Fyrstu tölur verða klárar fyrir ellefu 6. apríl 2011 04:30 Í atkvæðagreiðslunni í fyrra voru allir atkvæðaseðlar fluttir til Reykjavíkur til talningar. Nú verður talið í hverju kjördæmi. Fréttablaðið/Stefán Von er á fyrstu tölum úr þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave-samninginn á laugardag fyrir klukkan ellefu um kvöldið. Þær munu líkast til koma úr Norðausturkjördæmi, ef marka má orð formanns yfirkjörstjórnar kjördæmisins en hann er sá eini sem segist sannfærður um að hægt verði að kynna tölur fyrir þann tíma. „Það er alveg klárt," segir Páll Hlöðversson, formaður yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi. „Við verðum tilbúin með fyrstu tölur nálægt ellefu, jafnvel enn fyrr." Formenn yfirkjörstjórna í Norðvestur-, Suður- og Suðvesturkjördæmum segjast stefna að því að kynna fyrstu tölur klukkan ellefu, og í Reykjavík er talað um að fyrstu tölur verði líklega tilbúnar „einhvern tíma á tólfta tímanum". Talning hefst í öllum kjördæmum á slaginu tíu en í þremur kjördæmum stendur til að byrja að flokka atkvæðin nokkrum klukkustundum fyrr. Í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og í Norðausturkjördæmi verða kjörkassarnir hins vegar ekki opnaðir fyrr en klukkan tíu. Sveinn Sveinsson, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, segir að það verði gert til að taka enga óþarfa áhættu, í ljósi ógildingar Hæstaréttar á kosningunum til stjórnlagaþings. Með hliðsjón af þeirri ákvörðun hefur landskjörstjórn nú skipað tólf manns sem umboðsmenn ólíkra sjónarmiða í Icesave-málinu, tvo í hverju kjördæmi, til að fylgjast með á kjörstöðum og að talningin fari rétt fram. Óljóst er hvenær talningu mun ljúka en líklega er það mjög breytilegt eftir kjördæmum. Í Reykjavík og Suðvesturkjördæmi búast menn við því að lokatölur gætu legið fyrir um klukkan tvö. Í landsbyggðarkjördæmunum er óvissan meiri, enda þarf í mörgum tilfellum að flytja kjörkassa um langan veg á talningarstaði. Ekið verður með kjörkassa frá Höfn í Hornafirði á Selfoss klukkan tíu. Sá akstur tekur fjóra tíma, og þá á eftir að telja atkvæðin. Þá er það einnig háð veðri á kjördag hvort hægt verður að fljúga með atkvæði frá Ísafirði til Akraness, enda þarf góð veðurskilyrði til að hægt sé að fljúga þar í myrkri. Annars þarf að aka langa leið. Ef allt gengur hins vegar að óskum má búast við að endanlegar tölur af landinu öllu liggi fyrir í síðasta lagi á fimmta tímanum. stigur@frettabladid.is Icesave Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Játaði líkamsárás en sleppur vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Sjá meira
Von er á fyrstu tölum úr þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave-samninginn á laugardag fyrir klukkan ellefu um kvöldið. Þær munu líkast til koma úr Norðausturkjördæmi, ef marka má orð formanns yfirkjörstjórnar kjördæmisins en hann er sá eini sem segist sannfærður um að hægt verði að kynna tölur fyrir þann tíma. „Það er alveg klárt," segir Páll Hlöðversson, formaður yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi. „Við verðum tilbúin með fyrstu tölur nálægt ellefu, jafnvel enn fyrr." Formenn yfirkjörstjórna í Norðvestur-, Suður- og Suðvesturkjördæmum segjast stefna að því að kynna fyrstu tölur klukkan ellefu, og í Reykjavík er talað um að fyrstu tölur verði líklega tilbúnar „einhvern tíma á tólfta tímanum". Talning hefst í öllum kjördæmum á slaginu tíu en í þremur kjördæmum stendur til að byrja að flokka atkvæðin nokkrum klukkustundum fyrr. Í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og í Norðausturkjördæmi verða kjörkassarnir hins vegar ekki opnaðir fyrr en klukkan tíu. Sveinn Sveinsson, formaður yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, segir að það verði gert til að taka enga óþarfa áhættu, í ljósi ógildingar Hæstaréttar á kosningunum til stjórnlagaþings. Með hliðsjón af þeirri ákvörðun hefur landskjörstjórn nú skipað tólf manns sem umboðsmenn ólíkra sjónarmiða í Icesave-málinu, tvo í hverju kjördæmi, til að fylgjast með á kjörstöðum og að talningin fari rétt fram. Óljóst er hvenær talningu mun ljúka en líklega er það mjög breytilegt eftir kjördæmum. Í Reykjavík og Suðvesturkjördæmi búast menn við því að lokatölur gætu legið fyrir um klukkan tvö. Í landsbyggðarkjördæmunum er óvissan meiri, enda þarf í mörgum tilfellum að flytja kjörkassa um langan veg á talningarstaði. Ekið verður með kjörkassa frá Höfn í Hornafirði á Selfoss klukkan tíu. Sá akstur tekur fjóra tíma, og þá á eftir að telja atkvæðin. Þá er það einnig háð veðri á kjördag hvort hægt verður að fljúga með atkvæði frá Ísafirði til Akraness, enda þarf góð veðurskilyrði til að hægt sé að fljúga þar í myrkri. Annars þarf að aka langa leið. Ef allt gengur hins vegar að óskum má búast við að endanlegar tölur af landinu öllu liggi fyrir í síðasta lagi á fimmta tímanum. stigur@frettabladid.is
Icesave Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Játaði líkamsárás en sleppur vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent