Lagfæra brotalamir í ættleiðingarlöggjöf 31. mars 2011 06:45 Ættleitt Fjölmargar tillögur um úrbætur á lögum um ættleiðingar eru í nýlegri úttekt sem unnin var fyrir innanríkisráðuneytið.Nordicphotos/AFP Ögmundur Jónasson Innanríkisráðherra mun á næstu dögum skipa starfshóp sem ætlað er að móta framtíðarstefnu um ættleiðingar hér á landi og undirbúa nauðsynlegar lagabreytingar. „Við leggjum mikið kapp á það í þessu ráðuneyti, sem er ráðuneyti mannréttindamála, að hafa þessi mál í góðu lagi,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. Hann segir að lagfæra verði þær brotalamir sem komið hafi í ljós, en tekur fram að margt hafi þó verið vel gert og ekki sé ætlunin að umturna kerfinu. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, verður formaður starfshópsins. Starfshópnum verða ekki sett tímamörk, en Ögmundur segist leggja áherslu á að hann vinni hratt og vel. Vinna hópsins mun byggja að verulegu leyti á nýlegri úttekt á málaflokknum sem unnin var fyrir ráðuneytið. Þar kemur fram að Ísland skeri sig frá hinum Norðurlöndunum hvað varði fjölda, menntun og sérhæfingu þeirra sem vinni að málaflokknum. Hér séu starfsmenn sem sinni þessum málum of fáir og hafi að auki öðrum skyldum að gegna. Í úttektinni er mælt með að starfsmönnum verði fjölgað. Spurður hvort hægt sé að finna fé til þess í núverandi efnahagsástandi segir Ögmundur þetta ekki bara spurningu um peninga, heldur um forgangsröðun. Verið sé að stokka upp alla stjórnsýsluna sem heyri undir innanríkisráðuneytið, þar með talið þennan málaflokk. Í úttektinni er lagt til að grundvallarbreytingar verði gerðar á því hvernig forsamþykki íslenskra stjórnvalda fyrir því að fólk fái að ættleiða barn verði breytt. Til að mynda er lagt til að mat á umsækjendum verði flutt frá barnaverndarnefndum til einnar stofnunar. Í skýrslunni er mælt með að sú stofnun verði eitt af stóru sýslumannsembættunum á höfuðborgarsvæðinu. Í dag sér sýslumaðurinn í Búðardal um afgreiðslu forsamþykkta. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Maðurinn fundinn Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Ögmundur Jónasson Innanríkisráðherra mun á næstu dögum skipa starfshóp sem ætlað er að móta framtíðarstefnu um ættleiðingar hér á landi og undirbúa nauðsynlegar lagabreytingar. „Við leggjum mikið kapp á það í þessu ráðuneyti, sem er ráðuneyti mannréttindamála, að hafa þessi mál í góðu lagi,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. Hann segir að lagfæra verði þær brotalamir sem komið hafi í ljós, en tekur fram að margt hafi þó verið vel gert og ekki sé ætlunin að umturna kerfinu. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, verður formaður starfshópsins. Starfshópnum verða ekki sett tímamörk, en Ögmundur segist leggja áherslu á að hann vinni hratt og vel. Vinna hópsins mun byggja að verulegu leyti á nýlegri úttekt á málaflokknum sem unnin var fyrir ráðuneytið. Þar kemur fram að Ísland skeri sig frá hinum Norðurlöndunum hvað varði fjölda, menntun og sérhæfingu þeirra sem vinni að málaflokknum. Hér séu starfsmenn sem sinni þessum málum of fáir og hafi að auki öðrum skyldum að gegna. Í úttektinni er mælt með að starfsmönnum verði fjölgað. Spurður hvort hægt sé að finna fé til þess í núverandi efnahagsástandi segir Ögmundur þetta ekki bara spurningu um peninga, heldur um forgangsröðun. Verið sé að stokka upp alla stjórnsýsluna sem heyri undir innanríkisráðuneytið, þar með talið þennan málaflokk. Í úttektinni er lagt til að grundvallarbreytingar verði gerðar á því hvernig forsamþykki íslenskra stjórnvalda fyrir því að fólk fái að ættleiða barn verði breytt. Til að mynda er lagt til að mat á umsækjendum verði flutt frá barnaverndarnefndum til einnar stofnunar. Í skýrslunni er mælt með að sú stofnun verði eitt af stóru sýslumannsembættunum á höfuðborgarsvæðinu. Í dag sér sýslumaðurinn í Búðardal um afgreiðslu forsamþykkta. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Maðurinn fundinn Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira