Fræjum sáð úr tímavél Trausti Júlíusson skrifar 29. mars 2011 08:00 The Dandelion Seeds. Tónlist. Það er auðheyrt strax á fyrstu tónum þessarar plötu hvert meðlimir hljómsveitarinnar The Dandelion Seeds hafa leitað eftir innblæstri. Fyrsta lagið á þessari fjögurra laga plötu, Fuzz-Shine, byrjar á skærum fuzz-gítar sem gæti verið tekinn frá einhverju 60's bandinu og svo kemur þetta líka Doors-lega orgel inn eftir nokkra takta. Fuzz-Shine, sem hefur fengið töluverða spilun á Rás 2, er besta lagið á plötunni en hin þrjú eru ekkert slor heldur. The Dandelion Seeds heitir eftir samnefndu lagi með ensku sýrurokksveitinni July sem starfaði á árunum 1968-69. Hún naut ekki mikillar hylli á meðan hún starfaði, en gerði nokkur lög sem hafa lifað. The Dandelion Seeds er fimm manna band skipað tveimur gítarleikurum, bassaleikara, trommuleikara og orgel- og sítarleikara, en tveir meðlimanna skipta með sér söngnum. Tónlistin sækir stíft í skynörvandi tónlist seinni hluta sjöunda áratugarins, hvort sem við tölum um söng, lagasmíðar eða hljóðheim og hönnun umslagsins vísar beint í þann tíma líka. Þessi fyrsta plata The Dandelion Seeds er skemmtilegt innlegg í íslensku poppflóruna. Það verður gaman að sjá á hvert meðlimir sveitarinnar fara með tónlistina á næstu plötum. Niðurstaða: Fín frumsmíð frá efnilegri sveit með fyrirmyndirnar á hreinu. Lífið Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
The Dandelion Seeds. Tónlist. Það er auðheyrt strax á fyrstu tónum þessarar plötu hvert meðlimir hljómsveitarinnar The Dandelion Seeds hafa leitað eftir innblæstri. Fyrsta lagið á þessari fjögurra laga plötu, Fuzz-Shine, byrjar á skærum fuzz-gítar sem gæti verið tekinn frá einhverju 60's bandinu og svo kemur þetta líka Doors-lega orgel inn eftir nokkra takta. Fuzz-Shine, sem hefur fengið töluverða spilun á Rás 2, er besta lagið á plötunni en hin þrjú eru ekkert slor heldur. The Dandelion Seeds heitir eftir samnefndu lagi með ensku sýrurokksveitinni July sem starfaði á árunum 1968-69. Hún naut ekki mikillar hylli á meðan hún starfaði, en gerði nokkur lög sem hafa lifað. The Dandelion Seeds er fimm manna band skipað tveimur gítarleikurum, bassaleikara, trommuleikara og orgel- og sítarleikara, en tveir meðlimanna skipta með sér söngnum. Tónlistin sækir stíft í skynörvandi tónlist seinni hluta sjöunda áratugarins, hvort sem við tölum um söng, lagasmíðar eða hljóðheim og hönnun umslagsins vísar beint í þann tíma líka. Þessi fyrsta plata The Dandelion Seeds er skemmtilegt innlegg í íslensku poppflóruna. Það verður gaman að sjá á hvert meðlimir sveitarinnar fara með tónlistina á næstu plötum. Niðurstaða: Fín frumsmíð frá efnilegri sveit með fyrirmyndirnar á hreinu.
Lífið Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fleiri fréttir Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira