HBT hætti við eftir mælingar 29. mars 2011 05:30 Vélarhús Með rafgreiningu þar sem rafgeymir bíls er notaður til að kljúfa vetni úr vatni telja sumir að draga megi úr eyðslu bíla.Fréttablaðið/SJÓ Vetnisbúnaður sem draga átti úr eldsneytisnotkun bifreiða stendur ekki undir væntingum, að því er fram kemur í umfjöllun Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB). Í frétt á vef Mbl.is um Thor Energy Zolutions var því haldið fram að búnaðurinn gæti dregið úr eldsneytisnotkun bíla og bifhjóla um allt að 30 prósent, auk þess að auka afl og draga úr mengun. Búnaðurinn kostar frá tæpum 70 þúsund krónum og upp í um 130 þúsund. „Ef þú ætlar að framleiða vetnið um borð í bílnum ertu farinn að brenna eldsneyti sem nemur því vetni sem framleitt er í bílnum þannig að í raun á enginn orkuávinningur sér stað. Eldsneytissparnaður upp á jafnvel 30 prósent er einfaldlega óhugsandi,“ hefur fréttavefur FÍB eftir, Ágústu Loftsdóttur eðlisfræðingi og sérfræðingi hjá Orkustofnun, um hvers konar eldsneyti sem nýta má á bíla. Íslenska tæknifyrirtækið HB tækniþjónusta (HBT) ætlaði að framleiða vetnisbúnað fyrir stórar dísilrafstöðvar, búnað sem byggir á sömu hugmyndafræði og hjá Thor Energy Zolutions. Jóhann Benediktsson, stjórnarformaður fyrirtækisins, segir þær áætlanir hafa verið slegnar af eftir mælingar. Hann segir þó ekki hafa verið stefnt að meiri árangri en 2 til 5 prósenta minni eldsneytiseyðslu. „En ég vil ekki gera lítið úr því að vel geti verið að búnaðurinn þeirra auki afl vélanna. En þessar sparnaðartölur standast ekki,“ segir hann. - óká Fréttir Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Vetnisbúnaður sem draga átti úr eldsneytisnotkun bifreiða stendur ekki undir væntingum, að því er fram kemur í umfjöllun Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB). Í frétt á vef Mbl.is um Thor Energy Zolutions var því haldið fram að búnaðurinn gæti dregið úr eldsneytisnotkun bíla og bifhjóla um allt að 30 prósent, auk þess að auka afl og draga úr mengun. Búnaðurinn kostar frá tæpum 70 þúsund krónum og upp í um 130 þúsund. „Ef þú ætlar að framleiða vetnið um borð í bílnum ertu farinn að brenna eldsneyti sem nemur því vetni sem framleitt er í bílnum þannig að í raun á enginn orkuávinningur sér stað. Eldsneytissparnaður upp á jafnvel 30 prósent er einfaldlega óhugsandi,“ hefur fréttavefur FÍB eftir, Ágústu Loftsdóttur eðlisfræðingi og sérfræðingi hjá Orkustofnun, um hvers konar eldsneyti sem nýta má á bíla. Íslenska tæknifyrirtækið HB tækniþjónusta (HBT) ætlaði að framleiða vetnisbúnað fyrir stórar dísilrafstöðvar, búnað sem byggir á sömu hugmyndafræði og hjá Thor Energy Zolutions. Jóhann Benediktsson, stjórnarformaður fyrirtækisins, segir þær áætlanir hafa verið slegnar af eftir mælingar. Hann segir þó ekki hafa verið stefnt að meiri árangri en 2 til 5 prósenta minni eldsneytiseyðslu. „En ég vil ekki gera lítið úr því að vel geti verið að búnaðurinn þeirra auki afl vélanna. En þessar sparnaðartölur standast ekki,“ segir hann. - óká
Fréttir Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira