Fiskveiðikerfið ekki í aðgerðapakkanum 31. mars 2011 05:30 Bíða eftir pakkanum Stjórnvöld munu kynna aðgerðapakka til að liðka fyrir kjaraviðræðum og blása í glæður efnahagslífsins.Fréttablaðið/GVA Ríkisstjórnin mun í dag kynna víðtæka aðgerðaáætlun til að örva atvinnu- og efnahagslíf landsins. Með því er leitast við að svara kröfum aðila vinnumarkaðarins og liðka um fyrir kjaraviðræðum milli ASÍ og Samtaka atvinnulífsins (SA). Forsætisráðherra segir að þar verði ekki kveðið á um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Forsvarsmenn ASÍ og SA hittu forsætisráðherra og fjármálaráðherra á fundi í gær og sagði Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ, að fundi loknum að menn væru orðnir óþreyjufullir eftir útspili stjórnvalda um grundvöll fyrir kjarasamningum til þriggja ára. „Við þurfum innspýtingu í hagkerfið til að skapa störf. En við höfum ekki fengið skýr svör um það hvernig stjórnvöld ætla að skuldbinda sig til að stuðla að viðsnúningi í atvinnulífinu." Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, sagði að þeir myndu nú bíða eftir að sjá hvað fælist í aðgerðaáætlun stjórnarinnar, sem kynnt verður eftir hádegi eftir annan fund með stjórnvöldum. „Við vonum að það verði eitthvað þar um það sem við höfum verið að tala um, þar á meðal sjávarútvegsmál, gjaldeyrishöft og fleira sem við viljum sjá breytast." Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði þó að ekki væri að vænta neins um sjávarútvegsmálin í áætluninni. „Þetta hefur verið eitt aðalvandamálið frá upphafi og við létum vita af því strax að við teldum ekki skynsamlegt að tengja niðurstöðu í sjávarútvegsmálum við kjarasamningaumræðurnar." Jóhanna vildi ekki tjá sig um einstaka þætti en sagði að aðgerðapakkinn yrði víðtækur og fjallaði meðal annars um fjárfestingar, framkvæmdir, skattamál og fleira. Þó vildi hún geta þess að ekki hefði staðið neitt upp á stjórnvöld í þessum kjaraviðræðum. Jóhanna segir að ríkisvaldið hafi ekki komið af jafnmiklum krafti að kjarasamningum og nú og það muni taka á í ríkissjóði, en það sé líka mikið í húfi fyrir stöðugleika til þriggja ára. Spurð sagði Jóhanna að henni þætti líklegt að verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur gætu náð saman um þriggja ára samninga eftir fundinn í dag. „Ef menn ætla ekki að láta fiskveiðistjórnunarkerfið þvælast fyrir, þá er þetta það mikill og stór pakki og svo stórt útspil af hálfu ríkisvaldsins að það væri engin sanngirni í öðru en að þeir fallist á það." thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Sjá meira
Ríkisstjórnin mun í dag kynna víðtæka aðgerðaáætlun til að örva atvinnu- og efnahagslíf landsins. Með því er leitast við að svara kröfum aðila vinnumarkaðarins og liðka um fyrir kjaraviðræðum milli ASÍ og Samtaka atvinnulífsins (SA). Forsætisráðherra segir að þar verði ekki kveðið á um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Forsvarsmenn ASÍ og SA hittu forsætisráðherra og fjármálaráðherra á fundi í gær og sagði Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ, að fundi loknum að menn væru orðnir óþreyjufullir eftir útspili stjórnvalda um grundvöll fyrir kjarasamningum til þriggja ára. „Við þurfum innspýtingu í hagkerfið til að skapa störf. En við höfum ekki fengið skýr svör um það hvernig stjórnvöld ætla að skuldbinda sig til að stuðla að viðsnúningi í atvinnulífinu." Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, sagði að þeir myndu nú bíða eftir að sjá hvað fælist í aðgerðaáætlun stjórnarinnar, sem kynnt verður eftir hádegi eftir annan fund með stjórnvöldum. „Við vonum að það verði eitthvað þar um það sem við höfum verið að tala um, þar á meðal sjávarútvegsmál, gjaldeyrishöft og fleira sem við viljum sjá breytast." Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði þó að ekki væri að vænta neins um sjávarútvegsmálin í áætluninni. „Þetta hefur verið eitt aðalvandamálið frá upphafi og við létum vita af því strax að við teldum ekki skynsamlegt að tengja niðurstöðu í sjávarútvegsmálum við kjarasamningaumræðurnar." Jóhanna vildi ekki tjá sig um einstaka þætti en sagði að aðgerðapakkinn yrði víðtækur og fjallaði meðal annars um fjárfestingar, framkvæmdir, skattamál og fleira. Þó vildi hún geta þess að ekki hefði staðið neitt upp á stjórnvöld í þessum kjaraviðræðum. Jóhanna segir að ríkisvaldið hafi ekki komið af jafnmiklum krafti að kjarasamningum og nú og það muni taka á í ríkissjóði, en það sé líka mikið í húfi fyrir stöðugleika til þriggja ára. Spurð sagði Jóhanna að henni þætti líklegt að verkalýðshreyfingin og atvinnurekendur gætu náð saman um þriggja ára samninga eftir fundinn í dag. „Ef menn ætla ekki að láta fiskveiðistjórnunarkerfið þvælast fyrir, þá er þetta það mikill og stór pakki og svo stórt útspil af hálfu ríkisvaldsins að það væri engin sanngirni í öðru en að þeir fallist á það." thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Sjá meira