustþingi. Í janúar boðaði Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að frumvarpið yrði lagt fram í febrúar og fyrir helgi lýsti Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra því yfir að það yrði lagt fram í maí. Starfið er að sönnu flókið og viðamikið og – samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins – flóknara og viðameira en talið var. Nú er unnið að hagfræðilegri úttekt á þeim leiðum sem stjórnvöld vilja fara. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar til Samtaka atvinnulífsins sem samtökin hafa birt segir að þau ætli að „brjóta upp forgang núverandi kvótahafa að lokuðu kerfi og reisa skorður við að þeir geti fénýtt þá sameign landsmanna sem fiskimiðin eru með því að leigja eða selja öðrum veiðiheimildir á himinháu verði“. Um leið stefna þau að því að „skapa sjávarútveginum traust rekstrarskilyrði til lengri tíma, auka þjóðhagkvæmni greinarinnar og treysta atvinnufrelsi og jafnræði innan hennar“. Meðal þess sem er til skoðunar er hvort unnt sé að leggja fram frumvarp á næstunni sem miðar að því að uppboðsmarkaður með tilteknar aflaheimildir verði settur á laggirnar þegar nýtt fiskveiðiár hefst 1. september. Beðið yrði með stór álitamál á borð við afnotatíma á aflaheimildum, hlutdeild heildarafla í sérstökum pottum og breytingar á framsali aflamarks þar til í haust. Í sumar gæti hins vegar farið fram umræða um málin á breiðum vettvangi, meðal annars með tilliti til niðurstöðu áðurnefndrar hagfræðilegrar úttektar. Ekki ríkir eining meðal þingmanna stjórnarflokkanna um hve langt eigi að ganga í breytingum á kerfinu. Einstaka þingmenn Samfylkingarinnar vilja ganga langt en innan VG eru sterk öfl sem vilja fara varlega í breytingar.- bþs
Fréttir Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fleiri fréttir Ekki hægt að skrá sig inn á island.is Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Sjá meira