Fá bætur vegna samráðs 30. mars 2011 05:00 Myndin er úr safni. Verið er að leggja lokahönd á samninga á milli þriggja olíufélaga og hátt í 100 einstaklinga sem lögðu fram kvartanir til Neytendasamtakanna (NS) þegar samkeppnisyfirvöld afhjúpuðu níu ára langt verðsamráð fyrirtækjanna árið 2005. NS ákváðu í janúar árið 2005 að höfða mál fyrir hönd neytenda sem skiluðu inn nótum sem sönnuðu viðskipti þeirra við olíufélögin Esso, Olís og Skeljung. Á þeim tíma voru ekki komin fram lög um hópmálsóknir og því hefur málið verið látið liggja í sex ár. Jóhannes Gunnarsson, formaður NS, segir að málinu sé að ljúka. „Þetta hefur dregist, því miður. En ég vona að þessu ljúki á allra næstu dögum. Málið vannst á sínum tíma og það liggur fyrir að fólkið fær bætur.“ Hann vill ekki tjá sig efnislega um innihald samninganna fyrr en búið er að ganga frá þeim að fullu. Lögfræðistofa Reykjavíkur er með umboð fyrir mál einstaklinganna og er hvert og eitt mál metið stakt. Peningabætur fara eftir umfangi þeirra gagna sem skilað var til NS. Árið 2007 var Ker hf., sem áður átti Esso, dæmt til að greiða Sigurði Hreinssyni, trésmið frá Húsavík, 15 þúsund krónur í bætur með vöxtum. Málið byggði hann á bensínnótum frá árunum 1995 til 2001. Hann krafði Ker um 180 þúsund krónur vegna bensíns sem hann hafði keypt hjá Esso á því tímabili, þar sem sannað var að olíufélögin höfðu með sér samráð. Mál Sigurðar er eina klára fordæmið sem liggur fyrir í málinu. Hann safnaði afar samviskusamlega saman öllum bensínnótum sem hann fékk á því tímabili sem verðsamráðið átti sér stað og keypti bensín fyrir um það bil tvær milljónir króna. Miðað við mál trésmiðsins frá Húsavík verða bæturnar sem þessir hundrað einstaklingar munu fá því líklega ekki háar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins munu þeir aðilar sem Lögfræðistofa Reykjavíkur er með umboð fyrir fá greiddar bæturnar með dráttarvöxtum sem reiknast frá því tímabili sem nóturnar segja til um. Einungis á eftir að ganga að fullu frá samningum við eitt olíufyrirtæki. - sv Fréttir Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Verið er að leggja lokahönd á samninga á milli þriggja olíufélaga og hátt í 100 einstaklinga sem lögðu fram kvartanir til Neytendasamtakanna (NS) þegar samkeppnisyfirvöld afhjúpuðu níu ára langt verðsamráð fyrirtækjanna árið 2005. NS ákváðu í janúar árið 2005 að höfða mál fyrir hönd neytenda sem skiluðu inn nótum sem sönnuðu viðskipti þeirra við olíufélögin Esso, Olís og Skeljung. Á þeim tíma voru ekki komin fram lög um hópmálsóknir og því hefur málið verið látið liggja í sex ár. Jóhannes Gunnarsson, formaður NS, segir að málinu sé að ljúka. „Þetta hefur dregist, því miður. En ég vona að þessu ljúki á allra næstu dögum. Málið vannst á sínum tíma og það liggur fyrir að fólkið fær bætur.“ Hann vill ekki tjá sig efnislega um innihald samninganna fyrr en búið er að ganga frá þeim að fullu. Lögfræðistofa Reykjavíkur er með umboð fyrir mál einstaklinganna og er hvert og eitt mál metið stakt. Peningabætur fara eftir umfangi þeirra gagna sem skilað var til NS. Árið 2007 var Ker hf., sem áður átti Esso, dæmt til að greiða Sigurði Hreinssyni, trésmið frá Húsavík, 15 þúsund krónur í bætur með vöxtum. Málið byggði hann á bensínnótum frá árunum 1995 til 2001. Hann krafði Ker um 180 þúsund krónur vegna bensíns sem hann hafði keypt hjá Esso á því tímabili, þar sem sannað var að olíufélögin höfðu með sér samráð. Mál Sigurðar er eina klára fordæmið sem liggur fyrir í málinu. Hann safnaði afar samviskusamlega saman öllum bensínnótum sem hann fékk á því tímabili sem verðsamráðið átti sér stað og keypti bensín fyrir um það bil tvær milljónir króna. Miðað við mál trésmiðsins frá Húsavík verða bæturnar sem þessir hundrað einstaklingar munu fá því líklega ekki háar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins munu þeir aðilar sem Lögfræðistofa Reykjavíkur er með umboð fyrir fá greiddar bæturnar með dráttarvöxtum sem reiknast frá því tímabili sem nóturnar segja til um. Einungis á eftir að ganga að fullu frá samningum við eitt olíufyrirtæki. - sv
Fréttir Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira