Fræjum sáð úr tímavél Trausti Júlíusson skrifar 29. mars 2011 08:00 The Dandelion Seeds. Tónlist. Það er auðheyrt strax á fyrstu tónum þessarar plötu hvert meðlimir hljómsveitarinnar The Dandelion Seeds hafa leitað eftir innblæstri. Fyrsta lagið á þessari fjögurra laga plötu, Fuzz-Shine, byrjar á skærum fuzz-gítar sem gæti verið tekinn frá einhverju 60's bandinu og svo kemur þetta líka Doors-lega orgel inn eftir nokkra takta. Fuzz-Shine, sem hefur fengið töluverða spilun á Rás 2, er besta lagið á plötunni en hin þrjú eru ekkert slor heldur. The Dandelion Seeds heitir eftir samnefndu lagi með ensku sýrurokksveitinni July sem starfaði á árunum 1968-69. Hún naut ekki mikillar hylli á meðan hún starfaði, en gerði nokkur lög sem hafa lifað. The Dandelion Seeds er fimm manna band skipað tveimur gítarleikurum, bassaleikara, trommuleikara og orgel- og sítarleikara, en tveir meðlimanna skipta með sér söngnum. Tónlistin sækir stíft í skynörvandi tónlist seinni hluta sjöunda áratugarins, hvort sem við tölum um söng, lagasmíðar eða hljóðheim og hönnun umslagsins vísar beint í þann tíma líka. Þessi fyrsta plata The Dandelion Seeds er skemmtilegt innlegg í íslensku poppflóruna. Það verður gaman að sjá á hvert meðlimir sveitarinnar fara með tónlistina á næstu plötum. Niðurstaða: Fín frumsmíð frá efnilegri sveit með fyrirmyndirnar á hreinu. Lífið Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira
The Dandelion Seeds. Tónlist. Það er auðheyrt strax á fyrstu tónum þessarar plötu hvert meðlimir hljómsveitarinnar The Dandelion Seeds hafa leitað eftir innblæstri. Fyrsta lagið á þessari fjögurra laga plötu, Fuzz-Shine, byrjar á skærum fuzz-gítar sem gæti verið tekinn frá einhverju 60's bandinu og svo kemur þetta líka Doors-lega orgel inn eftir nokkra takta. Fuzz-Shine, sem hefur fengið töluverða spilun á Rás 2, er besta lagið á plötunni en hin þrjú eru ekkert slor heldur. The Dandelion Seeds heitir eftir samnefndu lagi með ensku sýrurokksveitinni July sem starfaði á árunum 1968-69. Hún naut ekki mikillar hylli á meðan hún starfaði, en gerði nokkur lög sem hafa lifað. The Dandelion Seeds er fimm manna band skipað tveimur gítarleikurum, bassaleikara, trommuleikara og orgel- og sítarleikara, en tveir meðlimanna skipta með sér söngnum. Tónlistin sækir stíft í skynörvandi tónlist seinni hluta sjöunda áratugarins, hvort sem við tölum um söng, lagasmíðar eða hljóðheim og hönnun umslagsins vísar beint í þann tíma líka. Þessi fyrsta plata The Dandelion Seeds er skemmtilegt innlegg í íslensku poppflóruna. Það verður gaman að sjá á hvert meðlimir sveitarinnar fara með tónlistina á næstu plötum. Niðurstaða: Fín frumsmíð frá efnilegri sveit með fyrirmyndirnar á hreinu.
Lífið Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Dansandi lögreglukór og fangarnir í Sniglabandinu Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Bob og Robbie í bobba Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira