Fá bætur vegna samráðs 30. mars 2011 05:00 Myndin er úr safni. Verið er að leggja lokahönd á samninga á milli þriggja olíufélaga og hátt í 100 einstaklinga sem lögðu fram kvartanir til Neytendasamtakanna (NS) þegar samkeppnisyfirvöld afhjúpuðu níu ára langt verðsamráð fyrirtækjanna árið 2005. NS ákváðu í janúar árið 2005 að höfða mál fyrir hönd neytenda sem skiluðu inn nótum sem sönnuðu viðskipti þeirra við olíufélögin Esso, Olís og Skeljung. Á þeim tíma voru ekki komin fram lög um hópmálsóknir og því hefur málið verið látið liggja í sex ár. Jóhannes Gunnarsson, formaður NS, segir að málinu sé að ljúka. „Þetta hefur dregist, því miður. En ég vona að þessu ljúki á allra næstu dögum. Málið vannst á sínum tíma og það liggur fyrir að fólkið fær bætur.“ Hann vill ekki tjá sig efnislega um innihald samninganna fyrr en búið er að ganga frá þeim að fullu. Lögfræðistofa Reykjavíkur er með umboð fyrir mál einstaklinganna og er hvert og eitt mál metið stakt. Peningabætur fara eftir umfangi þeirra gagna sem skilað var til NS. Árið 2007 var Ker hf., sem áður átti Esso, dæmt til að greiða Sigurði Hreinssyni, trésmið frá Húsavík, 15 þúsund krónur í bætur með vöxtum. Málið byggði hann á bensínnótum frá árunum 1995 til 2001. Hann krafði Ker um 180 þúsund krónur vegna bensíns sem hann hafði keypt hjá Esso á því tímabili, þar sem sannað var að olíufélögin höfðu með sér samráð. Mál Sigurðar er eina klára fordæmið sem liggur fyrir í málinu. Hann safnaði afar samviskusamlega saman öllum bensínnótum sem hann fékk á því tímabili sem verðsamráðið átti sér stað og keypti bensín fyrir um það bil tvær milljónir króna. Miðað við mál trésmiðsins frá Húsavík verða bæturnar sem þessir hundrað einstaklingar munu fá því líklega ekki háar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins munu þeir aðilar sem Lögfræðistofa Reykjavíkur er með umboð fyrir fá greiddar bæturnar með dráttarvöxtum sem reiknast frá því tímabili sem nóturnar segja til um. Einungis á eftir að ganga að fullu frá samningum við eitt olíufyrirtæki. - sv Fréttir Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Búið að laga bilunina Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fleiri fréttir Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Sjá meira
Verið er að leggja lokahönd á samninga á milli þriggja olíufélaga og hátt í 100 einstaklinga sem lögðu fram kvartanir til Neytendasamtakanna (NS) þegar samkeppnisyfirvöld afhjúpuðu níu ára langt verðsamráð fyrirtækjanna árið 2005. NS ákváðu í janúar árið 2005 að höfða mál fyrir hönd neytenda sem skiluðu inn nótum sem sönnuðu viðskipti þeirra við olíufélögin Esso, Olís og Skeljung. Á þeim tíma voru ekki komin fram lög um hópmálsóknir og því hefur málið verið látið liggja í sex ár. Jóhannes Gunnarsson, formaður NS, segir að málinu sé að ljúka. „Þetta hefur dregist, því miður. En ég vona að þessu ljúki á allra næstu dögum. Málið vannst á sínum tíma og það liggur fyrir að fólkið fær bætur.“ Hann vill ekki tjá sig efnislega um innihald samninganna fyrr en búið er að ganga frá þeim að fullu. Lögfræðistofa Reykjavíkur er með umboð fyrir mál einstaklinganna og er hvert og eitt mál metið stakt. Peningabætur fara eftir umfangi þeirra gagna sem skilað var til NS. Árið 2007 var Ker hf., sem áður átti Esso, dæmt til að greiða Sigurði Hreinssyni, trésmið frá Húsavík, 15 þúsund krónur í bætur með vöxtum. Málið byggði hann á bensínnótum frá árunum 1995 til 2001. Hann krafði Ker um 180 þúsund krónur vegna bensíns sem hann hafði keypt hjá Esso á því tímabili, þar sem sannað var að olíufélögin höfðu með sér samráð. Mál Sigurðar er eina klára fordæmið sem liggur fyrir í málinu. Hann safnaði afar samviskusamlega saman öllum bensínnótum sem hann fékk á því tímabili sem verðsamráðið átti sér stað og keypti bensín fyrir um það bil tvær milljónir króna. Miðað við mál trésmiðsins frá Húsavík verða bæturnar sem þessir hundrað einstaklingar munu fá því líklega ekki háar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins munu þeir aðilar sem Lögfræðistofa Reykjavíkur er með umboð fyrir fá greiddar bæturnar með dráttarvöxtum sem reiknast frá því tímabili sem nóturnar segja til um. Einungis á eftir að ganga að fullu frá samningum við eitt olíufyrirtæki. - sv
Fréttir Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Búið að laga bilunina Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fleiri fréttir Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Sjá meira