Mennirnir á svarta bílnum ekki hættir 18. mars 2011 07:00 Skuggalegir Mennirnir hafa gert mörg barnanna mjög hrædd með hátterni sínu, hvort sem þeir hafa raunverulega eitthvað illt í hyggju eða ekki. Myndin er úr safni.Fréttablaðið/heiða Björgvin Björgvinsson Tveir menn á svörtum bíl reyndu að lokka tvo drengi upp í bílinn í Engjahverfi í Grafarvogi á miðvikudag. Staðgengill skólastjóra í Engjaskóla sendi foreldrum nemenda tilkynningu um þetta í gær og bað þá um að vera vel á varðbergi. Þetta er í fjórða sinn sem tilkynnt er um menn á svörtum bíl sem reyna að lokka börn til sín inn í bílinn með ýmsum gylliboðum. Fyrstu tilvikin voru í Hafnarfirði og Garðabæ í síðustu viku. Lýsingarnar á þeim atvikum voru svipaðar. Í bæði skiptin var um tvo unga menn að ræða sem buðu börnunum sælgæti, leikföng og „flottar fótboltavörur“ gegn því að þau kæmu inn í bílinn. Lýsingarnar þóttu nægilega áþekkar til að draga mætti þá ályktun að sennilega væri um sömu menn að ræða. Ekkert barnanna þáði boðið. Fyrir réttri viku virðist sem mennirnir hafi aftur verið á ferð við Húsaskóla í Grafarvogi. Aðstoðarskólastjórinn sendi foreldrum þá tilkynningu um málið. Í henni kom fram að tveir menn á svörtum bíl hefðu boðið dreng inn í bílinn að skoða Legókubba. Annar mannanna var sagður með yfirvaraskegg og mjóan hökutopp. Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að málið sé í alla staði mjög óvenjulegt. Nánast algilt sé að menn sem hyggjast níðast á börnum athafni sig einir og beini auk þess athygli sinni nær alltaf að einu barni, en ekki mörgum í einu eins og raunin hefur verið í sumum þessara tilfella. Af þessum sökum sé lögreglan tvístígandi, þótt hún taki málið mjög alvarlega. Björgvin segir að í ljósi þessa sé ekki hægt að útiloka að mennirnir geri sér þetta að leik og séu í raun alls engir barnaníðingar. En hvað ef í ljós kæmi að mennirnir væru að gera að gamni sínu? Hvernig tæki lögreglan á því? „Við myndum taka mjög fast á því,“ segir Björgvin, jafnvel þótt ekki væri endilega hægt að refsa þeim fyrir þá háttsemi lögum samkvæmt. „Börnin sofa sum órólega eftir þetta og eru mjög hrædd þannig að þetta er auðvitað alls ekkert grín,“ segir hann. Fleiri atvik, óskyld þessum, þar sem menn reyna að lokka börn í bíla, hafa komið inn á borð lögreglu að undanförnu. Á einu þeirra hefur fengist eðlileg skýring.- sh Fréttir Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Sjá meira
Björgvin Björgvinsson Tveir menn á svörtum bíl reyndu að lokka tvo drengi upp í bílinn í Engjahverfi í Grafarvogi á miðvikudag. Staðgengill skólastjóra í Engjaskóla sendi foreldrum nemenda tilkynningu um þetta í gær og bað þá um að vera vel á varðbergi. Þetta er í fjórða sinn sem tilkynnt er um menn á svörtum bíl sem reyna að lokka börn til sín inn í bílinn með ýmsum gylliboðum. Fyrstu tilvikin voru í Hafnarfirði og Garðabæ í síðustu viku. Lýsingarnar á þeim atvikum voru svipaðar. Í bæði skiptin var um tvo unga menn að ræða sem buðu börnunum sælgæti, leikföng og „flottar fótboltavörur“ gegn því að þau kæmu inn í bílinn. Lýsingarnar þóttu nægilega áþekkar til að draga mætti þá ályktun að sennilega væri um sömu menn að ræða. Ekkert barnanna þáði boðið. Fyrir réttri viku virðist sem mennirnir hafi aftur verið á ferð við Húsaskóla í Grafarvogi. Aðstoðarskólastjórinn sendi foreldrum þá tilkynningu um málið. Í henni kom fram að tveir menn á svörtum bíl hefðu boðið dreng inn í bílinn að skoða Legókubba. Annar mannanna var sagður með yfirvaraskegg og mjóan hökutopp. Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að málið sé í alla staði mjög óvenjulegt. Nánast algilt sé að menn sem hyggjast níðast á börnum athafni sig einir og beini auk þess athygli sinni nær alltaf að einu barni, en ekki mörgum í einu eins og raunin hefur verið í sumum þessara tilfella. Af þessum sökum sé lögreglan tvístígandi, þótt hún taki málið mjög alvarlega. Björgvin segir að í ljósi þessa sé ekki hægt að útiloka að mennirnir geri sér þetta að leik og séu í raun alls engir barnaníðingar. En hvað ef í ljós kæmi að mennirnir væru að gera að gamni sínu? Hvernig tæki lögreglan á því? „Við myndum taka mjög fast á því,“ segir Björgvin, jafnvel þótt ekki væri endilega hægt að refsa þeim fyrir þá háttsemi lögum samkvæmt. „Börnin sofa sum órólega eftir þetta og eru mjög hrædd þannig að þetta er auðvitað alls ekkert grín,“ segir hann. Fleiri atvik, óskyld þessum, þar sem menn reyna að lokka börn í bíla, hafa komið inn á borð lögreglu að undanförnu. Á einu þeirra hefur fengist eðlileg skýring.- sh
Fréttir Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Sjá meira