Stuðlað að nýliðun með leigukvótaþingi 17. mars 2011 05:45 Notast verður við blandaða leið aflahlutdeildarkerfis og svokallaðs pottakerfis við stjórn fiskveiða, samkvæmt áformum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Í pottum verður tiltekið hlutfall heildaraflamarksins og þeir tengdir byggðarlögum. Í gegnum þá er ætlunin að koma á fót virkum kvótaleigumarkaði sem á að stuðla að nýliðun í sjávarútvegi. Undanfarnar vikur hefur verið unnið að frumvarpi til breytinga á fiskveiðistjórnunarkerfinu í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Sex þingmenn stjórnarflokkanna hafa komið að verkinu. Stefnt var að því að frumvarpið yrði tilbúið fyrir síðustu mánaðamót en vinnan hefur dregist. Útlínur liggja fyrir en enn á eftir að ganga frá nokkrum þáttum. Við upphaf kerfisbreytinga verður heildaraflamarki skipt á milli núverandi kvótahafa og potta. Hlutdeild potta í heildaraflamarkinu á svo að vaxa í þrepum á tilteknum árafjölda á kostnað hlutdeildar kvótahafa. Hlutdeildir og árafjöldi hafa ekki verið ákveðin en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru helstar líkur á að upphafshlutdeild potta verði á bilinu átta til tíu prósent og vaxi í fimmtán prósent á tíu til fimmtán árum. Með þessu er vonast til að hægt verði að sætta sjónarmið kvótahafa og þeirra sem vilja innkalla allar aflaheimildir. Um átta prósent heildaraflans standa nú þegar utan aflamarkskerfisins. Er þar um að ræða byggðakvóta, ívilnanir, strandveiðar og fleira. Breytingar á kerfinu taka nú aðeins til botnfisks en ekki uppsjávartegunda. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins verður framsal aflaheimilda takmarkað mjög frá því sem nú er. Ætlunin er að það fari fram með gagnsæjum hætti með opinberri umsjón. Gildandi kerfi hefur lengi verið þyrnir í augum margra og hafa útgerðarmenn lýst sig reiðubúna til viðræðna um breytingar. Ekki eru uppi áform um að hækka auðlindagjald á útgerðina enda talið að aukin skattheimta dragi úr svigrúmi greinarinnar til fjárfestinga. - bþs Fréttir Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Notast verður við blandaða leið aflahlutdeildarkerfis og svokallaðs pottakerfis við stjórn fiskveiða, samkvæmt áformum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Í pottum verður tiltekið hlutfall heildaraflamarksins og þeir tengdir byggðarlögum. Í gegnum þá er ætlunin að koma á fót virkum kvótaleigumarkaði sem á að stuðla að nýliðun í sjávarútvegi. Undanfarnar vikur hefur verið unnið að frumvarpi til breytinga á fiskveiðistjórnunarkerfinu í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Sex þingmenn stjórnarflokkanna hafa komið að verkinu. Stefnt var að því að frumvarpið yrði tilbúið fyrir síðustu mánaðamót en vinnan hefur dregist. Útlínur liggja fyrir en enn á eftir að ganga frá nokkrum þáttum. Við upphaf kerfisbreytinga verður heildaraflamarki skipt á milli núverandi kvótahafa og potta. Hlutdeild potta í heildaraflamarkinu á svo að vaxa í þrepum á tilteknum árafjölda á kostnað hlutdeildar kvótahafa. Hlutdeildir og árafjöldi hafa ekki verið ákveðin en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru helstar líkur á að upphafshlutdeild potta verði á bilinu átta til tíu prósent og vaxi í fimmtán prósent á tíu til fimmtán árum. Með þessu er vonast til að hægt verði að sætta sjónarmið kvótahafa og þeirra sem vilja innkalla allar aflaheimildir. Um átta prósent heildaraflans standa nú þegar utan aflamarkskerfisins. Er þar um að ræða byggðakvóta, ívilnanir, strandveiðar og fleira. Breytingar á kerfinu taka nú aðeins til botnfisks en ekki uppsjávartegunda. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins verður framsal aflaheimilda takmarkað mjög frá því sem nú er. Ætlunin er að það fari fram með gagnsæjum hætti með opinberri umsjón. Gildandi kerfi hefur lengi verið þyrnir í augum margra og hafa útgerðarmenn lýst sig reiðubúna til viðræðna um breytingar. Ekki eru uppi áform um að hækka auðlindagjald á útgerðina enda talið að aukin skattheimta dragi úr svigrúmi greinarinnar til fjárfestinga. - bþs
Fréttir Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira