Pistillinn: Ciao Carlo Hjörvar Hafliðason skrifar 9. apríl 2011 12:45 Hjörvar Hafliðason Roman Abramovich, eigandi Chelsea, elskar Meistaradeild Evrópu rétt eins og litlir strákar elska Leiftur McQueen. Hann hefur látið hafa það eftir sér að lag keppninnar sé eitt af hans uppáhalds, keppnisfyrirkomulagið fullkomið og hann þráir bikarinn og hans stóru eyru. Í Meistaradeildinni hefur enginn verið óheppnari en Roman. Árið 2005 féll lið hans úr leik gegn Liverpool á marki sem enginn veit enn þann dag í dag hvort hafi verið inni eða ekki. Árið 2008 í Moskvu var hann einni spyrnu frá fyrirheitna landinu en þá tók John Terry upp á því að renna á rassinn í aðhlaupi og skaut boltanum í stöng. Svo ári seinna lenti hann í Norðmanninum Tom Henning Övrebro sem flautaði Chelsea úr keppni í undanúrslitum Meistarardeildinnar. Þegar betur er að gáð er með ólíkindum að engin rannsókn hafi farið fram eftir þann leik því dómarnir sem féllu gegn Chelsea voru ótrúlegir. Á miðvikudag var enn eitt slæma kvöldið hjá Roman í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar, lið hans tapaði 0-1 fyrir Manchester United. Hún var kunnugleg sagan fyrir Rússann því á lokamínútu leiksins braut Patrice Evra leikmaður Manchester United á Ramirez leikmanni Chelsea. Klárt víti og rautt en spænskur dómari lét leikinn halda áfram. Enn falla hlutirnir ekki fyrir Íslandsvininum Roman. Það verður við ramman reip að draga hjá Chelsea á þriðjudag á Old Trafford en eitt er víst að ef Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóra Chelsea, mistekst að slá Manchester United úr leik þá verður hann ekki kallinn í brúnni á Brúnni á næstu leiktíð. Roman er óhræddur við skipta, sama hvað það kostar. Það sannar 300 milljón dollara skilnaður hans árið 2007 og þeir sex knattspyrnustjórar sem hann hefur ráðið og rekið frá því hann keypti liðið á fallegum sumardegi 2003. Sigur á þriðjudag, Carlo, eða þú færð að sofa með fiskunum, eða missir djobbið alla vega! Pistillinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fleiri fréttir Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Sjá meira
Roman Abramovich, eigandi Chelsea, elskar Meistaradeild Evrópu rétt eins og litlir strákar elska Leiftur McQueen. Hann hefur látið hafa það eftir sér að lag keppninnar sé eitt af hans uppáhalds, keppnisfyrirkomulagið fullkomið og hann þráir bikarinn og hans stóru eyru. Í Meistaradeildinni hefur enginn verið óheppnari en Roman. Árið 2005 féll lið hans úr leik gegn Liverpool á marki sem enginn veit enn þann dag í dag hvort hafi verið inni eða ekki. Árið 2008 í Moskvu var hann einni spyrnu frá fyrirheitna landinu en þá tók John Terry upp á því að renna á rassinn í aðhlaupi og skaut boltanum í stöng. Svo ári seinna lenti hann í Norðmanninum Tom Henning Övrebro sem flautaði Chelsea úr keppni í undanúrslitum Meistarardeildinnar. Þegar betur er að gáð er með ólíkindum að engin rannsókn hafi farið fram eftir þann leik því dómarnir sem féllu gegn Chelsea voru ótrúlegir. Á miðvikudag var enn eitt slæma kvöldið hjá Roman í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar, lið hans tapaði 0-1 fyrir Manchester United. Hún var kunnugleg sagan fyrir Rússann því á lokamínútu leiksins braut Patrice Evra leikmaður Manchester United á Ramirez leikmanni Chelsea. Klárt víti og rautt en spænskur dómari lét leikinn halda áfram. Enn falla hlutirnir ekki fyrir Íslandsvininum Roman. Það verður við ramman reip að draga hjá Chelsea á þriðjudag á Old Trafford en eitt er víst að ef Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóra Chelsea, mistekst að slá Manchester United úr leik þá verður hann ekki kallinn í brúnni á Brúnni á næstu leiktíð. Roman er óhræddur við skipta, sama hvað það kostar. Það sannar 300 milljón dollara skilnaður hans árið 2007 og þeir sex knattspyrnustjórar sem hann hefur ráðið og rekið frá því hann keypti liðið á fallegum sumardegi 2003. Sigur á þriðjudag, Carlo, eða þú færð að sofa með fiskunum, eða missir djobbið alla vega!
Pistillinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Fleiri fréttir Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Sjá meira