Sniðugheit í veislunni 23. mars 2011 16:33 Praktískt og drjúgt veisluborð sem kostar ekki of mikið. Pitsusneiðar, einfaldar kökur, karamelluepli, poppkorn, appelsínusafi og fleira til. Fermingarveislur eru í dag með margbreytilegu sniði. Orðtækið að „ekkert skuli til sparað" þarf ekki að þýða að kostnaðurinn þurfi að vera í formi peninga. Hugmyndaflugið getur ekki síður gert veisluna ógleymanlega en beinharðir peningar. Húsnæðið: Hrein heimili eru alltaf falleg heimili og það kostar lítið (sápuvatn dugir vel) að þrífa eins og forsetinn sé að koma í heimsókn. Ef fólk býr í litlu rými og einblínir á sal er verðugt að athuga hvort ömmur, afar eða aðrir náskyldir ættingjar sem búa á fleiri fermetrum séu til í að leggja til húsnæði. Það sakar í það minnsta ekki að spyrja, sérstaklega veisluglaða fólkið, sem finnst fátt skemmtilegra en bjóða heim.Gerbakstur er ódýr en ljúffengur, hvort sem það eru brauðbollur, kanilsnúðar eða pitsusnúðar.Maturinn: Víða um heim er það þekktur siður að hver og einn meðlimur í stórfjölskyldu fermingarbarnsins leggi til eina köku eða einn rétt. Ef ekki er stemning fyrir því er hægt að drýgja veisluborðið með fjölbreyttum snakk- og smáréttum sem kosta ekki mikið. Aðrir góðir smáréttir geta verið rifnar kartöfluflögur, heimagerðkaramella sem hægt er að skera í bita, sleikipinnar fyrir yngstu kynslóðina (smart að stinga þeim jafnvel í melónu) og alls kyns gerbakstur er ódýr en ljúffengur. Má þar nefna pitsusnúða, kanilsnúða og brauðbollur.Hægt er að taka upp á ýmsu í fermingarveitingunum. Til dæmis að setja vel saltað poppkorn í plastmál sem hver og einn gestur getur haldið á.Poppkorn er sívinsælt. Bæði er hægt að búa til skemmtilega bíóstemningu og setja popp í plastmál og salta vel eða skella því í skálar á veisluborðið sjálft.Fánaskreytingar geta verið einkar hátíðlegar.Skreytingar:Aukaskreytingar geta svo einfaldlega verið æðislegar blöðrur í litaþema. Í Partíbúðinni er hægt að kaupa blöðrur í stykkjatali eftir litum og velja þannig kannski vorþema – bara grænar blöðrur. Þjóðfáninn setur svo alltaf hátíðlegan blæ í skreytingar veisluborðsins.Ef fermingin er haldin í apríl og maí er líklegt að páskaliljurnar séu komnar upp ásamt fleiru. Ódýr og falleg skreyting á fermingarborðið.Margar fermingarveislur eru í apríl og maí þegar fyrstu krókusarnir eru að koma upp. Það er því engin bjartsýni að taka það sem komið er upp úti í garði í fermingarskreytingarnar. Páskaliljur og annar vorgróður gerir veisluna vorlega og bjarta. Fermingar Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Sjá meira
Fermingarveislur eru í dag með margbreytilegu sniði. Orðtækið að „ekkert skuli til sparað" þarf ekki að þýða að kostnaðurinn þurfi að vera í formi peninga. Hugmyndaflugið getur ekki síður gert veisluna ógleymanlega en beinharðir peningar. Húsnæðið: Hrein heimili eru alltaf falleg heimili og það kostar lítið (sápuvatn dugir vel) að þrífa eins og forsetinn sé að koma í heimsókn. Ef fólk býr í litlu rými og einblínir á sal er verðugt að athuga hvort ömmur, afar eða aðrir náskyldir ættingjar sem búa á fleiri fermetrum séu til í að leggja til húsnæði. Það sakar í það minnsta ekki að spyrja, sérstaklega veisluglaða fólkið, sem finnst fátt skemmtilegra en bjóða heim.Gerbakstur er ódýr en ljúffengur, hvort sem það eru brauðbollur, kanilsnúðar eða pitsusnúðar.Maturinn: Víða um heim er það þekktur siður að hver og einn meðlimur í stórfjölskyldu fermingarbarnsins leggi til eina köku eða einn rétt. Ef ekki er stemning fyrir því er hægt að drýgja veisluborðið með fjölbreyttum snakk- og smáréttum sem kosta ekki mikið. Aðrir góðir smáréttir geta verið rifnar kartöfluflögur, heimagerðkaramella sem hægt er að skera í bita, sleikipinnar fyrir yngstu kynslóðina (smart að stinga þeim jafnvel í melónu) og alls kyns gerbakstur er ódýr en ljúffengur. Má þar nefna pitsusnúða, kanilsnúða og brauðbollur.Hægt er að taka upp á ýmsu í fermingarveitingunum. Til dæmis að setja vel saltað poppkorn í plastmál sem hver og einn gestur getur haldið á.Poppkorn er sívinsælt. Bæði er hægt að búa til skemmtilega bíóstemningu og setja popp í plastmál og salta vel eða skella því í skálar á veisluborðið sjálft.Fánaskreytingar geta verið einkar hátíðlegar.Skreytingar:Aukaskreytingar geta svo einfaldlega verið æðislegar blöðrur í litaþema. Í Partíbúðinni er hægt að kaupa blöðrur í stykkjatali eftir litum og velja þannig kannski vorþema – bara grænar blöðrur. Þjóðfáninn setur svo alltaf hátíðlegan blæ í skreytingar veisluborðsins.Ef fermingin er haldin í apríl og maí er líklegt að páskaliljurnar séu komnar upp ásamt fleiru. Ódýr og falleg skreyting á fermingarborðið.Margar fermingarveislur eru í apríl og maí þegar fyrstu krókusarnir eru að koma upp. Það er því engin bjartsýni að taka það sem komið er upp úti í garði í fermingarskreytingarnar. Páskaliljur og annar vorgróður gerir veisluna vorlega og bjarta.
Fermingar Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Fleiri fréttir Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Sjá meira