Æðisleg tilfinning að gefa peninga til góðs málefnis 23. mars 2011 16:33 Hvergerðingurinn Harpa Hrönn Hjaltalín Agnarsdóttir. Fréttablaðið/Stefán Á fermingardegi sínum í fyrra ákvað Harpa Hrönn Hjaltalín Agnarsdóttir að gefa hluta af fermingarpeningum sínum til Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. „Ég vissi að ég fengi meiri peninga í fermingargjöf en ég hefði við að gera og að þeir færu mikið til í nammi og aðra vitleysu, svo mér fannst skynsamlegt að þeir rynnu til fólks sem hefði eitthvað þarfara við þá að gera,“ segir Harpa Hrönn, sem varð snortin af fréttaflutningi um bágstödd börn í Afríku og ákvað að láta tuttugu prósent af andvirði fermingarpeninga sinna renna til Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, Unicef á Íslandi. „Mér fannst tuttugu prósent mátulegt því ég vildi ekki gefa of lítið og ekki of mikið,“ segir Harpa Hrönn, sem fékk alls 210 þúsund krónur í fermingargjöf og gaf 40 þúsund til Unicef. „Eftir á hefði ég viljað gefa meira því sjálf fékk ég 50 þúsund krónur til að eyða að vild og keypti mér myndavél, en afgangurinn fór í nammi og bíó.“ Fermingarsystkin Hörpu vissu ekkert um þessar fyrirætlanir og hún veit ekki um neinn sem gerði neitt svipað. „Ég sagði reyndar engum frá þessu fyrir fram því mér fannst geðveikt vandræðalegt fyrst að ætla að gefa peningana til góðgerðamála, en þegar það spurðist út á netinu í gegnum Unicef gekkst ég við því öllu, enda mjög ánægð með það,“ segir Harpa Hrönn kát. Hún segir viðbrögð vina sinna og fermingarsystkina hafa flest verið á einn veg. „„Ha?“ sögðu þau steinhissa og „Af hverju í ósköpunum?“, eins og unglingar eru í dag og vilja eiga sína peninga sjálfir, en ég sagðist ekki hafa haft við alla peningana að gera og væri með þessu að bæta líf barna í nauð, sem ekki veitti af,“ segir Harpa Hrönn full sjálfstæðis og þors. „Mér fannst geðveikt spennandi að vita að með gjöfinni væri ég að bjarga fullt af litlum krökkum. Það var æðisleg tilfinning og besta gjöfin þegar ég lít til baka. Ég mæli hiklaust með því að gefa smávegis af fermingarpeningunum til góðs málefnis; jafnvel þótt það sé ekki nema 5.000 kall, því það munar um minna og margt smátt gerir eitt stórt.“ - þlg Fermingar Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppnu Evrópu Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppnu Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Sjá meira
Á fermingardegi sínum í fyrra ákvað Harpa Hrönn Hjaltalín Agnarsdóttir að gefa hluta af fermingarpeningum sínum til Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. „Ég vissi að ég fengi meiri peninga í fermingargjöf en ég hefði við að gera og að þeir færu mikið til í nammi og aðra vitleysu, svo mér fannst skynsamlegt að þeir rynnu til fólks sem hefði eitthvað þarfara við þá að gera,“ segir Harpa Hrönn, sem varð snortin af fréttaflutningi um bágstödd börn í Afríku og ákvað að láta tuttugu prósent af andvirði fermingarpeninga sinna renna til Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, Unicef á Íslandi. „Mér fannst tuttugu prósent mátulegt því ég vildi ekki gefa of lítið og ekki of mikið,“ segir Harpa Hrönn, sem fékk alls 210 þúsund krónur í fermingargjöf og gaf 40 þúsund til Unicef. „Eftir á hefði ég viljað gefa meira því sjálf fékk ég 50 þúsund krónur til að eyða að vild og keypti mér myndavél, en afgangurinn fór í nammi og bíó.“ Fermingarsystkin Hörpu vissu ekkert um þessar fyrirætlanir og hún veit ekki um neinn sem gerði neitt svipað. „Ég sagði reyndar engum frá þessu fyrir fram því mér fannst geðveikt vandræðalegt fyrst að ætla að gefa peningana til góðgerðamála, en þegar það spurðist út á netinu í gegnum Unicef gekkst ég við því öllu, enda mjög ánægð með það,“ segir Harpa Hrönn kát. Hún segir viðbrögð vina sinna og fermingarsystkina hafa flest verið á einn veg. „„Ha?“ sögðu þau steinhissa og „Af hverju í ósköpunum?“, eins og unglingar eru í dag og vilja eiga sína peninga sjálfir, en ég sagðist ekki hafa haft við alla peningana að gera og væri með þessu að bæta líf barna í nauð, sem ekki veitti af,“ segir Harpa Hrönn full sjálfstæðis og þors. „Mér fannst geðveikt spennandi að vita að með gjöfinni væri ég að bjarga fullt af litlum krökkum. Það var æðisleg tilfinning og besta gjöfin þegar ég lít til baka. Ég mæli hiklaust með því að gefa smávegis af fermingarpeningunum til góðs málefnis; jafnvel þótt það sé ekki nema 5.000 kall, því það munar um minna og margt smátt gerir eitt stórt.“ - þlg
Fermingar Mest lesið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppnu Evrópu Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppnu Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Sjá meira