Nóg komið af áhættusækni 31. mars 2011 05:00 Margrét Kristmannsdóttir „Mín skoðun er að það verði svo sem engin ragnarök þótt Icesave verði hafnað eins og sumir vilja halda fram,“ segir Margrét Kristmannsdóttir, formaður Samtaka verslunar og þjónustu. „En hitt er annað mál að þú hittir ekki svo mann í kaffistofu eða matarboði að ekki sé verið að ræða um að hér sé ekkert að gerast. Og ég held að það ástand muni þá halda áfram.“ Margrét segir það ekki að ástæðulausu að aðilar vinnumarkaðarins, bæði Alþýðusambandið og Samtök atvinnulífsins, leggi ofurkapp á að málið verði klárað. „Menn sjá að Icesave muni meðal annars viðhalda þessu frosti sem er í atvinnulífinu og við verðum með öllum ráðum að ná hagvexti af stað á ný.“ Margrét bendir á að í fyrra hafi hagvöxtur verið neikvæður og að í ár stefni í þrjátíu milljörðum lakari afkomu ríkissjóðs en gert hafi verið ráð fyrir. „Það er næstum sama upphæð og Icesave.“ Í öðru lagi segir Margrét óvissuna um það sem við taki vera það sem verst sé fyrir atvinnulífið. „Á meðan halda fyrirtæki að sér höndum. Ég finn það til dæmis í mínum rekstri að þegar maður sér ekki fyrir hvernig aðstæður verða eftir hálft eða heilt ár, þá sitja menn með hendur í skauti á meðan.“ Margrét segir það hafa ráðið úrslitum um að hún ætli að segja já í komandi kosningum að henni finnist þessi þjóð búin að taka nógu mikla áhættu undanfarin ár og vera allt of áhættusækin. „Áhættusæknin olli því að hér varð algjört hrun. Mér finnst að þessar kynslóðir sem bera landið uppi og stjórna því, hvort heldur sem það er í stjórnmálum eða atvinnulífi, hafi tekið nóga áhættu fyrir börnin okkar.“ Margrét segir nóg komið, valið standi á milli þess að taka á sig þrjátíu milljarða króna kostnað eða hætta á kostnað upp á 750 milljarða. Hún segir íslensku Icesave-samninganefndina hafa unnið þrekvirki í að ná fram frábærum samningi. „Þar er kostnaður sem þjóðin ræður mjög vel við og kannski ekki nema tíu prósent af heildarkostnaðinum við hrunið. En við erum einhvern veginn aldrei að tala um þessi níutíu prósent,“ segir hún og bætir við að ekkert sé að því að fá á sig eitt mark í fótboltaleik ef maður skori tvö mörk á móti og vinni leikinn. „Fyrir mér snýst Icesave um miklu alvarlegri hluti en lögfræði og ég er ekki tilbúin að taka alla þessa áhættu þegar við erum komin með þennan frábæra samning í hendurnar.“ Fréttir Icesave Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
„Mín skoðun er að það verði svo sem engin ragnarök þótt Icesave verði hafnað eins og sumir vilja halda fram,“ segir Margrét Kristmannsdóttir, formaður Samtaka verslunar og þjónustu. „En hitt er annað mál að þú hittir ekki svo mann í kaffistofu eða matarboði að ekki sé verið að ræða um að hér sé ekkert að gerast. Og ég held að það ástand muni þá halda áfram.“ Margrét segir það ekki að ástæðulausu að aðilar vinnumarkaðarins, bæði Alþýðusambandið og Samtök atvinnulífsins, leggi ofurkapp á að málið verði klárað. „Menn sjá að Icesave muni meðal annars viðhalda þessu frosti sem er í atvinnulífinu og við verðum með öllum ráðum að ná hagvexti af stað á ný.“ Margrét bendir á að í fyrra hafi hagvöxtur verið neikvæður og að í ár stefni í þrjátíu milljörðum lakari afkomu ríkissjóðs en gert hafi verið ráð fyrir. „Það er næstum sama upphæð og Icesave.“ Í öðru lagi segir Margrét óvissuna um það sem við taki vera það sem verst sé fyrir atvinnulífið. „Á meðan halda fyrirtæki að sér höndum. Ég finn það til dæmis í mínum rekstri að þegar maður sér ekki fyrir hvernig aðstæður verða eftir hálft eða heilt ár, þá sitja menn með hendur í skauti á meðan.“ Margrét segir það hafa ráðið úrslitum um að hún ætli að segja já í komandi kosningum að henni finnist þessi þjóð búin að taka nógu mikla áhættu undanfarin ár og vera allt of áhættusækin. „Áhættusæknin olli því að hér varð algjört hrun. Mér finnst að þessar kynslóðir sem bera landið uppi og stjórna því, hvort heldur sem það er í stjórnmálum eða atvinnulífi, hafi tekið nóga áhættu fyrir börnin okkar.“ Margrét segir nóg komið, valið standi á milli þess að taka á sig þrjátíu milljarða króna kostnað eða hætta á kostnað upp á 750 milljarða. Hún segir íslensku Icesave-samninganefndina hafa unnið þrekvirki í að ná fram frábærum samningi. „Þar er kostnaður sem þjóðin ræður mjög vel við og kannski ekki nema tíu prósent af heildarkostnaðinum við hrunið. En við erum einhvern veginn aldrei að tala um þessi níutíu prósent,“ segir hún og bætir við að ekkert sé að því að fá á sig eitt mark í fótboltaleik ef maður skori tvö mörk á móti og vinni leikinn. „Fyrir mér snýst Icesave um miklu alvarlegri hluti en lögfræði og ég er ekki tilbúin að taka alla þessa áhættu þegar við erum komin með þennan frábæra samning í hendurnar.“
Fréttir Icesave Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira