Litirnir gripu athyglina 19. apríl 2011 08:00 Dísir boutique er ný vefverslun sem selur endurnýtanlegar töskur frá Envirosax. Fyrirtækið var stofnað árið 2010 til að bjóða upp á vörur sem taka tillit til umhverfisins, eru einstakar og fjölnota. „Þetta ævintýri hófst með því að ég og dóttir mín vorum á vörusýningu í Kaupmannahöfn og sáum þessar töskur þar," segir Þórey Þórisdóttir, eigandi vefverslunarinnar Dísir.is. „Það voru litirnir á töskunum sem fönguðu athygli okkar og þegar við komumst að því hver sagan á bak við þær var hugsuðum við okkur ekki tvisvar um. Þetta er einstaklega falleg hönnun og litirnir lífga svo sannarlega upp á umhverfið." „Hugmyndasmiðir og eigendur Envirosax eru Belinda og Mark David-Tooze, sem hafa tileinkað sér þann lífsstíl að lifa lífrænu, sjálfbæru og kolefnalausu lífi í uppsveitum Ástralíu og reka fyrirtækið sitt þaðan. Þau hafa tileinkað sér þá viðskiptastefnu að draga úr mengun og endurnýta og endurvinna plast svo dæmi sé tekið," segir Þórey. Auk tasknanna frá Envirosax selur hún fylgihluti fyrir konur á öllum aldri, hálsmen frá ýmsum hönnuðum, til dæmis úr silfri og leðri, og hálsklúta frá sænska fyrirtækinu Maja. „Við reynum að halda sömu stefnu varðandi fylgihlutina," segir Þórey, „en það er erfitt að komast hjá því að plast og önnur ólífræn efni séu notuð í þeim. Klútarnir hins vegar eru úr bómull og hör og hundrað prósent náttúrulegir." Þórey segir viðtökurnar hafa verið mjög góðar og nýlega hóf hún samstarf við verslunina Fígúru á Skólavörðustíg þar sem hún selur töskurnar. „Já, við leigjum þar smápláss," segir Þórey. „Ætlum svona að sjá til hvernig það gengur. Draumurinn er svo að opna sjálf verslun í framtíðinni en við tökum þetta bara eitt skref í einu." fridrikab@frettabladid.is Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Dísir boutique er ný vefverslun sem selur endurnýtanlegar töskur frá Envirosax. Fyrirtækið var stofnað árið 2010 til að bjóða upp á vörur sem taka tillit til umhverfisins, eru einstakar og fjölnota. „Þetta ævintýri hófst með því að ég og dóttir mín vorum á vörusýningu í Kaupmannahöfn og sáum þessar töskur þar," segir Þórey Þórisdóttir, eigandi vefverslunarinnar Dísir.is. „Það voru litirnir á töskunum sem fönguðu athygli okkar og þegar við komumst að því hver sagan á bak við þær var hugsuðum við okkur ekki tvisvar um. Þetta er einstaklega falleg hönnun og litirnir lífga svo sannarlega upp á umhverfið." „Hugmyndasmiðir og eigendur Envirosax eru Belinda og Mark David-Tooze, sem hafa tileinkað sér þann lífsstíl að lifa lífrænu, sjálfbæru og kolefnalausu lífi í uppsveitum Ástralíu og reka fyrirtækið sitt þaðan. Þau hafa tileinkað sér þá viðskiptastefnu að draga úr mengun og endurnýta og endurvinna plast svo dæmi sé tekið," segir Þórey. Auk tasknanna frá Envirosax selur hún fylgihluti fyrir konur á öllum aldri, hálsmen frá ýmsum hönnuðum, til dæmis úr silfri og leðri, og hálsklúta frá sænska fyrirtækinu Maja. „Við reynum að halda sömu stefnu varðandi fylgihlutina," segir Þórey, „en það er erfitt að komast hjá því að plast og önnur ólífræn efni séu notuð í þeim. Klútarnir hins vegar eru úr bómull og hör og hundrað prósent náttúrulegir." Þórey segir viðtökurnar hafa verið mjög góðar og nýlega hóf hún samstarf við verslunina Fígúru á Skólavörðustíg þar sem hún selur töskurnar. „Já, við leigjum þar smápláss," segir Þórey. „Ætlum svona að sjá til hvernig það gengur. Draumurinn er svo að opna sjálf verslun í framtíðinni en við tökum þetta bara eitt skref í einu." fridrikab@frettabladid.is
Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira