Vinsælar gjafir fyrri tíma 23. mars 2011 16:34 Húsgögn hafa lengi verið með vinsælustu fermingargjöfunum og á sjöunda og áttunda áratugnum voru þau oftar en ekki úr tekki; hillur, kommóður og skatthol. Sumar fermingargjafir hafa verið gefnar aftur og aftur í 100 ár. Má þar nefna kvæðabækur, Biblíuna og úr. Aðrar hafa öðlast sess í seinni tíð. Fermingargjafaauglýsingar fyrri tíma gefa ágætis sýn inn í tíðarandann hverju sinni. Ein fyrsta blaðaauglýsingin hérlendis er snerti fermingargjafir er frá árinu 1897 og birtist í Þjóðólfi. Guðjón Sigurðsson auglýsir þar vasaúr, nýjar birgðir af „beztu Anker- og Cylinder-úrum". Guðjón stofnaði verslun sína árið 1894, upphaflega á Eyrarbakka og síðar í Reykjavík. Vasaúr voru lengi vel með vinsælustu fermingargjöfum drengja. Ekki var gefið að börn fengju sérstakar fermingargjafir á fyrri hluta síðustu aldar. Flestir fengu þó sálmabók, sem er líklega með vinsælustu fermingargjöfum fyrri tíma.Vasaúr voru auglýst 1897 í Þjóðólfi.Árið 1900 auglýsir Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar Sálmabókina nýju í skrautbandi, gyllta í sniðum á 6 krónur. Bækur almennt hafa alla tíð verið vinsælar í pakka fermingarbarna. Orðabækur, kvæðabækur, ljóðabækur og skáldsögur. Árið 1908 var verslun Guðmundar Gamalíelssonar í Lækjargötu með fermingargjafir á við skáldsögu Lew Wallace um Ben Hur. Með veglegri fyrri tíma fermingargjöfum, sem sérstaklega voru ætlaðar stúlkum, voru vandaðir íslenskir smíðisgripir úr gulli og silfri sem voru þá gjarnan notaðir á fermingardaginn við íslenskan búning. Má þar nefna steypt belti, upphlutsbelti, brjóstnælur og skúfhólka úr silfri, gulli eða gullhúðaða.Plötuspilarar, útvörp, ipod-ar og aðrar græjur sem miðla tónlist hafa unnið hjörtu fermingarbjarna.Húsgögn til fermingargjafa fóru að verða vinsæl upp úr 1940 og í auglýsingum var oft reynt að höfða til fermingarstúlkna. Þannig auglýsti verslunin Gamla kompaníið við Hringbraut „tilvaldar fermingargjafir fyrir stúlkur" sem voru kommóður í mörgum litum og litlir fataskápar. Kommóður og skatthol með spegli urðu reyndar vinsæl næstu áratugi þótt útlit og efniviður hafi verið misjafn eftir því hvaða tíska ríkti hverju sinni.Alls kyns smíðisgripir við íslenskan búning voru vinsælir til fermingargjafa áður fyrr.Þau voru úr tekki árið 1970 og tekkhúsgögn voru þá með vinsælustu fermingargjöfunum, bæði minni einingar og svo svokallaðar Hansahillur. Um 1985 voru basthúsgögn vinsæl í fermingarherbergið, svo sem bastruggustólar og skrifborðsstólar á hjólum. Þá var algengt um þær mundir að í stað einstakra húsgagna; rúms, skriborðs og svo framvegis, fengju fermingarbörnin yfirhalningu á herbergi sínu, þar sem öllum húsgögnum var skipt út og til að gera sérlega vel við fermingarbarnið var settur inn hljómtækjaskápur í rósaviðarlíki með hálfsjálfvirkum plötuspilara, gettóblaster eða jafnvel agnarlitlu sjónvarpi. - jma x Fermingar Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira
Sumar fermingargjafir hafa verið gefnar aftur og aftur í 100 ár. Má þar nefna kvæðabækur, Biblíuna og úr. Aðrar hafa öðlast sess í seinni tíð. Fermingargjafaauglýsingar fyrri tíma gefa ágætis sýn inn í tíðarandann hverju sinni. Ein fyrsta blaðaauglýsingin hérlendis er snerti fermingargjafir er frá árinu 1897 og birtist í Þjóðólfi. Guðjón Sigurðsson auglýsir þar vasaúr, nýjar birgðir af „beztu Anker- og Cylinder-úrum". Guðjón stofnaði verslun sína árið 1894, upphaflega á Eyrarbakka og síðar í Reykjavík. Vasaúr voru lengi vel með vinsælustu fermingargjöfum drengja. Ekki var gefið að börn fengju sérstakar fermingargjafir á fyrri hluta síðustu aldar. Flestir fengu þó sálmabók, sem er líklega með vinsælustu fermingargjöfum fyrri tíma.Vasaúr voru auglýst 1897 í Þjóðólfi.Árið 1900 auglýsir Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar Sálmabókina nýju í skrautbandi, gyllta í sniðum á 6 krónur. Bækur almennt hafa alla tíð verið vinsælar í pakka fermingarbarna. Orðabækur, kvæðabækur, ljóðabækur og skáldsögur. Árið 1908 var verslun Guðmundar Gamalíelssonar í Lækjargötu með fermingargjafir á við skáldsögu Lew Wallace um Ben Hur. Með veglegri fyrri tíma fermingargjöfum, sem sérstaklega voru ætlaðar stúlkum, voru vandaðir íslenskir smíðisgripir úr gulli og silfri sem voru þá gjarnan notaðir á fermingardaginn við íslenskan búning. Má þar nefna steypt belti, upphlutsbelti, brjóstnælur og skúfhólka úr silfri, gulli eða gullhúðaða.Plötuspilarar, útvörp, ipod-ar og aðrar græjur sem miðla tónlist hafa unnið hjörtu fermingarbjarna.Húsgögn til fermingargjafa fóru að verða vinsæl upp úr 1940 og í auglýsingum var oft reynt að höfða til fermingarstúlkna. Þannig auglýsti verslunin Gamla kompaníið við Hringbraut „tilvaldar fermingargjafir fyrir stúlkur" sem voru kommóður í mörgum litum og litlir fataskápar. Kommóður og skatthol með spegli urðu reyndar vinsæl næstu áratugi þótt útlit og efniviður hafi verið misjafn eftir því hvaða tíska ríkti hverju sinni.Alls kyns smíðisgripir við íslenskan búning voru vinsælir til fermingargjafa áður fyrr.Þau voru úr tekki árið 1970 og tekkhúsgögn voru þá með vinsælustu fermingargjöfunum, bæði minni einingar og svo svokallaðar Hansahillur. Um 1985 voru basthúsgögn vinsæl í fermingarherbergið, svo sem bastruggustólar og skrifborðsstólar á hjólum. Þá var algengt um þær mundir að í stað einstakra húsgagna; rúms, skriborðs og svo framvegis, fengju fermingarbörnin yfirhalningu á herbergi sínu, þar sem öllum húsgögnum var skipt út og til að gera sérlega vel við fermingarbarnið var settur inn hljómtækjaskápur í rósaviðarlíki með hálfsjálfvirkum plötuspilara, gettóblaster eða jafnvel agnarlitlu sjónvarpi. - jma x
Fermingar Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira