Aukinn útflutningur er lykill batans 7. apríl 2011 06:00 JP Morgan Chase í London. Í spá sinni gerir bankinn ráð fyrir að bygging álvers í Helguvík hefjist á næsta ári.Nordicphotos/AFP Hagvöxtur sem byggir á auknum útflutningi er lykillinn að efnahagsbata á Íslandi, að mati greiningar sem bankinn JPMorgan Chase í Lundúnum birti 1. apríl. Um leið bendir bankinn á að vexti útflutnings séu nokkrar skorður settar, bæði vegna þeirrar tregðu sem gjaldeyrishöft valda og hversu langan tíma taki að koma í gang verkefnum tengdum jarðvarma. Bankinn gerir í spá sinni ráð fyrir að bygging álvers í Helguvík hefjist á næsta ári. Í greiningu bankans er einnig áréttað að „já“ í kosningum um Icesave muni hjálpa til við fjármögnun á Íslandi og auka traust markaðarins á landinu. Sérstaklega eru nefndir þrír þættir þar sem óvissu yrði eytt. Í fyrsta lagi verði með því tryggð lán frá Norðurlöndunum, sem séu í heild sinni um helmingur lánafyrirgreiðslu í tengslum við efnhagsáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þá myndi „já“ leiða til hærra lánshæfismats Íslands og bæta aðgang að erlendum lánamörkuðum og flýta fyrir afnámi gjaldeyrishafta. Í þriðja lagi komi „já“ svo til með að liðka fyrir inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru. „Verði bæði Icesave og ESB-aðild samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu, teljum við að Ísland gæti gengið í sambandið árið 2013 og tekið upp evru nokkrum árum síðar,“ segir í greiningu bankans. - óká Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hagvöxtur sem byggir á auknum útflutningi er lykillinn að efnahagsbata á Íslandi, að mati greiningar sem bankinn JPMorgan Chase í Lundúnum birti 1. apríl. Um leið bendir bankinn á að vexti útflutnings séu nokkrar skorður settar, bæði vegna þeirrar tregðu sem gjaldeyrishöft valda og hversu langan tíma taki að koma í gang verkefnum tengdum jarðvarma. Bankinn gerir í spá sinni ráð fyrir að bygging álvers í Helguvík hefjist á næsta ári. Í greiningu bankans er einnig áréttað að „já“ í kosningum um Icesave muni hjálpa til við fjármögnun á Íslandi og auka traust markaðarins á landinu. Sérstaklega eru nefndir þrír þættir þar sem óvissu yrði eytt. Í fyrsta lagi verði með því tryggð lán frá Norðurlöndunum, sem séu í heild sinni um helmingur lánafyrirgreiðslu í tengslum við efnhagsáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þá myndi „já“ leiða til hærra lánshæfismats Íslands og bæta aðgang að erlendum lánamörkuðum og flýta fyrir afnámi gjaldeyrishafta. Í þriðja lagi komi „já“ svo til með að liðka fyrir inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru. „Verði bæði Icesave og ESB-aðild samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu, teljum við að Ísland gæti gengið í sambandið árið 2013 og tekið upp evru nokkrum árum síðar,“ segir í greiningu bankans. - óká
Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira