Pistillinn: Að skora á sjálfan sig Helga Margrét Þorsteinsdóttir skrifar 16. apríl 2011 07:00 Helga Margrét Þorsteinsdóttir, frjálsíþróttakona. Karolina Klüft er ein besta frjálsíþróttakona sem uppi hefur verið. Ég hef verið svo ótrúlega heppin að fá að kynnast henni og það hefur vakið mig til umhugsunar um hvað það er sem aðgreinir framúrskarandi afreksíþróttamenn frá þeim sem ná ekki jafn góðum árangri. Það vakti hjá mér mikla aðdáun þegar Klüft sagði mér frá því að hún gengist reglulega undir það sem hún kallaði „andlegt próf“. Síðasta haust ákvað hún t.d. að fara alein út í skóg og gista í afskekktu timburhúsi. Í eyrum margra hljómar það ekki merkilegt en þegar maður óttast ekkert meira en myrkrið og einmanaleikann, eins og raunin var í hennar tilviki, þá er heilmikil áskorun fólgin í þessu uppátæki. Hún einbeitti sér að því að halda ró sinni, hafa fulla stjórn á huganum og leyfa ekki þruski og dýrahljóðum að hafa áhrif á sig. Hún prófaði sjálfa sig, horfðist í augu við óttann og sigraði að lokum! Það er þessi sigurþorsti og óendanlegi vilji til þess að bæta sig sífellt á öllum sviðum sem einkennir afreksfólk! Afreksíþróttamenn láta sér ekki nægja að sigra andstæðinga sína heldur verða þeir einnig að sigra sjálfa sig. Afreksíþróttafólk nærist á áskorunum og í augum þess er ekkert ómögulegt. Sjálfstraustið og trúin á eigin getu er óbilandi. Ef íþróttamaður er ekki sannfærður um að hann geti náð þeim árangri sem hann hefur einseitt sér að ná er ólíklegt að honum takist það. Að skora á sjálfan sig, stíga út fyrir þægindahringinn og prófa eitthvað nýtt er því góð aðferð til þess að auka sjálfstraustið og trúna á eigin getu. Ef það er eitthvað sem þú óttast eða telur þig ekki vera færa/n um að gera skaltu horfast í augu við það og skora á sjálfa/n þig. Þegar þú hefur svo sigrað áskorunina stendur þú uppi sem sigurvegari, uppfull/ur af sjálfstrausti og handviss um að ekkert sé þér ómögulegt! Innlendar Pistillinn Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Draumadeildin staðið undir væntingum Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sjá meira
Karolina Klüft er ein besta frjálsíþróttakona sem uppi hefur verið. Ég hef verið svo ótrúlega heppin að fá að kynnast henni og það hefur vakið mig til umhugsunar um hvað það er sem aðgreinir framúrskarandi afreksíþróttamenn frá þeim sem ná ekki jafn góðum árangri. Það vakti hjá mér mikla aðdáun þegar Klüft sagði mér frá því að hún gengist reglulega undir það sem hún kallaði „andlegt próf“. Síðasta haust ákvað hún t.d. að fara alein út í skóg og gista í afskekktu timburhúsi. Í eyrum margra hljómar það ekki merkilegt en þegar maður óttast ekkert meira en myrkrið og einmanaleikann, eins og raunin var í hennar tilviki, þá er heilmikil áskorun fólgin í þessu uppátæki. Hún einbeitti sér að því að halda ró sinni, hafa fulla stjórn á huganum og leyfa ekki þruski og dýrahljóðum að hafa áhrif á sig. Hún prófaði sjálfa sig, horfðist í augu við óttann og sigraði að lokum! Það er þessi sigurþorsti og óendanlegi vilji til þess að bæta sig sífellt á öllum sviðum sem einkennir afreksfólk! Afreksíþróttamenn láta sér ekki nægja að sigra andstæðinga sína heldur verða þeir einnig að sigra sjálfa sig. Afreksíþróttafólk nærist á áskorunum og í augum þess er ekkert ómögulegt. Sjálfstraustið og trúin á eigin getu er óbilandi. Ef íþróttamaður er ekki sannfærður um að hann geti náð þeim árangri sem hann hefur einseitt sér að ná er ólíklegt að honum takist það. Að skora á sjálfan sig, stíga út fyrir þægindahringinn og prófa eitthvað nýtt er því góð aðferð til þess að auka sjálfstraustið og trúna á eigin getu. Ef það er eitthvað sem þú óttast eða telur þig ekki vera færa/n um að gera skaltu horfast í augu við það og skora á sjálfa/n þig. Þegar þú hefur svo sigrað áskorunina stendur þú uppi sem sigurvegari, uppfull/ur af sjálfstrausti og handviss um að ekkert sé þér ómögulegt!
Innlendar Pistillinn Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Draumadeildin staðið undir væntingum Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sjá meira