Meirihlutinn hafnar Icesave 7. apríl 2011 06:30 Skoðakönnun sem birt var í fréttum Stöðvar 2 gær sýndi einnig að meirihluti landsmanna hyggst hafna Icesave-lögunum í kosningunum á laugardaginn. Mynd/Stefán Meirihluti landsmanna ætlar að hafna Icesave-samningunum í þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardag samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Alls sögðust 54,8 prósent þeirra sem afstöðu tóku ætla að hafna lögunum en 45,2 prósent sögðust ætla að samþykkja þau. Ríflega 76 prósent þátttakenda í könnuninni gáfu upp afstöðu sína, en um 24 prósent sögðust ekki hafa gert upp hug sinn, ekki ætla á kjörstað eða vildu ekki svara. Óákveðnum virðist samkvæmt þessu fara fækkandi eftir því sem líður að kjördegi. Allt stefnir í að kjörsókn verði með besta móti. Um 90,2 þeirra sem afstöðu tóku sögðu mjög eða frekar líklegt að þeir færu á kjörstað. Aðeins 6 prósent sögðu mjög eða frekar ólíklegt að þeir myndu kjósa. Um 3,8 prósent sögðu hvorki líklegt né ólíklegt að þau færu á kjörstað. Nánar verður fjallað um niðurstöður könnunarinnar í Fréttablaðinu á morgun. Hringt var í 800 manns dagana 5. og 6. apríl. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá og skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Ætlar þú að samþykkja Icesave-samkomulagið eða hafna því í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu þann 9. aprí? Þeir sem sögðust óákveðnir voru spurðir: Hvort er líklegra, að þú samþykkir Icesave-samkomulagið eða hafnir því? Alls tóku 76,1 prósent afstöðu. Einnig var spurt: Hversu líklegt eða ólíklegt er að þú munir kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave? Alls tóku 92,3 prósent afstöðu til þeirrar spurningar. - bj Icesave Tengdar fréttir Óvinsældir stjórnarinnar skila sér í neii "Stjórnarflokkarnir eru að tapa gríðarlegu fylgi á sama tíma og Icesave-nei-ið virðist vera í uppsveiflu. Þannig að það virðist vera einhver tilhneiging þar, en maður skyldi hafa einhvern fyrirvara á því,“ segir Birgir Guðmundsson, stjórnmálafræðingur við Háskólann á Akureyri, um nýja skoðanakönnun um fylgi stjórnmálaflokkanna og afstöðu almennings til Icesave-laganna. 6. apríl 2011 22:15 Meirihlutinn vill fella Icesave Icesave samningarnir verða felldir í þjóðaratkvæðagreiðslu á laugardag. Tæplega fimmtíu og sjö prósent þjóðarinnar ætla að segja nei samkvæmt nýrri könnun Stöðvar 2. Algjör umsnúningur hefur orðið í afstöðu fólks til málsins á nokkrum vikum. 6. apríl 2011 18:30 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira
Meirihluti landsmanna ætlar að hafna Icesave-samningunum í þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardag samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Alls sögðust 54,8 prósent þeirra sem afstöðu tóku ætla að hafna lögunum en 45,2 prósent sögðust ætla að samþykkja þau. Ríflega 76 prósent þátttakenda í könnuninni gáfu upp afstöðu sína, en um 24 prósent sögðust ekki hafa gert upp hug sinn, ekki ætla á kjörstað eða vildu ekki svara. Óákveðnum virðist samkvæmt þessu fara fækkandi eftir því sem líður að kjördegi. Allt stefnir í að kjörsókn verði með besta móti. Um 90,2 þeirra sem afstöðu tóku sögðu mjög eða frekar líklegt að þeir færu á kjörstað. Aðeins 6 prósent sögðu mjög eða frekar ólíklegt að þeir myndu kjósa. Um 3,8 prósent sögðu hvorki líklegt né ólíklegt að þau færu á kjörstað. Nánar verður fjallað um niðurstöður könnunarinnar í Fréttablaðinu á morgun. Hringt var í 800 manns dagana 5. og 6. apríl. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá og skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Ætlar þú að samþykkja Icesave-samkomulagið eða hafna því í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu þann 9. aprí? Þeir sem sögðust óákveðnir voru spurðir: Hvort er líklegra, að þú samþykkir Icesave-samkomulagið eða hafnir því? Alls tóku 76,1 prósent afstöðu. Einnig var spurt: Hversu líklegt eða ólíklegt er að þú munir kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave? Alls tóku 92,3 prósent afstöðu til þeirrar spurningar. - bj
Icesave Tengdar fréttir Óvinsældir stjórnarinnar skila sér í neii "Stjórnarflokkarnir eru að tapa gríðarlegu fylgi á sama tíma og Icesave-nei-ið virðist vera í uppsveiflu. Þannig að það virðist vera einhver tilhneiging þar, en maður skyldi hafa einhvern fyrirvara á því,“ segir Birgir Guðmundsson, stjórnmálafræðingur við Háskólann á Akureyri, um nýja skoðanakönnun um fylgi stjórnmálaflokkanna og afstöðu almennings til Icesave-laganna. 6. apríl 2011 22:15 Meirihlutinn vill fella Icesave Icesave samningarnir verða felldir í þjóðaratkvæðagreiðslu á laugardag. Tæplega fimmtíu og sjö prósent þjóðarinnar ætla að segja nei samkvæmt nýrri könnun Stöðvar 2. Algjör umsnúningur hefur orðið í afstöðu fólks til málsins á nokkrum vikum. 6. apríl 2011 18:30 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira
Óvinsældir stjórnarinnar skila sér í neii "Stjórnarflokkarnir eru að tapa gríðarlegu fylgi á sama tíma og Icesave-nei-ið virðist vera í uppsveiflu. Þannig að það virðist vera einhver tilhneiging þar, en maður skyldi hafa einhvern fyrirvara á því,“ segir Birgir Guðmundsson, stjórnmálafræðingur við Háskólann á Akureyri, um nýja skoðanakönnun um fylgi stjórnmálaflokkanna og afstöðu almennings til Icesave-laganna. 6. apríl 2011 22:15
Meirihlutinn vill fella Icesave Icesave samningarnir verða felldir í þjóðaratkvæðagreiðslu á laugardag. Tæplega fimmtíu og sjö prósent þjóðarinnar ætla að segja nei samkvæmt nýrri könnun Stöðvar 2. Algjör umsnúningur hefur orðið í afstöðu fólks til málsins á nokkrum vikum. 6. apríl 2011 18:30