Fá sólpall og heitan pott í lóðarkaupum 18. mars 2011 05:00 Sólpalli markaður staður Vinir Agnars Sigurðssonar minntust þess í síðustu viku að hundrað ár eru frá fæðingu hans og mörkuðu væntanlegum sólpalli stað með vískidreitli. Sólpallurinn ber nafn Agnars og heitir Aggapallur. Neðan við hann verður heiti potturinn Guðlaug.MYnd/Úr Einkasafni Akraneskaupstaður hyggst taka tilboði hjónanna Haralds Sturlaugssonar útgerðarmanns og Ingibjargar Pálmadóttur, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, og kaupa 1.200 fermetra lóðarhluta þeirra á útvistarsvæðinu á Breið. Hjónin ætla að nota andvirðið til þess að reisa sólpall fyrir almenning. Ingibjörg segir að pallurinn verði byggður í minningu Agnars Sigurðssonar, góðs vinar sem hefði orðið 100 ára 10. mars síðastliðinn. Agnar vann hjá fjölskyldufyrirtækinu Haraldi Böðvarssyni undir stjórn fjögurra ættliða. Sólpallurinn mun heita Aggapallur eftir Agnari. Á eitt hundrað ára afmæli Agnars kölluðu þau Haraldur og Ingibjörg til vini Agnars að bakhlið stúkunnar við íþróttavöllinn á Jaðarsbökkum. „Þegar Agnar varð sjötugur fékk hann mikinn viskíkút frá starfsfélögum sínum. Þótt honum þætti sopinn ekki vondur þá vildi hann geyma þennan kút þar til hundrað ára fæðingardagurinn rynni upp,“ segir Ingibjörg. „Við ákváðum að gera eitthvað táknrænt og því var hellt viskíi á Langasand þar sem sólpallurinn á að rísa.“ Að sögn Ingibjargar stendur einnig til að koma fyrir setlaug neðan við sólpallinn ef leyfi bæjarins fæst. Heita pottinn eigi að kosta úr styrktarsjóði sem Ólafur Guðmundsson úr Sandgerði hafi, ásamt systkinum sínum, stofnað um foreldra þeirra. „Laugin á að heita Guðlaug eftir formóðurinni sem sjóðurinn er kenndur við,“ segir Ingibjörg sem á von á því að framkvæmdir hefjist um leið og veður leyfir. Pallurinn og laugin verða tengd íþróttamannvirkjunum sem fyrir eru og útvistarsvæðinu Langasandi sem Ingibjörg segir vera mikla paradís. „Við höldum að með þessu eigi fólk eftir að njóta lífsins enn þá betur á Langasandi. Á sumrin leika börnin sér oft í sjónum og þá er gott að ylja sér í pottinum. Foreldrarnir geta svo legið á pallinum og fylgst með,“ segir hún. Bæjarráð Akranes segir tilboð Ingibjargar og Haraldar vera rausnarlegt og sýna velvilja í garð bæjarfélagsins. Búist er við að endanlega verði gengið frá málinu á bæjarstjórnarfundi á þriðjudag. Ingibjörg segir pallinn og setlaugina munu kosta í kringum tíu milljónir króna. „Síðan erum við að láta okkur dreyma um að bæta við þetta seinna en ætlum ekki að fara lengra í bili,“ segir ráðherrann fyrrverandi. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Akraneskaupstaður hyggst taka tilboði hjónanna Haralds Sturlaugssonar útgerðarmanns og Ingibjargar Pálmadóttur, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, og kaupa 1.200 fermetra lóðarhluta þeirra á útvistarsvæðinu á Breið. Hjónin ætla að nota andvirðið til þess að reisa sólpall fyrir almenning. Ingibjörg segir að pallurinn verði byggður í minningu Agnars Sigurðssonar, góðs vinar sem hefði orðið 100 ára 10. mars síðastliðinn. Agnar vann hjá fjölskyldufyrirtækinu Haraldi Böðvarssyni undir stjórn fjögurra ættliða. Sólpallurinn mun heita Aggapallur eftir Agnari. Á eitt hundrað ára afmæli Agnars kölluðu þau Haraldur og Ingibjörg til vini Agnars að bakhlið stúkunnar við íþróttavöllinn á Jaðarsbökkum. „Þegar Agnar varð sjötugur fékk hann mikinn viskíkút frá starfsfélögum sínum. Þótt honum þætti sopinn ekki vondur þá vildi hann geyma þennan kút þar til hundrað ára fæðingardagurinn rynni upp,“ segir Ingibjörg. „Við ákváðum að gera eitthvað táknrænt og því var hellt viskíi á Langasand þar sem sólpallurinn á að rísa.“ Að sögn Ingibjargar stendur einnig til að koma fyrir setlaug neðan við sólpallinn ef leyfi bæjarins fæst. Heita pottinn eigi að kosta úr styrktarsjóði sem Ólafur Guðmundsson úr Sandgerði hafi, ásamt systkinum sínum, stofnað um foreldra þeirra. „Laugin á að heita Guðlaug eftir formóðurinni sem sjóðurinn er kenndur við,“ segir Ingibjörg sem á von á því að framkvæmdir hefjist um leið og veður leyfir. Pallurinn og laugin verða tengd íþróttamannvirkjunum sem fyrir eru og útvistarsvæðinu Langasandi sem Ingibjörg segir vera mikla paradís. „Við höldum að með þessu eigi fólk eftir að njóta lífsins enn þá betur á Langasandi. Á sumrin leika börnin sér oft í sjónum og þá er gott að ylja sér í pottinum. Foreldrarnir geta svo legið á pallinum og fylgst með,“ segir hún. Bæjarráð Akranes segir tilboð Ingibjargar og Haraldar vera rausnarlegt og sýna velvilja í garð bæjarfélagsins. Búist er við að endanlega verði gengið frá málinu á bæjarstjórnarfundi á þriðjudag. Ingibjörg segir pallinn og setlaugina munu kosta í kringum tíu milljónir króna. „Síðan erum við að láta okkur dreyma um að bæta við þetta seinna en ætlum ekki að fara lengra í bili,“ segir ráðherrann fyrrverandi. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira