Opnar vefsíðu fyrir hármódel 21. mars 2011 20:00 Anna Sigríður Pálsdóttir hárhönnuður. Fréttablaðið/Anton Anna Sigríður Pálsdóttir hárhönnuður hefur komið á laggirnar fyrstu íslensku vefsíðunni þar sem hárgreiðslufólk getur á auðveldan og fljótlegan hátt fundið fyrirsætur fyrir ýmis verkefni. „Hugmyndin að síðunni kom til þegar ég var að vinna að eigin hárlínu í fyrra og ein fyrirsætan forfallaðist á síðustu stundu. Það er ekkert hlaupið að því að finna nýja fyrirsætu með svipað hár með engum fyrirvara og ég fór að spá í því af hverju það væri ekki til síða sem þessi til að auðvelda manni lífið og spara tíma og fyrirhöfn," útskýrir Anna Sigríður, eða Anna Sigga eins og hún er oftast kölluð. Vefsíðan, Hármódel.is, er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi en svipuðum síðum er haldið úti bæði í Bandaríkjunum og víða í Evrópu. Að sögn Önnu Siggu verða fyrirsæturnar að hafa náð átján ára aldri en þess utan sé öllum frjálst að skrá sig. „Fólk skráir sig í gegnum síðuna og svo kemur það til mín og ég skrái niður ýmsar upplýsingar, til dæmis hárgerð og hversu opið fólk er fyrir breytingum. Það eru ekki allir sem vilja láta lita á sér hárið eða klippa það mjög stutt." Síðan er tiltölulega nýkomin í loftið og því er lítil reynsla komin á starfsemi hennar en Anna Sigga telur að það breytist í lok mánaðarins þegar fagmenn fara að kynna nýjar vor- og sumarlínur. „Það er mikið um stórar hársýningar núna í lok mars og þá kemur betur í ljós hvernig vefurinn leggst í menn. Hingað til hefur þó verið tiltölulega auðvelt að fá fyrirsætur á skrá," segir hún að lokum. Áhugasamir geta skráð sig með því að senda póst á netfangið harmodel@harmodel.is. - sm Mest lesið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Lífið Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Lífið „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Tíska og hönnun Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Fleiri fréttir „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira
Anna Sigríður Pálsdóttir hárhönnuður hefur komið á laggirnar fyrstu íslensku vefsíðunni þar sem hárgreiðslufólk getur á auðveldan og fljótlegan hátt fundið fyrirsætur fyrir ýmis verkefni. „Hugmyndin að síðunni kom til þegar ég var að vinna að eigin hárlínu í fyrra og ein fyrirsætan forfallaðist á síðustu stundu. Það er ekkert hlaupið að því að finna nýja fyrirsætu með svipað hár með engum fyrirvara og ég fór að spá í því af hverju það væri ekki til síða sem þessi til að auðvelda manni lífið og spara tíma og fyrirhöfn," útskýrir Anna Sigríður, eða Anna Sigga eins og hún er oftast kölluð. Vefsíðan, Hármódel.is, er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi en svipuðum síðum er haldið úti bæði í Bandaríkjunum og víða í Evrópu. Að sögn Önnu Siggu verða fyrirsæturnar að hafa náð átján ára aldri en þess utan sé öllum frjálst að skrá sig. „Fólk skráir sig í gegnum síðuna og svo kemur það til mín og ég skrái niður ýmsar upplýsingar, til dæmis hárgerð og hversu opið fólk er fyrir breytingum. Það eru ekki allir sem vilja láta lita á sér hárið eða klippa það mjög stutt." Síðan er tiltölulega nýkomin í loftið og því er lítil reynsla komin á starfsemi hennar en Anna Sigga telur að það breytist í lok mánaðarins þegar fagmenn fara að kynna nýjar vor- og sumarlínur. „Það er mikið um stórar hársýningar núna í lok mars og þá kemur betur í ljós hvernig vefurinn leggst í menn. Hingað til hefur þó verið tiltölulega auðvelt að fá fyrirsætur á skrá," segir hún að lokum. Áhugasamir geta skráð sig með því að senda póst á netfangið harmodel@harmodel.is. - sm
Mest lesið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Lífið Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Lífið „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Tíska og hönnun Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Fleiri fréttir „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Sjá meira