Mennirnir á svarta bílnum ekki hættir 18. mars 2011 07:00 Skuggalegir Mennirnir hafa gert mörg barnanna mjög hrædd með hátterni sínu, hvort sem þeir hafa raunverulega eitthvað illt í hyggju eða ekki. Myndin er úr safni.Fréttablaðið/heiða Björgvin Björgvinsson Tveir menn á svörtum bíl reyndu að lokka tvo drengi upp í bílinn í Engjahverfi í Grafarvogi á miðvikudag. Staðgengill skólastjóra í Engjaskóla sendi foreldrum nemenda tilkynningu um þetta í gær og bað þá um að vera vel á varðbergi. Þetta er í fjórða sinn sem tilkynnt er um menn á svörtum bíl sem reyna að lokka börn til sín inn í bílinn með ýmsum gylliboðum. Fyrstu tilvikin voru í Hafnarfirði og Garðabæ í síðustu viku. Lýsingarnar á þeim atvikum voru svipaðar. Í bæði skiptin var um tvo unga menn að ræða sem buðu börnunum sælgæti, leikföng og „flottar fótboltavörur“ gegn því að þau kæmu inn í bílinn. Lýsingarnar þóttu nægilega áþekkar til að draga mætti þá ályktun að sennilega væri um sömu menn að ræða. Ekkert barnanna þáði boðið. Fyrir réttri viku virðist sem mennirnir hafi aftur verið á ferð við Húsaskóla í Grafarvogi. Aðstoðarskólastjórinn sendi foreldrum þá tilkynningu um málið. Í henni kom fram að tveir menn á svörtum bíl hefðu boðið dreng inn í bílinn að skoða Legókubba. Annar mannanna var sagður með yfirvaraskegg og mjóan hökutopp. Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að málið sé í alla staði mjög óvenjulegt. Nánast algilt sé að menn sem hyggjast níðast á börnum athafni sig einir og beini auk þess athygli sinni nær alltaf að einu barni, en ekki mörgum í einu eins og raunin hefur verið í sumum þessara tilfella. Af þessum sökum sé lögreglan tvístígandi, þótt hún taki málið mjög alvarlega. Björgvin segir að í ljósi þessa sé ekki hægt að útiloka að mennirnir geri sér þetta að leik og séu í raun alls engir barnaníðingar. En hvað ef í ljós kæmi að mennirnir væru að gera að gamni sínu? Hvernig tæki lögreglan á því? „Við myndum taka mjög fast á því,“ segir Björgvin, jafnvel þótt ekki væri endilega hægt að refsa þeim fyrir þá háttsemi lögum samkvæmt. „Börnin sofa sum órólega eftir þetta og eru mjög hrædd þannig að þetta er auðvitað alls ekkert grín,“ segir hann. Fleiri atvik, óskyld þessum, þar sem menn reyna að lokka börn í bíla, hafa komið inn á borð lögreglu að undanförnu. Á einu þeirra hefur fengist eðlileg skýring.- sh Fréttir Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira
Björgvin Björgvinsson Tveir menn á svörtum bíl reyndu að lokka tvo drengi upp í bílinn í Engjahverfi í Grafarvogi á miðvikudag. Staðgengill skólastjóra í Engjaskóla sendi foreldrum nemenda tilkynningu um þetta í gær og bað þá um að vera vel á varðbergi. Þetta er í fjórða sinn sem tilkynnt er um menn á svörtum bíl sem reyna að lokka börn til sín inn í bílinn með ýmsum gylliboðum. Fyrstu tilvikin voru í Hafnarfirði og Garðabæ í síðustu viku. Lýsingarnar á þeim atvikum voru svipaðar. Í bæði skiptin var um tvo unga menn að ræða sem buðu börnunum sælgæti, leikföng og „flottar fótboltavörur“ gegn því að þau kæmu inn í bílinn. Lýsingarnar þóttu nægilega áþekkar til að draga mætti þá ályktun að sennilega væri um sömu menn að ræða. Ekkert barnanna þáði boðið. Fyrir réttri viku virðist sem mennirnir hafi aftur verið á ferð við Húsaskóla í Grafarvogi. Aðstoðarskólastjórinn sendi foreldrum þá tilkynningu um málið. Í henni kom fram að tveir menn á svörtum bíl hefðu boðið dreng inn í bílinn að skoða Legókubba. Annar mannanna var sagður með yfirvaraskegg og mjóan hökutopp. Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að málið sé í alla staði mjög óvenjulegt. Nánast algilt sé að menn sem hyggjast níðast á börnum athafni sig einir og beini auk þess athygli sinni nær alltaf að einu barni, en ekki mörgum í einu eins og raunin hefur verið í sumum þessara tilfella. Af þessum sökum sé lögreglan tvístígandi, þótt hún taki málið mjög alvarlega. Björgvin segir að í ljósi þessa sé ekki hægt að útiloka að mennirnir geri sér þetta að leik og séu í raun alls engir barnaníðingar. En hvað ef í ljós kæmi að mennirnir væru að gera að gamni sínu? Hvernig tæki lögreglan á því? „Við myndum taka mjög fast á því,“ segir Björgvin, jafnvel þótt ekki væri endilega hægt að refsa þeim fyrir þá háttsemi lögum samkvæmt. „Börnin sofa sum órólega eftir þetta og eru mjög hrædd þannig að þetta er auðvitað alls ekkert grín,“ segir hann. Fleiri atvik, óskyld þessum, þar sem menn reyna að lokka börn í bíla, hafa komið inn á borð lögreglu að undanförnu. Á einu þeirra hefur fengist eðlileg skýring.- sh
Fréttir Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira